Handbolti

Tjörvi til Bergischer

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tjörvi Týr Gíslason hleypir heimdraganum í sumar.
Tjörvi Týr Gíslason hleypir heimdraganum í sumar. vísir/diego

Tjörvi Týr Gíslason hefur skrifað undir eins árs samning við þýska úrvalsdeildarliðið Bergischer. Hann hefur leikið með Val allan sinn feril.

Tjörvi og félagar hans í Val urðu Evrópubikarmeistarar á laugardaginn eftir sigur á Olympiacos í vítakastkeppni.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Tjörva en hann hefur nú samið við Bergischer. Arnór Þór Gunnarsson var ráðinn þjálfari liðsins til bráðabirgða fyrir nokkrum vikum.

Tjörvi er 24 ára línumaður. Hann er yngri bróðir Ýmis Arnar Gíslasonar, núverandi leikmanns Rhein-Neckar Löwen og verðandi leikmanns Göppingen.

Bergischer er í sautjánda og næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.


Tengdar fréttir

Ekki tilbúinn að ræða hversu margir kveðja Val

Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×