Óvelkomið Evrópumet Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. maí 2024 10:30 Ísland hefur tryggt sér nýtt Evrópumet sem við kærum okkur ekki um. Brotthvarf ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi árið 2023 var það mesta í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall brotthvarfs bæði kvenna og karla á síðasta ári með 15,8 prósent á eftir Rúmeníu og Tyrklandi. Þetta er neikvæð og grafalvarleg þróun sem við verðum að taka alvarlega. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að í flestum ríkjum er meirihluti þeirra sem ekki er í námi atvinnulaus og stór hluti vill ekki vinna. Staðan á Íslandi er allt önnur. Um 80% þeirra sem ekki eru í námi eru nú þegar í vinnu og hin 20% vilja vinna. Það breytir því þó ekki að menntun er mikilvægt efnahagsmál. Það dugar ekki að ræða menntamál aðeins einu sinni á ári í kringum dræman árangur okkar í PISA eða þegar fréttir berast um Evrópumet í brotthvarfi úr námi. Lífsgæði okkar til frambúðar byggjast á því að menntakerfið hér á landi sé framúrskarandi og standist alþjóðlega samkeppni. Þannig byggjum við grunn undir framtíðina. Ungt fólk á Íslandi þarf að standa jafnfætis jafnöldrum sínum erlendis. Ráðuneyti mitt hefur unnið að nýju árangurstengdu fjármögnunarlíkani háskóla þar sem settir eru fram í fyrsta sinn fjárhagslegir hvatar til árangurs þar sem greitt er með nemendum sem ljúka áföngum og útskrifast. Þannig er skólunum byggður hvati til að styðja betur við nemendur í gegnum nám en ekki aðeins til að skrá sig skóla. Þá settum við einnig af stað átaksverkefnið Taktu stökkið. Markmið þess er að fjölga háskólanemum, ekki síst strákum, en rannsóknir sýna að umtalsvert færri útskrifast úr háskólum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Miklir hagsmunir eru í húfi; fyrir samfélagið, atvinnulífið og ekki síst unga fólkið okkar að hér útskrifist fleiri sérfræðingar í fjölbreytt störf. Taktu stökkið er framhald af átaki sem ráðist var í síðastliðið vor sem bar góðan árangur, en þá fjölgaði t.d. umsóknum karla í Háskóla Íslands um 13% á milli ára. Við verðum að gera betur. Spjótin eiga ekki að beinast að unga fólkinu okkar heldur hvernig við sem berum ábyrgð sem stjórnmálamenn, skólastjórnendur, kennarar og foreldrar getum breytt og bætt menntakerfið svo allir nemendur nái meiri árangri. Brotthvarf er beintengt námsárangri og nær alveg niður í leik- og grunnskóla. Við getum gert betur og náð meiri árangri - það er okkar skylda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur tryggt sér nýtt Evrópumet sem við kærum okkur ekki um. Brotthvarf ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi árið 2023 var það mesta í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall brotthvarfs bæði kvenna og karla á síðasta ári með 15,8 prósent á eftir Rúmeníu og Tyrklandi. Þetta er neikvæð og grafalvarleg þróun sem við verðum að taka alvarlega. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að í flestum ríkjum er meirihluti þeirra sem ekki er í námi atvinnulaus og stór hluti vill ekki vinna. Staðan á Íslandi er allt önnur. Um 80% þeirra sem ekki eru í námi eru nú þegar í vinnu og hin 20% vilja vinna. Það breytir því þó ekki að menntun er mikilvægt efnahagsmál. Það dugar ekki að ræða menntamál aðeins einu sinni á ári í kringum dræman árangur okkar í PISA eða þegar fréttir berast um Evrópumet í brotthvarfi úr námi. Lífsgæði okkar til frambúðar byggjast á því að menntakerfið hér á landi sé framúrskarandi og standist alþjóðlega samkeppni. Þannig byggjum við grunn undir framtíðina. Ungt fólk á Íslandi þarf að standa jafnfætis jafnöldrum sínum erlendis. Ráðuneyti mitt hefur unnið að nýju árangurstengdu fjármögnunarlíkani háskóla þar sem settir eru fram í fyrsta sinn fjárhagslegir hvatar til árangurs þar sem greitt er með nemendum sem ljúka áföngum og útskrifast. Þannig er skólunum byggður hvati til að styðja betur við nemendur í gegnum nám en ekki aðeins til að skrá sig skóla. Þá settum við einnig af stað átaksverkefnið Taktu stökkið. Markmið þess er að fjölga háskólanemum, ekki síst strákum, en rannsóknir sýna að umtalsvert færri útskrifast úr háskólum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Miklir hagsmunir eru í húfi; fyrir samfélagið, atvinnulífið og ekki síst unga fólkið okkar að hér útskrifist fleiri sérfræðingar í fjölbreytt störf. Taktu stökkið er framhald af átaki sem ráðist var í síðastliðið vor sem bar góðan árangur, en þá fjölgaði t.d. umsóknum karla í Háskóla Íslands um 13% á milli ára. Við verðum að gera betur. Spjótin eiga ekki að beinast að unga fólkinu okkar heldur hvernig við sem berum ábyrgð sem stjórnmálamenn, skólastjórnendur, kennarar og foreldrar getum breytt og bætt menntakerfið svo allir nemendur nái meiri árangri. Brotthvarf er beintengt námsárangri og nær alveg niður í leik- og grunnskóla. Við getum gert betur og náð meiri árangri - það er okkar skylda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun