Flestir munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur, beint eða óbeint, ef… Reynir Böðvarsson skrifar 29. maí 2024 10:01 Þær eru þrjár sem mælast efst í skoðanakönnunum. Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Baldur Þórhallsson virðist ekki ná flugi og Jón Gnarr er án efa út úr leiknum. Ef fer sem horfir og ef kjósendur þrjóskast við og halda fast við sinn kandídat þá er nokkuð gefið að Katrín Jakobsdóttir vinnur þessar kosningar, líklegast með minna en 30% fylgi. Semsagt 70+% kjósenda hefðu kjósið einhvern annan en hana. Þetta á náttúrulega líka við um alla aðra frambjóðendur sem fá flest atkvæði þegar dreifingin er svona stór. Katrín Jakobsdóttir á sér þó nokkra sérstöðu, margir vilja hana enganvegin sem forseta vegna skyndilegs afgangs sem forsætisráðherra en líklega þó mest vegna þess að hún lyfti óvinsælasta stjórnmálamanni sögunnar á Íslandi í forsætisráðherrastól, Bjarna Benediktssyni. Margir eru þeir sem geta einfaldlega ekki hugsað sér hana sem forseta en geta sætt sig við tvo eða þrjá af hinum frambjóðendunum. Þar sem bæði Jón Gnarr og Baldur eru líklegast ekki með í leiknum lengur þá eru það Höllurnar tvær sem valið stendur um auk Katrínar. Þrjár mjög frambærilegar konur en…. Við erum líka mörg sem getum ekki hugsað okkur Höllu Tómasdóttur í þetta embætti, við viljum einfaldlega ekki fulltrúa peningavaldsins á Bessastaði. Á sama hátt og andstæðingar framboðs Katrínar Jakobsdóttur benda á fortíð hennar í stjórnmálum bendum við á fortíð Höllu Tómasdóttur í viðskiptalífinu. Við getum einfaldlega ekki sætt okkur við að manneskja með þessa fortíð, grundvallar sjónarmið og hvað varðar val á samstarfsmönnum meðal annars, fái aðgang að þeim (stökk)palli sem þetta embætti augljóslega er. Við viljum manneskju sem er ein af okkur, sem við getum borið okkur saman við og við getum treyst. Við þurfum ekki endilega vel smurðan munn sölumennsku stjórnmála eða viðskipta, við þurfum manneskju sem kemur úr okkar röðum sem við finnum nærveru við, jafnvel þegar hún er á skjánum. Halla Hrund Logadóttir er þessi manneskja og er að mínu mati eini frambjóðandinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Þeir sem velja að setja kross við einhvern hinna framjóðendanna er í rauninni, þótt óbeint sé, að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem forseta Íslands. Ég hef persónulega ekki mikið á móti því, Katrín er náttúrulega óvenju hæf í þetta embætti, en ég veit að margir eiga erfitt með að sjá sitt atkvæði falla á hana og þá get ég bent þeim á hæfasta og besta frambóðandann sem er náttúrulega að Halla Hrund Logadóttir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þær eru þrjár sem mælast efst í skoðanakönnunum. Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Baldur Þórhallsson virðist ekki ná flugi og Jón Gnarr er án efa út úr leiknum. Ef fer sem horfir og ef kjósendur þrjóskast við og halda fast við sinn kandídat þá er nokkuð gefið að Katrín Jakobsdóttir vinnur þessar kosningar, líklegast með minna en 30% fylgi. Semsagt 70+% kjósenda hefðu kjósið einhvern annan en hana. Þetta á náttúrulega líka við um alla aðra frambjóðendur sem fá flest atkvæði þegar dreifingin er svona stór. Katrín Jakobsdóttir á sér þó nokkra sérstöðu, margir vilja hana enganvegin sem forseta vegna skyndilegs afgangs sem forsætisráðherra en líklega þó mest vegna þess að hún lyfti óvinsælasta stjórnmálamanni sögunnar á Íslandi í forsætisráðherrastól, Bjarna Benediktssyni. Margir eru þeir sem geta einfaldlega ekki hugsað sér hana sem forseta en geta sætt sig við tvo eða þrjá af hinum frambjóðendunum. Þar sem bæði Jón Gnarr og Baldur eru líklegast ekki með í leiknum lengur þá eru það Höllurnar tvær sem valið stendur um auk Katrínar. Þrjár mjög frambærilegar konur en…. Við erum líka mörg sem getum ekki hugsað okkur Höllu Tómasdóttur í þetta embætti, við viljum einfaldlega ekki fulltrúa peningavaldsins á Bessastaði. Á sama hátt og andstæðingar framboðs Katrínar Jakobsdóttur benda á fortíð hennar í stjórnmálum bendum við á fortíð Höllu Tómasdóttur í viðskiptalífinu. Við getum einfaldlega ekki sætt okkur við að manneskja með þessa fortíð, grundvallar sjónarmið og hvað varðar val á samstarfsmönnum meðal annars, fái aðgang að þeim (stökk)palli sem þetta embætti augljóslega er. Við viljum manneskju sem er ein af okkur, sem við getum borið okkur saman við og við getum treyst. Við þurfum ekki endilega vel smurðan munn sölumennsku stjórnmála eða viðskipta, við þurfum manneskju sem kemur úr okkar röðum sem við finnum nærveru við, jafnvel þegar hún er á skjánum. Halla Hrund Logadóttir er þessi manneskja og er að mínu mati eini frambjóðandinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Þeir sem velja að setja kross við einhvern hinna framjóðendanna er í rauninni, þótt óbeint sé, að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem forseta Íslands. Ég hef persónulega ekki mikið á móti því, Katrín er náttúrulega óvenju hæf í þetta embætti, en ég veit að margir eiga erfitt með að sjá sitt atkvæði falla á hana og þá get ég bent þeim á hæfasta og besta frambóðandann sem er náttúrulega að Halla Hrund Logadóttir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar