Chelsea í viðræður um kaup á stjóra Leicester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 14:30 Enzo Maresca fagnar hér sigri Leicester City í ensku b-deildinni á dögunum ásamt ungri dóttur sinni. Getty/Copa Enzo Maresca verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri Chelsea og tekur þar með við af Mauricio Pochettino sem hætti með Lundúnafélagið eftir lokaleik tímabilsins. Fabrizio Romano staðfestir það á miðlum sínum að Maresca sé klár í verkefnið og nú þurfi aðeins að ganga frá kaupverðinu. Maresca er náttúrulega knattspyrnustjóri Leicester City og kom liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina á dögunum. Samkvæmt upplýsingum Romano þá fara nú viðræður í gang um kaupverðið. Chelsea vill klára þær viðræður í vikunni þannig að Maresca geti hafið störf sem fyrst. Romano segir að Maresca geri tveggja ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Maresca er 44 ára gamall og lék á sínum tíma sem miðjumaður hjá félögum eins og West Bromwich Albion, Juventus, Fiorentina, Sevilla og Olympiacos svo einhver séu nefnd. Hann setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2017. Fyrsta þjálfarareynsla hans kom hjá akademíu Manchester City en fyrsta meistaraflokksstarfið var hjá Parma árið 2021. Hann var hins vegar rekinn þaðan eftir nokkra mánuði eftir að hafa mistekist að koma liði með Gianluigi Buffon og Franco Vázquez innanborðs upp í Seríu A. Maresca var aðstoðarmaður Pep Guradiola hjá City þrennutímabilið 2022 til 2023 en tók svo liði liði Leicester City síðasta sumar. Sagan segir að hann hafi búið á æfingasvæðinu fyrstu tvo mánuðina. Hann stýrði síðan Leicester upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta ári en liðið vann 36 af 53 leikjum undir hans stjórn. 🔵🇮🇹 Understand Chelsea and Enzo Maresca are set to agree on contract terms.Two year deal with option for further season or three year deal, this is final detail being clarified.Maresca already said yes to Chelsea project, up to the clubs now to agree on compensation. pic.twitter.com/YXR5b2xj71— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2024 Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Fabrizio Romano staðfestir það á miðlum sínum að Maresca sé klár í verkefnið og nú þurfi aðeins að ganga frá kaupverðinu. Maresca er náttúrulega knattspyrnustjóri Leicester City og kom liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina á dögunum. Samkvæmt upplýsingum Romano þá fara nú viðræður í gang um kaupverðið. Chelsea vill klára þær viðræður í vikunni þannig að Maresca geti hafið störf sem fyrst. Romano segir að Maresca geri tveggja ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Maresca er 44 ára gamall og lék á sínum tíma sem miðjumaður hjá félögum eins og West Bromwich Albion, Juventus, Fiorentina, Sevilla og Olympiacos svo einhver séu nefnd. Hann setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2017. Fyrsta þjálfarareynsla hans kom hjá akademíu Manchester City en fyrsta meistaraflokksstarfið var hjá Parma árið 2021. Hann var hins vegar rekinn þaðan eftir nokkra mánuði eftir að hafa mistekist að koma liði með Gianluigi Buffon og Franco Vázquez innanborðs upp í Seríu A. Maresca var aðstoðarmaður Pep Guradiola hjá City þrennutímabilið 2022 til 2023 en tók svo liði liði Leicester City síðasta sumar. Sagan segir að hann hafi búið á æfingasvæðinu fyrstu tvo mánuðina. Hann stýrði síðan Leicester upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta ári en liðið vann 36 af 53 leikjum undir hans stjórn. 🔵🇮🇹 Understand Chelsea and Enzo Maresca are set to agree on contract terms.Two year deal with option for further season or three year deal, this is final detail being clarified.Maresca already said yes to Chelsea project, up to the clubs now to agree on compensation. pic.twitter.com/YXR5b2xj71— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2024
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira