Samstarf

Skímó í upp­á­haldi - Ás­mundur Goði til­nefndur í Iðnaðar­manni ársins

X977 & Sindri
Ásmundur Goði Einarsson múrarameistari er tilnefndur í keppninni um Iðnaðarmann ársins 2024
Ásmundur Goði Einarsson múrarameistari er tilnefndur í keppninni um Iðnaðarmann ársins 2024

Leitin að iðnaðarmanni ársins 2024 í boði X977 og Sindra er í hámarki þessa stundina. Tommi Steindórs fær þau sjö sem tilnefnd eru til Iðnaðarmanns ársins í létta yfirheyrslu á X977.

Ásmundur Goði Einarsson er yngsti múrarameistari landsins, segist vera í líkama sextugs manns og væri ekki að gera neitt væri hann ekki múrari. Hann hefur áhuga á tísku og Skítamórall er uppáhaldshljómsveitin hans. 

Ásmundur segist hafa verið latur að læra sem krakki og fallið á mætingu í skóla. Stjúppabbi hans stakk upp á því að hann prófaði Byggingaskólann í Tækniskólanum og Ásmundur endaði á að brillera í múraranum. Hann komst beint í meistaraskólann eftir sveinspróf og stefnir á að stofna sitt eigið fyrirtæki þegar hann verður búinn að sanka að sér reynslu. 

Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið en þar svarar Ásmundur meðal annars hraðaspurningum Tomma:

Hér er hægt að kjósa sinn uppáhalds iðnaðarmann






Fleiri fréttir

Sjá meira


×