Samstarf

Velur brauðtertu fram yfir heitan rétt - Gunnar Þór er til­nefndur í Iðnaðar­manni ársins

X977 & Sindri
Gunnar Þór Reykdal bifvélavirki er einn þeirra sjö sem tilnefnd eru í keppninni Iðnaðarmaður ársins 2024 
Gunnar Þór Reykdal bifvélavirki er einn þeirra sjö sem tilnefnd eru í keppninni Iðnaðarmaður ársins 2024 

Leitin að iðnaðarmanni ársins 2024 í boði X977 og Sindra er í hámarki þessa stundina. Tommi Steindórs fær þau sjö sem tilnefnd eru til Iðnaðarmanns ársins í létta yfirheyrslu á X977.

Bifvélavirkinn Gunnar Þór Reykdal ólst upp við mikinn bílaáhuga og ákvað snemma að leggja fagið fyrir sig. Í umsögn er honum lýst sem grjóthörðum iðnaðarmanni sem kunni best við sig ber að ofan í margra stiga frosti að skrúfa eitthvað saman eða sundur. Enda kemur í ljós að það verkfæri sem hann getur síst verið án er litla skrúfujárnið. Metallica er hans uppáhaldshljómsveit og honum leiðist leiðinlegt fólk. Ef hann ætti að velja milli þess að borða heitan brauðrétt eða brauðtertu segir hann tertuna alltaf verða ofan á.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið en Gunnar Þór svarar meðal annars hraðaspurningum Tomma:

Hér er hægt að kjósa iðnaðarmann ársins 2024






Fleiri fréttir

Sjá meira


×