Enski boltinn

Edu getur ekki sagt það sem hann langar að segja um City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City hefur nánast einokað enska meistaratitilinn undanfarin ár.
Manchester City hefur nánast einokað enska meistaratitilinn undanfarin ár. getty/Jess Hornby

Íþróttastjóri Arsenal, Edu, segist þurfa að bíta í tunguna á sér þegar hann ræðir um Englandsmeistaratitilinn sem Manchester City vann um þarsíðustu helgi.

City og Arsenal háðu mikla baráttu um enska meistaratitilinn og það réðist ekki fyrr en í lokaumferðinni um þarnæstu helgi hvort liðið ynni hann. Að lokum varð City hlutskarpari og varð Englandsmeistari fjórða árið í röð.

Yfir árangri City vofa þó alltaf skuggi ákæranna vegna 115 brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það er ýmislegt sem ég get því miður ekki sagt. Þetta er skrítin tilfinning, mjög skrítin!“ sagði Edu.

„Í lok tímabilsins var okkar tilfinning að við hefðum gert allt rétt. Mikel (Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal) gerði frábæra hluti og náði markmiðunum. Við gerðum allt sem við gátum en það var ekki nóg. Við erum svekktir en líka ánægðir með ferlið.“

City hefur sem fyrr sagði unnið Englandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð og alls átta sinnum síðan Abu Dhabi United Group keypti félagið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×