Skoðun

Halla Hrund Loga­dóttir: Fram­tíðar­for­seti Ís­lands?

Sandra B. Franks skrifar

Nú eru spennandi tímar. Í nýjustu skoðanakönnun Prósents fyrir forsetakosningarnar 2024, deilir Halla Hrund Logadóttir efsta sætinu með tveimur öðrum frambjóðendum. Staðan er hins vegar sú að hún stendur þeim framar sem efnilegur valkostur í embætti forseta Íslands.

Hér eru nokkrar ástæður sem gera Höllu Hrund að frábæru forsetaefni:

● Reynsla og þekking: Halla Hrund, sem er orkumálastjóri, býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á mikilvægum sviðum sem eru grundvallaratriði fyrir þjóðina, svo sem orku- og auðlindamálum og umhverfisvernd.

● Jafnrétti og leiðtogahæfileikar: Hún hefur sýnt fram á sterka leiðtogahæfileika, beitir sér fyrir jafnrétti og þeim sem minna meiga sín, sem eru eiginleikar sem samfélagið þarf í forsetaembættinu.

● Nýjar hugmyndir: Halla Hrund er þekkt fyrir að koma með nýjar og skapandi hugmyndir sem geta leitt Ísland inn í bjartari framtíð.

● Fylgi meðal kjósenda: Hún hefur sýnt stöðugt fylgi í skoðanakönnunum, sem bendir til þess að hún njóti trausts meðal kjósenda.

Halla Hrund Logadóttir var óþekkt á Íslandi þegar hún ákvað að gefa kost á sér í forsetaframboð. Núna þekkja hana fleiri og kjósendur meta kosti hennar og eiginleika. Ég hef hins vegar þekkt Höllu Hrund um árabil og veit úr hverju hún er gerð. Það er þess vegna sem ég styð hana.

Fölhæf og hvetjandi

Styrkleikar Höllu Hrundar birtist meðal annars í því að hún kann að berjast fyrir því sem hún trúir á. Hún er ekki bara orkumálastjóri og háskólakennari við Harward, heldur einnig móðir, kona, dóttir, systir og traustur vinur. Hún hefur margsinnis sýnt að hægt er að ná markmiðum sínum með ákveðni, vilja og vinnu.

Halla Hrund Logadóttir er ekki bara nafn á kjörseðli heldur býr hún yfir eiginleikum sem þarf til að leiða Ísland áfram með visku og innsæi. Hún er einstaklingur sem getur sameinað þjóðina og staðið vörð um gildi hennar á alþjóðavettvangi. Þess vegna ættu kjósendur að velja Höllu Hrund Logadóttir sem næsta framtíðarforseta Íslands.

Höfundur er stjórnmálafræðingur.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×