Skoðun

Fyrir börnin okkar

Gunnar Ingi Valgeirsson skrifar

Þegar sonur minn verður eldri þá vill ég geta sagt honum að ég hafi gert allt sem ég gat til að betrumbæta hans framtíð.

Í gegnum þættina mína, Lífið á Biðlista, hef ég verið að vekja athygli á okkar stærsta heilbrigðisvanda, fíknisjúkdóminum. Vandamálið sem er að taka frá okkur vinina, systkynin, foreldrana og verst af öllu, börnin okkar. Í hverjum mánuði virðist vera einn eða fleiri sem falla frá, hvort sem það er úr ofneyslu eða að falla fyrir eigin hendi.

Með því að vekja athygli á þessu er ég að vonast til þess að stjórnvöld taki eftir því og geri eitthvað en það gengur hægt. Það kveikti því í vonarneysta þegar ég sá forsetaframbjóðandann, Baldur Þórhallsson, vera tala um málefni barna og ungmenna, geðheilbrigðismál og fíknivandann. Forsetaframbjóðanda sem veit hvernig það er að mæta fordómum en gefast samt ekki upp. Forsetaframbjóðanda sem getur sett sig í spor annara. Þannig forseta vill ég. Fyrir son minn og hans framtíð.

Staðan er þannig í dag að vanlíðan barna hefur aldrei verið meiri. Að tala um auðlindir og forystu er ekki að fara að laga það. Það sem getur hinsvegar lagað það er forseti sem setur sér mælanleg markmið og ætlar sér að koma saman hóp af fólki til að vinna í þessum málum. Þegar við tölum um þjóðarhagsmuni þá ættu börnin okkar að vera efst á þeim lista. Velferð og öryggi þeirra ættu að vera okkur efst í huga.

Ég kýs Baldur en ekki bara fyrir mig heldur fyrir son minn líka.

Höfundur heldur úti samfélagsmiðlarásinni Lífið á biðlista.




Skoðun

Skoðun

1969

Tómas A. Tómasson skrifar

Sjá meira


×