Að sitja vel í sjálfri sér Kolbrún Sverrisdóttir skrifar 27. maí 2024 16:15 Ekki er ofsögum sagt að spenna sé farin að færast í baráttuna um forsetaembættið. Fjöldi frambjóðenda, sem öll eru vel frambærilegt fólk, gefur kost á sér og vilja líklega öll gera þjóð sinni gagn. Ég hef frá fyrsta degi kosningabaráttunnar fylgst vel með umræðunni, sérstaklega á samfélagsmiðlum, og verð að segja að hún er oft á tíðum mjög ómálefnaleg og full af óskiljanlegu hatri og neikvæðum tilfinningum í garð fólks sem við þekkjum lítið og sum ekkert. Mér finnst litlu máli skipta hvort fólk sem býður sig fram hefur verið í opinberum störfum, sé samkynhneigt, kunni að galdra eða spila á harmonikku eða geti verið með uppistand. Mestu máli skiptir að forsetinn, sem við sem þjóð kjósum okkur, sé hjartahlý og góð manneskja sem talar vel til fólks, talar vel um fólk og heldur utan um þjóðina sem sameiningartákn – í blíðu og stríðu. Ég minnist þess, enda komin vel yfir miðjan aldur, að þegar ég var að alast upp bar fólk mikla virðingu fyrir forsetanum. Hann átti að vera hafinn upp fyrir það að vera dreginn saman í háði og spotti, nokkuð sem tókst vel í tíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar en hefur líkt og svo margt annað breyst með tímanum. Það var til dæmis sannarlega erfitt fyrir suma að horfa á Spaugstofuna eftirminnilegu þegar staðgengill Ólafs Ragnars átti þar innkomu. Núna er öldin önnur. Fólk ryðst fram á samfélagsmiðlum með gífuryrðum og allskonar fullyrðingum sem eiga oft ekki við rök að styðjast, hvort sem það er í garð forsetans eða frambjóðenda og deilir sem víðast. Ófrægingarherferðinni núna virðist helst beint að þeim Katrínu og Baldri, og þar virðist að mínu mati ekkert vera heilagt. Ef maður reynir af vanmætti að taka upp hanskann í umræðunni og benda fólki á að þetta sé líklega ekki alveg svona, þá er svarað af sömu heift: Þú ert í elítunni, skilur ekki kjör öryrkja, innmúraður sjálfstæðismaður! Og trúið mér þetta voru kannski skástu ummælin, hin eru tæpast til birtingar. Ég hef fyrir löngu ákveðið hvern ég mun kjósa í þessum kosningum og læt ekkert breyta því. Valið var síður en svo erfitt. Katrín Jakobsdóttir ber af í þessum glæsilega hóp. Hún hefur að mínu mati allt það til brunns að bera sem góður forseti þarf að hafa. Hún er mörgum góðum gáfum gædd, hún er heiðarleg og hugrökk, hefur ótrúlega leiðtogahæfileika og kemur vel fyrir í ræðu og riti, hvort heldur sem er á alþjóðavettvangi eða hér heima. En hún er líka mannleg og hefur örugglegagert mistök á lífsleiðinni eins og við öll. Og það er einmitt mistökin sem láta okkur læra á lífið og að gera betur. Þegar ég horfi á þessa ungu konu þá fyllist ég stolti og hef gert allt frá því að ég tók eftir henni fyrst þegar ég sá mynd af henni með bræður sína til sitthvorrar handar, hlaðnir verðlaunum sem systir þeirra fékk við útskrift úr skóla. En það eru ekki öll þessi verðlaun sem ég met þó að verðleikum heldur hitt að Katrín er heilsteypt, hún er alltaf samkvæm sjálfri sér og kemur heiðarlega fram. Hún situr vel í sjálfri sér og þarf ekkert að þykjast vera einhver önnur en hún er. Þannig fólk líkar mér vel. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er verkakonuöryrki frá Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt að spenna sé farin að færast í baráttuna um forsetaembættið. Fjöldi frambjóðenda, sem öll eru vel frambærilegt fólk, gefur kost á sér og vilja líklega öll gera þjóð sinni gagn. Ég hef frá fyrsta degi kosningabaráttunnar fylgst vel með umræðunni, sérstaklega á samfélagsmiðlum, og verð að segja að hún er oft á tíðum mjög ómálefnaleg og full af óskiljanlegu hatri og neikvæðum tilfinningum í garð fólks sem við þekkjum lítið og sum ekkert. Mér finnst litlu máli skipta hvort fólk sem býður sig fram hefur verið í opinberum störfum, sé samkynhneigt, kunni að galdra eða spila á harmonikku eða geti verið með uppistand. Mestu máli skiptir að forsetinn, sem við sem þjóð kjósum okkur, sé hjartahlý og góð manneskja sem talar vel til fólks, talar vel um fólk og heldur utan um þjóðina sem sameiningartákn – í blíðu og stríðu. Ég minnist þess, enda komin vel yfir miðjan aldur, að þegar ég var að alast upp bar fólk mikla virðingu fyrir forsetanum. Hann átti að vera hafinn upp fyrir það að vera dreginn saman í háði og spotti, nokkuð sem tókst vel í tíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar en hefur líkt og svo margt annað breyst með tímanum. Það var til dæmis sannarlega erfitt fyrir suma að horfa á Spaugstofuna eftirminnilegu þegar staðgengill Ólafs Ragnars átti þar innkomu. Núna er öldin önnur. Fólk ryðst fram á samfélagsmiðlum með gífuryrðum og allskonar fullyrðingum sem eiga oft ekki við rök að styðjast, hvort sem það er í garð forsetans eða frambjóðenda og deilir sem víðast. Ófrægingarherferðinni núna virðist helst beint að þeim Katrínu og Baldri, og þar virðist að mínu mati ekkert vera heilagt. Ef maður reynir af vanmætti að taka upp hanskann í umræðunni og benda fólki á að þetta sé líklega ekki alveg svona, þá er svarað af sömu heift: Þú ert í elítunni, skilur ekki kjör öryrkja, innmúraður sjálfstæðismaður! Og trúið mér þetta voru kannski skástu ummælin, hin eru tæpast til birtingar. Ég hef fyrir löngu ákveðið hvern ég mun kjósa í þessum kosningum og læt ekkert breyta því. Valið var síður en svo erfitt. Katrín Jakobsdóttir ber af í þessum glæsilega hóp. Hún hefur að mínu mati allt það til brunns að bera sem góður forseti þarf að hafa. Hún er mörgum góðum gáfum gædd, hún er heiðarleg og hugrökk, hefur ótrúlega leiðtogahæfileika og kemur vel fyrir í ræðu og riti, hvort heldur sem er á alþjóðavettvangi eða hér heima. En hún er líka mannleg og hefur örugglegagert mistök á lífsleiðinni eins og við öll. Og það er einmitt mistökin sem láta okkur læra á lífið og að gera betur. Þegar ég horfi á þessa ungu konu þá fyllist ég stolti og hef gert allt frá því að ég tók eftir henni fyrst þegar ég sá mynd af henni með bræður sína til sitthvorrar handar, hlaðnir verðlaunum sem systir þeirra fékk við útskrift úr skóla. En það eru ekki öll þessi verðlaun sem ég met þó að verðleikum heldur hitt að Katrín er heilsteypt, hún er alltaf samkvæm sjálfri sér og kemur heiðarlega fram. Hún situr vel í sjálfri sér og þarf ekkert að þykjast vera einhver önnur en hún er. Þannig fólk líkar mér vel. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er verkakonuöryrki frá Ísafirði.
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar