Báðar eru þær góður kostur, Katrín og Halla Hrund. Reynir Böðvarsson skrifar 28. maí 2024 09:31 Margir góðir frambjóðendur eru nú í raun út úr spilinu. Baldur og Jón Gnarr hafa ekki fylgi sem nægjir og sem betur fer, úr mínu sjónarhorni, hefur fulltrúi Nýfjálshyggjunar Halla Tómasdóttir ekki þann breiða stuðning sem þarf. Minn uppáhalds, ein af tveimur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki líkleg til þess að bera sigur úr býtum heldur í sjálfum kosningunum en hún hefur samt sigrað. Hún hefur enn og aftur sigrað hjarta okkar og ég sem einlægur sósíalisti hefði svo gjarnan séð hana á forsetastóli. Fulltrúi jafnaðar og mannkærleika og svo líka skemmtileg og falleg. Það væri ekki slæmt að hafa slíkan fulltrúa okkar á Bessastöðum. Ég vona innilega að hún gefi kost á sér fyrir Sósíalistaflokkinn í næstu þingkosningum. Á þingi kemur hún til með að láta í sér heyra, svo rösklega og hávært að við öll komum til með að vera föst við Alþingisrásina þannig að þjóðarframleiðslan fer niður, neyslan þar með og CO2 búskspurinn batnar svo til muna að Ísland verður aftur stórasta land í heimi. Katrín Jakobsdóttir er ekki ein af þessum tveimur uppáhalds sem ég nefndi hér í upphafi en hún er að mínu mati augljóslega einn besti mögulegi kandídat í þetta embætti sem við höfum völ á. Hún er bráðgáfuð, sanngjörn og hún á sitt félagslega hjarta sem enn tivar, það er ég sannfærður um, og hún hefur reynslu í stjórnkerfi Íslands sem enginn annar. Þrátt fyrir þau hrapalegu mistök, að mínu mati, að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í tvö kjörtímabil þá er hún ekki hluti af þessari mafíu sem Sjálfstæðisflokkurinn er en hún sá til þess að þessi mafía sat við ríkisstjórnarborði. Ég vil árétta hér, svo ég verði ekki sóttur til saka af dómstólum, þá er mafía ekki endilega með byssur eða sprengjur heldur samofin klíka sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítan. Ég sé engan annan frambjóðenda sem hefur möguleika á að sigra þessar kosningar sem ég gæti sætt mig við fyrir utan mínar uppáhalds sem ég nefndi í byrjun. Þeir sem fyrir alla muni ekki vilja Katrínu í þetta embætti verða að kjósa taktist og þá náttúrulega minn uppáhalds sem hefur möguleika á að sigra. Minn uppáhalds er náttúrulega Halla Hrund Logadóttir, bráð gáfuð, beinskeytt og augljóslega hlý og falleg manneskja. Ég tók fyrst eftir henni þegar hún sem otkumálastjóri talað fyrir hagsmunum almennings, talaði í raun gegn markaðsvæðingu grunnþarfa svo sem vatns og rafmagns. Já, rafmagn er í nútímaþjóðfélagi grunnþörf á sama hátt og húsaskjól, matur og vatn. Halla Hrund hefur skýrt og skorinort talað fyrir því að þessar grunnþarfir séu ekki settar á einhvern alþjóða markað sem hefur þá eiginleika að sprengja verð upp úr því sem venjulega fjölskyldur ráða ekki við. Hún þekkir til þess hvernig þessum málum er háttað víða í veröldinni og vill standa vörð um að þessi auðæfi Íslands séu fyrst og fremst fyrir þá sem búa í landinu. Það er sjaldgæft að embættismaður, í þessu tilfelli, tali svo skýrt og svo afgerandi með hagsmuna almennings sð leiðsrljósi. Við sem þekkjum til íslenskra stjórnmála vitum vel að þarna gekk að öllum líkindum Halla Hrund, orkumálastjóri, gegn vilja fagráðherrans. Geri aðrir betur! Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Margir góðir frambjóðendur eru nú í raun út úr spilinu. Baldur og Jón Gnarr hafa ekki fylgi sem nægjir og sem betur fer, úr mínu sjónarhorni, hefur fulltrúi Nýfjálshyggjunar Halla Tómasdóttir ekki þann breiða stuðning sem þarf. Minn uppáhalds, ein af tveimur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki líkleg til þess að bera sigur úr býtum heldur í sjálfum kosningunum en hún hefur samt sigrað. Hún hefur enn og aftur sigrað hjarta okkar og ég sem einlægur sósíalisti hefði svo gjarnan séð hana á forsetastóli. Fulltrúi jafnaðar og mannkærleika og svo líka skemmtileg og falleg. Það væri ekki slæmt að hafa slíkan fulltrúa okkar á Bessastöðum. Ég vona innilega að hún gefi kost á sér fyrir Sósíalistaflokkinn í næstu þingkosningum. Á þingi kemur hún til með að láta í sér heyra, svo rösklega og hávært að við öll komum til með að vera föst við Alþingisrásina þannig að þjóðarframleiðslan fer niður, neyslan þar með og CO2 búskspurinn batnar svo til muna að Ísland verður aftur stórasta land í heimi. Katrín Jakobsdóttir er ekki ein af þessum tveimur uppáhalds sem ég nefndi hér í upphafi en hún er að mínu mati augljóslega einn besti mögulegi kandídat í þetta embætti sem við höfum völ á. Hún er bráðgáfuð, sanngjörn og hún á sitt félagslega hjarta sem enn tivar, það er ég sannfærður um, og hún hefur reynslu í stjórnkerfi Íslands sem enginn annar. Þrátt fyrir þau hrapalegu mistök, að mínu mati, að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í tvö kjörtímabil þá er hún ekki hluti af þessari mafíu sem Sjálfstæðisflokkurinn er en hún sá til þess að þessi mafía sat við ríkisstjórnarborði. Ég vil árétta hér, svo ég verði ekki sóttur til saka af dómstólum, þá er mafía ekki endilega með byssur eða sprengjur heldur samofin klíka sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítan. Ég sé engan annan frambjóðenda sem hefur möguleika á að sigra þessar kosningar sem ég gæti sætt mig við fyrir utan mínar uppáhalds sem ég nefndi í byrjun. Þeir sem fyrir alla muni ekki vilja Katrínu í þetta embætti verða að kjósa taktist og þá náttúrulega minn uppáhalds sem hefur möguleika á að sigra. Minn uppáhalds er náttúrulega Halla Hrund Logadóttir, bráð gáfuð, beinskeytt og augljóslega hlý og falleg manneskja. Ég tók fyrst eftir henni þegar hún sem otkumálastjóri talað fyrir hagsmunum almennings, talaði í raun gegn markaðsvæðingu grunnþarfa svo sem vatns og rafmagns. Já, rafmagn er í nútímaþjóðfélagi grunnþörf á sama hátt og húsaskjól, matur og vatn. Halla Hrund hefur skýrt og skorinort talað fyrir því að þessar grunnþarfir séu ekki settar á einhvern alþjóða markað sem hefur þá eiginleika að sprengja verð upp úr því sem venjulega fjölskyldur ráða ekki við. Hún þekkir til þess hvernig þessum málum er háttað víða í veröldinni og vill standa vörð um að þessi auðæfi Íslands séu fyrst og fremst fyrir þá sem búa í landinu. Það er sjaldgæft að embættismaður, í þessu tilfelli, tali svo skýrt og svo afgerandi með hagsmuna almennings sð leiðsrljósi. Við sem þekkjum til íslenskra stjórnmála vitum vel að þarna gekk að öllum líkindum Halla Hrund, orkumálastjóri, gegn vilja fagráðherrans. Geri aðrir betur! Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar