Vopnið gegn hatri Kristín Sigrún Áss Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2024 07:00 Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp í fjölbreyttri fjölskyldu. Það þurfti aldrei að útskýra hinseginleikann fyrir mér því hann stóð fyrir framan mig, ól systur mína, Álfrúnu Perlu, upp og passaði mig og litla bróður minn. Þegar bróðir minn var sex ára fór hann á Gleðigönguna í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa gengið með Baldri og Felix ídágóða stund snéri hann sér að mömmu okkar, barnsmóður Baldurs, og spurði hvar allirhommanir væru. Það má segja að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því fyrir honum voru þetta bara fjölskyldumeðlimir. Þótt Baldur sé ekki hommi í framboði er sýnileiki hinseginleikans mikilvægur. Á meðan jafnaldrar mínir lærðu um allskonar ást upplifði ég hana. Hún var aldrei fjarlæg eða fjarstæðukennd heldur veruleikinn minn og margra í kringum mig. Þessi sýnileiki kom ábyggilega í veg fyrir ýmsa fordóma sem annars hefðu getað grasserað innra með mér og bróður mínum. Nú hefur mikið verið fjallað um bakslag í baráttu hinsegin fólks og fólk metist um hvort svo sé eða ekki. Hvaða bakslag?, hafa sumir spurt sig en því miður hefur framboð Baldurs svo sannarlega sýnt fram á að um bakslag sé að ræða. Og ekki aðeins á alþjóðavísu heldur hér á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hatursorðræðunni í garð manns sem er mér og fjölskyldu minni svo kær. Mamma Baldurs, Obba amma, var fjölskyldunni innan handa og kenndi mér Olsen Olsen. Felix hefur verið stór hluti af bæði barnæsku minni og margra íslenska barna seinustu áratugi. Fjölskylda hans hafa stutt mig í einu og öllu og tekið mér eins og ég er. Baldur ákvað að hafa Felix með sér í baráttunni og er góð og gild ástæða fyrir því. Eina vopnið gegn hatri er sýnileikinn. Þeir eru ekki aðeins hinsegin fyrirmyndir heldur fyrirmyndir sýnileikans og fyrirmyndarhjón. Margir telja að kynhneigð, kynvitund og kyntjáning fólks skiptir engu máli en það er ekki satt. Hún gerir það fyrir stelpuna sem skammast sín, strákinn í afneitun og ungmennið sem lést í sjálfsvígi. Að halda því fram að svona skipti hreinlega engu máli er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Þótt það sé vissulega rangt að smækka Baldur niður í kynhneigð hans er hún samt sem áður mikilvægur þáttur í kosningabaráttunni. Baldur hefur upplifað fordóma á eigin skinni. Hann hefur orðið fyrir aðkasti og nýlega þurft að sitja fyrir fordómafullum og gildishlöðnum spurningum. Því væri sigur fyrir alla minnihlutahópa ef hann yrði sjöundi forseti lýðveldisins. Ég kýs Baldur. Ekki að því að hann er fræðimaður eða hommi heldur að því að hann er sýnileikinn sem við þurfum á að halda. Samkynhneigður forseti gæti svo sannarlega verið svar okkar við hatri. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp í fjölbreyttri fjölskyldu. Það þurfti aldrei að útskýra hinseginleikann fyrir mér því hann stóð fyrir framan mig, ól systur mína, Álfrúnu Perlu, upp og passaði mig og litla bróður minn. Þegar bróðir minn var sex ára fór hann á Gleðigönguna í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa gengið með Baldri og Felix ídágóða stund snéri hann sér að mömmu okkar, barnsmóður Baldurs, og spurði hvar allirhommanir væru. Það má segja að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því fyrir honum voru þetta bara fjölskyldumeðlimir. Þótt Baldur sé ekki hommi í framboði er sýnileiki hinseginleikans mikilvægur. Á meðan jafnaldrar mínir lærðu um allskonar ást upplifði ég hana. Hún var aldrei fjarlæg eða fjarstæðukennd heldur veruleikinn minn og margra í kringum mig. Þessi sýnileiki kom ábyggilega í veg fyrir ýmsa fordóma sem annars hefðu getað grasserað innra með mér og bróður mínum. Nú hefur mikið verið fjallað um bakslag í baráttu hinsegin fólks og fólk metist um hvort svo sé eða ekki. Hvaða bakslag?, hafa sumir spurt sig en því miður hefur framboð Baldurs svo sannarlega sýnt fram á að um bakslag sé að ræða. Og ekki aðeins á alþjóðavísu heldur hér á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hatursorðræðunni í garð manns sem er mér og fjölskyldu minni svo kær. Mamma Baldurs, Obba amma, var fjölskyldunni innan handa og kenndi mér Olsen Olsen. Felix hefur verið stór hluti af bæði barnæsku minni og margra íslenska barna seinustu áratugi. Fjölskylda hans hafa stutt mig í einu og öllu og tekið mér eins og ég er. Baldur ákvað að hafa Felix með sér í baráttunni og er góð og gild ástæða fyrir því. Eina vopnið gegn hatri er sýnileikinn. Þeir eru ekki aðeins hinsegin fyrirmyndir heldur fyrirmyndir sýnileikans og fyrirmyndarhjón. Margir telja að kynhneigð, kynvitund og kyntjáning fólks skiptir engu máli en það er ekki satt. Hún gerir það fyrir stelpuna sem skammast sín, strákinn í afneitun og ungmennið sem lést í sjálfsvígi. Að halda því fram að svona skipti hreinlega engu máli er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Þótt það sé vissulega rangt að smækka Baldur niður í kynhneigð hans er hún samt sem áður mikilvægur þáttur í kosningabaráttunni. Baldur hefur upplifað fordóma á eigin skinni. Hann hefur orðið fyrir aðkasti og nýlega þurft að sitja fyrir fordómafullum og gildishlöðnum spurningum. Því væri sigur fyrir alla minnihlutahópa ef hann yrði sjöundi forseti lýðveldisins. Ég kýs Baldur. Ekki að því að hann er fræðimaður eða hommi heldur að því að hann er sýnileikinn sem við þurfum á að halda. Samkynhneigður forseti gæti svo sannarlega verið svar okkar við hatri. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar