Katrín græði stórum á vangetu kjósenda til að kjósa taktískt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 18:11 Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans. Vísir/Vilhelm Ritstjóri segir Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda græða stórum á að erfitt geti reynst kjósendum að kjósa taktískt. Niðurstaðan yrði allt önnur ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti. Samfélagsrýnarnir Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður ræddu stöðuna í kosningabaráttunni í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Örn Úlfar segir áhugavert að ætli kjósandi að reyna að kjósa taktískt, gegn einhverjum einum frambjóðanda, sé úr vöndu að ráða. En hvað þýðir að kjósa taktískt? „Ólafur Þ. Harðarson hefur verið að tala um þetta. Íslendingar geta ekki komið sér saman um að kjósa taktískt. Þeir eru of hjartahreinir,“ segir Snorri. Hann bendir á að þegar Vigdís vann kosningarnar 1980 hafi hún unnið með 33 prósent atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson hafi fengið 32 prósent, en hinir tveir nítján og fjórtán prósent atkvæða. „Þótt að allir vissu að þetta væri bara milli Vigdísar og Guðlaugs, þá fara nítján prósent atkvæða til eins og fjórtán prósent atkvæða til hins. Það sýni að Íslendingar, alla vega árið 1980, voru ekki tilbúnir til þess að kjósa gegn einhverjum einum. „Augljóslega, ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti og stillt saman strengi, þá yrði niðurstaðan allt önnur. Þannig að núna er Katrín að græða stórum á þessum,“ segir Snorri. Ekki komið á óvart hefði Jón Gnarr hætt við Þá kastar Örn því fram að mögulega hafi frambjóðendur verið að vona fram á síðustu stundu að mótframbjóðandi myndi hætta við. „Og það hefði ekki komið mér á óvart hefði Jón Gnarr gætt við. Það náttúrlega kom skýrt fram að það var brjálað að gera hjá honum. Nóg annað að gera,“ segir Örn og bendir á hve stöðugt fylgi hans hefur verið, í kring um tíu til tólf prósent. „Sem maður ímyndar sér að hann sætti sig ekki við.“ Viðmælendurnir voru þó sammála um að það blasi ekki við hvern Jón myndi styðja drægi hann framboðið sitt til baka. Þrátt fyrir það sé ljóst hvern hann myndi ekki styðja. „Hann hefur velt mikið undan Katrínu,“ segir Snorri. „Hann er líka langmesta ólíkindatólið í þessari baráttu og maður sæi það fyrir sér að hann myndi reyna að snúa þessu við á einhvern ævintýralegan hátt í lokin,“ skýtur Ólöf inn í. Aðspurð segja þau ólíklegt að einhver frambjóðenda muni hætta við á lokametrunum. Örn bendir á að þegar sé búið að prenta kjörseðlana þannig að hætti frambjóðandi við verði nafn hans þrátt fyrir það á seðlinum. „Þú hefur engu að tapa úr þessu. Það er ábyggilega búið að borga reikningana fyrir birtingarnar út vikuna,“ segir Ólöf. Pallborðið í heild sinni má sjá hér að neðan. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Samfélagsrýnarnir Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður ræddu stöðuna í kosningabaráttunni í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Örn Úlfar segir áhugavert að ætli kjósandi að reyna að kjósa taktískt, gegn einhverjum einum frambjóðanda, sé úr vöndu að ráða. En hvað þýðir að kjósa taktískt? „Ólafur Þ. Harðarson hefur verið að tala um þetta. Íslendingar geta ekki komið sér saman um að kjósa taktískt. Þeir eru of hjartahreinir,“ segir Snorri. Hann bendir á að þegar Vigdís vann kosningarnar 1980 hafi hún unnið með 33 prósent atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson hafi fengið 32 prósent, en hinir tveir nítján og fjórtán prósent atkvæða. „Þótt að allir vissu að þetta væri bara milli Vigdísar og Guðlaugs, þá fara nítján prósent atkvæða til eins og fjórtán prósent atkvæða til hins. Það sýni að Íslendingar, alla vega árið 1980, voru ekki tilbúnir til þess að kjósa gegn einhverjum einum. „Augljóslega, ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti og stillt saman strengi, þá yrði niðurstaðan allt önnur. Þannig að núna er Katrín að græða stórum á þessum,“ segir Snorri. Ekki komið á óvart hefði Jón Gnarr hætt við Þá kastar Örn því fram að mögulega hafi frambjóðendur verið að vona fram á síðustu stundu að mótframbjóðandi myndi hætta við. „Og það hefði ekki komið mér á óvart hefði Jón Gnarr gætt við. Það náttúrlega kom skýrt fram að það var brjálað að gera hjá honum. Nóg annað að gera,“ segir Örn og bendir á hve stöðugt fylgi hans hefur verið, í kring um tíu til tólf prósent. „Sem maður ímyndar sér að hann sætti sig ekki við.“ Viðmælendurnir voru þó sammála um að það blasi ekki við hvern Jón myndi styðja drægi hann framboðið sitt til baka. Þrátt fyrir það sé ljóst hvern hann myndi ekki styðja. „Hann hefur velt mikið undan Katrínu,“ segir Snorri. „Hann er líka langmesta ólíkindatólið í þessari baráttu og maður sæi það fyrir sér að hann myndi reyna að snúa þessu við á einhvern ævintýralegan hátt í lokin,“ skýtur Ólöf inn í. Aðspurð segja þau ólíklegt að einhver frambjóðenda muni hætta við á lokametrunum. Örn bendir á að þegar sé búið að prenta kjörseðlana þannig að hætti frambjóðandi við verði nafn hans þrátt fyrir það á seðlinum. „Þú hefur engu að tapa úr þessu. Það er ábyggilega búið að borga reikningana fyrir birtingarnar út vikuna,“ segir Ólöf. Pallborðið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent