Handbolti

Tinna Sigur­rós í Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tinna Sigurrós Traustadóttir í leik gegn verðandi samherjum sínum í Stjörnunni.
Tinna Sigurrós Traustadóttir í leik gegn verðandi samherjum sínum í Stjörnunni. vísir/anton

Handboltakonan Tinna Sigurrós Traustadóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Selfossi.

Tinna er tvítug örvhent skytta sem hefur leikið með Selfossi allan sinn feril. Á síðasta tímabili skoraði hún 68 mörk í sextán leikjum þegar Selfyssingar rúlluðu Grill 66 deildinni upp.

„Tinna er mjög góður leikmaður sem ég hlakka til að vinna með næstu árin. Það gleður mig mikið að hún sé að koma í Stjörnuna og er ég sannfærður um að hún á eftir að smellpassa inn í okkar lið,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, um liðsstyrkinn.

Tinna er annar leikmaðurinn sem Stjarnan fær eftir að tímabilinu lauk. Áður hafði finnska landsliðskonan Julia Lönnborg bæst í hóp Garðbæinga.

Stjarnan endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur og tapaði fyrir Haukum í átta liða úrslitum. Stjörnukonur komust einnig í bikarúrslit þar sem þær töpuðu fyrir Valskonum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×