Ég vil óumdeildan forseta Guðrún Jónsdóttir skrifar 28. maí 2024 06:00 Forsetakosningar eru allt öðru vísi en flokkspólitískar kosningar. Embættinu fylgja ekki formleg völd og við höfum oftast borið gæfu til þess að velja óumdeildar manneskjur sem við höfum getað sameinast um að virða og treysta. Ég varð því mjög glöð þegar Halla Hrund bauð sig fram í vor, því ég hafði lesið eftir hana greinar og dáðist að því að hún stæði með skynsamlegri orkunýtingu og verndun náttúrunnar og þyrði að segja það í því embætti sem hún gegndi. Mér fannst hún vel máli farin, málefnaleg og eldklár og henni fylgdi ferskur andblær. Ég lærði þá dýrmætu lexíu í Kvennalistanum í gamla daga að málefnalegast og best væri að halda fram kostum þess sem við vildum, í stað þess að halda fram ómöguleika þess sem við vildum ekki. Í gegnum kvennabaráttuna hef ég líka lært ýmislegt fleira, eins og það að stundum er nauðsynlegt að segja það sem fæstir vilja heyra. Öðruvísi breytist ekkert. Ég hef þörf fyrir að koma því að, að mér þykir mikilvægast í kosningabaráttunni sem nú fer fram að fyrrum forsætisráðherra flytji ekki á Bessastaði. Hún hefur verið andlit ríkisstjórnarinnar sem mér finnst hafa brugðist þeim gildum sem VG þóttist standa fyrir. Stjórnarinnar sem þrátt fyrir hvert stórspillingarmálið á eftir öðru tók aldrei ábyrgð. Stjórnarinnar sem ástundaði tilfærslu eigna frá almenningi til auðmanna, verndaði ekki náttúruna og auðlindirnar, gerði umhverfisráðuneytið að orkumálaráðuneyti og afhenti það Sjálfstæðisflokknum, hunsaði vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, stóð sig afleitlega í málefnum flóttafólks og stuðningi við Palestínu og gerði að lokum Bjarna Ben að forsætisráðherra. Ég skil enn ekki að málsvari flokksins sem hafði jafnrétti, umhverfivernd og jöfnuð að leiðarljósi, hafi valið að vinna með þeim öflum sem hafa verið helstu málsvarar gagnstæðra sjónarmiða og hvað eftir annað blessað órétt, spillingu og afleita lagasetningu. VG, flokkurinn sem ég forðum daga studdi, er samkvæmt skoðanakönnunum við það að þurrkast út og það endurspeglar óánægju fólks með það hvernig haldið hefur verið á málum. Mér er mikið í mun að halda Bessastöðum utan flokkadrátta og umdeildra stjórnmálamanna. Oftast hefur þjóð mín sýnt að hún sé sammála þeirri skoðun minni. Ég ætla að kjósa Höllu Hrund. Ég vil geta verið stolt af forsetanum okkar og það held ég að við getum öll orðið ef við verðum nógu mörg sem sameinumst um að kjósa hana. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru allt öðru vísi en flokkspólitískar kosningar. Embættinu fylgja ekki formleg völd og við höfum oftast borið gæfu til þess að velja óumdeildar manneskjur sem við höfum getað sameinast um að virða og treysta. Ég varð því mjög glöð þegar Halla Hrund bauð sig fram í vor, því ég hafði lesið eftir hana greinar og dáðist að því að hún stæði með skynsamlegri orkunýtingu og verndun náttúrunnar og þyrði að segja það í því embætti sem hún gegndi. Mér fannst hún vel máli farin, málefnaleg og eldklár og henni fylgdi ferskur andblær. Ég lærði þá dýrmætu lexíu í Kvennalistanum í gamla daga að málefnalegast og best væri að halda fram kostum þess sem við vildum, í stað þess að halda fram ómöguleika þess sem við vildum ekki. Í gegnum kvennabaráttuna hef ég líka lært ýmislegt fleira, eins og það að stundum er nauðsynlegt að segja það sem fæstir vilja heyra. Öðruvísi breytist ekkert. Ég hef þörf fyrir að koma því að, að mér þykir mikilvægast í kosningabaráttunni sem nú fer fram að fyrrum forsætisráðherra flytji ekki á Bessastaði. Hún hefur verið andlit ríkisstjórnarinnar sem mér finnst hafa brugðist þeim gildum sem VG þóttist standa fyrir. Stjórnarinnar sem þrátt fyrir hvert stórspillingarmálið á eftir öðru tók aldrei ábyrgð. Stjórnarinnar sem ástundaði tilfærslu eigna frá almenningi til auðmanna, verndaði ekki náttúruna og auðlindirnar, gerði umhverfisráðuneytið að orkumálaráðuneyti og afhenti það Sjálfstæðisflokknum, hunsaði vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, stóð sig afleitlega í málefnum flóttafólks og stuðningi við Palestínu og gerði að lokum Bjarna Ben að forsætisráðherra. Ég skil enn ekki að málsvari flokksins sem hafði jafnrétti, umhverfivernd og jöfnuð að leiðarljósi, hafi valið að vinna með þeim öflum sem hafa verið helstu málsvarar gagnstæðra sjónarmiða og hvað eftir annað blessað órétt, spillingu og afleita lagasetningu. VG, flokkurinn sem ég forðum daga studdi, er samkvæmt skoðanakönnunum við það að þurrkast út og það endurspeglar óánægju fólks með það hvernig haldið hefur verið á málum. Mér er mikið í mun að halda Bessastöðum utan flokkadrátta og umdeildra stjórnmálamanna. Oftast hefur þjóð mín sýnt að hún sé sammála þeirri skoðun minni. Ég ætla að kjósa Höllu Hrund. Ég vil geta verið stolt af forsetanum okkar og það held ég að við getum öll orðið ef við verðum nógu mörg sem sameinumst um að kjósa hana. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta.
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar