Halla Tómasdóttir og Sólskinsdrengurinn Margrét Dagmar Ericsdóttir skrifar 28. maí 2024 13:15 Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn. Þegar við ákváðum að gera Sólskinsdrenginn, heimildarmynd um einhverfu, voru margir sem hlupu undir bagga og hjálpuðu til. Halla Tómasdóttir var ein af þeim, en hún var ein megin driffjöðrin í að hjálpa okkur að gera myndina að veruleika. Þegar um jaðarhópa er að ræða og þá sérstaklega fatlaða, hefur fólk yfir höfuð ekki mikinn áhuga eða nennu að setja sig inn í hlutina. Sér í lagi ekki ef þú tengist manneskjunni ekki neitt eins og var í mínu tilfelli sem móður Kela og Höllu Tómasdóttir. En það stoppaði ekki Höllu Tómasdóttur, því Halla T er allra. Hún er bara nákvæmlega eins og hún kemur til dyranna, brosandi, einlæg og góð og strax reiðubúin til að hjálpa. Þú þarft hugrekki, dug og kjark til að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu og þar hefur Halla Tómasdóttir af nógu að taka. Hún er reiðubúin að hjálpa og leiðbeina fólki eins og mér, til að geta klárað þetta brýna samfélagsverkefni sem heimildarmyndin um einhverfu var og er. Hún tók mér opnum örmum og peppaði mig áfram, en á þeim tíma höfðu ekki margir trú á þessu verkefni. Halla Tómasdóttir tengdi mig við réttu aðilana og að byggja rétta tengslanetið fyrir gerð myndarinnar. Það var undursamlegt og fallegt hversu mikinn áhuga hún hafði á mínum mikið fatlaða syni og hans vegferð. Viðmót hennar og hjálpsemi kom mér allavegana verulega á óvart og ekki eitthvað sem ég var vön. Ef að Halla Tómasdóttir hefði ekki lagt þessu verkefni og vegferð lið þá er ég hrædd um að heimildarmyndin Sólskinsdrenginn, hefði aldrei verið gerð. Því vil ég þakka þér Halla Tómasdóttir fyrir að hafa þetta hugrekki, þennan kjark og einurð til að láta Sólskinsdrenginn verða að veruleika. Takk fyrir okkur Halla Tómasdóttir. Að okkar mati hefur þú allt að bera til að verða frábær forseti Íslands. Höfundur er móðir Sólskinsdrengsins og skrifar fyrir hönd fjölskyldu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn. Þegar við ákváðum að gera Sólskinsdrenginn, heimildarmynd um einhverfu, voru margir sem hlupu undir bagga og hjálpuðu til. Halla Tómasdóttir var ein af þeim, en hún var ein megin driffjöðrin í að hjálpa okkur að gera myndina að veruleika. Þegar um jaðarhópa er að ræða og þá sérstaklega fatlaða, hefur fólk yfir höfuð ekki mikinn áhuga eða nennu að setja sig inn í hlutina. Sér í lagi ekki ef þú tengist manneskjunni ekki neitt eins og var í mínu tilfelli sem móður Kela og Höllu Tómasdóttir. En það stoppaði ekki Höllu Tómasdóttur, því Halla T er allra. Hún er bara nákvæmlega eins og hún kemur til dyranna, brosandi, einlæg og góð og strax reiðubúin til að hjálpa. Þú þarft hugrekki, dug og kjark til að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu og þar hefur Halla Tómasdóttir af nógu að taka. Hún er reiðubúin að hjálpa og leiðbeina fólki eins og mér, til að geta klárað þetta brýna samfélagsverkefni sem heimildarmyndin um einhverfu var og er. Hún tók mér opnum örmum og peppaði mig áfram, en á þeim tíma höfðu ekki margir trú á þessu verkefni. Halla Tómasdóttir tengdi mig við réttu aðilana og að byggja rétta tengslanetið fyrir gerð myndarinnar. Það var undursamlegt og fallegt hversu mikinn áhuga hún hafði á mínum mikið fatlaða syni og hans vegferð. Viðmót hennar og hjálpsemi kom mér allavegana verulega á óvart og ekki eitthvað sem ég var vön. Ef að Halla Tómasdóttir hefði ekki lagt þessu verkefni og vegferð lið þá er ég hrædd um að heimildarmyndin Sólskinsdrenginn, hefði aldrei verið gerð. Því vil ég þakka þér Halla Tómasdóttir fyrir að hafa þetta hugrekki, þennan kjark og einurð til að láta Sólskinsdrenginn verða að veruleika. Takk fyrir okkur Halla Tómasdóttir. Að okkar mati hefur þú allt að bera til að verða frábær forseti Íslands. Höfundur er móðir Sólskinsdrengsins og skrifar fyrir hönd fjölskyldu hans.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar