Halla Tómasdóttir fyrir okkur unga fólkið Kári Sigfússon skrifar 27. maí 2024 16:00 1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur. Ég mætti á opinn fund með henni og öðru ungu fólki þar sem hún talaði við okkur um sýn hennar á hlutverk forseta Íslands. Hún spurði um skoðanir okkar og um leið útskýrði hún fyrir okkur hvað hún hefur í huga.Verði hún kosinn forseti, hefur hún mikinn áhuga á að móta embættið m.a. með hliðsjón af okkar skoðunum um hvernig við horfum á Ísland, hvert við viljum að stefna og hvaða sýn við höfum á embætti forseta Íslands. Halla Tómasdóttir hefur á nokkrum vikum sannfært mig og marga vini mína um að við, unga fólkið, höfum rödd sem hlustað er á og að við höfum hlutverki að gegna í að móta íslenskt samfélag. Ég og nokkrir vinir vorum svo hrifnir að við höfum tekið þátt kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur, sem hefur bæði verið gefandi og skemmtilegt. Á meðan skoðanakannanir voru óhagstæðar var Halla Tómasdóttir alltaf mjög yfirveguð og hughreystandi, nefndi við okkur að allir í baklandi hennar væru að vinna góða vinnu sem myndi skila sér og það hefur aldeilis komið á daginn. Það kom mér ekki á óvart að fylgi hennar myndi aukast þegar hún lét ljós sitt skína í fjölmiðlum og í kappræðunum þar sem hægt var að bera hana saman við aðra frambjóðendur. Það sannfærði mig enn meira um að hún sé einfaldlega besti kosturinn.Hún talar til okkar unga fólksins af virðingu og einlægni þegar hún segir að við eigum að koma að borðinu með öðrum samfélagshópum og taka þátt í samtalinu um hvert Ísland stefnir og hvaða gildi við viljum hafa að leiðarljósi. Það verður ekki betra og Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði, allan daginn. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur. Ég mætti á opinn fund með henni og öðru ungu fólki þar sem hún talaði við okkur um sýn hennar á hlutverk forseta Íslands. Hún spurði um skoðanir okkar og um leið útskýrði hún fyrir okkur hvað hún hefur í huga.Verði hún kosinn forseti, hefur hún mikinn áhuga á að móta embættið m.a. með hliðsjón af okkar skoðunum um hvernig við horfum á Ísland, hvert við viljum að stefna og hvaða sýn við höfum á embætti forseta Íslands. Halla Tómasdóttir hefur á nokkrum vikum sannfært mig og marga vini mína um að við, unga fólkið, höfum rödd sem hlustað er á og að við höfum hlutverki að gegna í að móta íslenskt samfélag. Ég og nokkrir vinir vorum svo hrifnir að við höfum tekið þátt kosningabaráttu Höllu Tómasdóttur, sem hefur bæði verið gefandi og skemmtilegt. Á meðan skoðanakannanir voru óhagstæðar var Halla Tómasdóttir alltaf mjög yfirveguð og hughreystandi, nefndi við okkur að allir í baklandi hennar væru að vinna góða vinnu sem myndi skila sér og það hefur aldeilis komið á daginn. Það kom mér ekki á óvart að fylgi hennar myndi aukast þegar hún lét ljós sitt skína í fjölmiðlum og í kappræðunum þar sem hægt var að bera hana saman við aðra frambjóðendur. Það sannfærði mig enn meira um að hún sé einfaldlega besti kosturinn.Hún talar til okkar unga fólksins af virðingu og einlægni þegar hún segir að við eigum að koma að borðinu með öðrum samfélagshópum og taka þátt í samtalinu um hvert Ísland stefnir og hvaða gildi við viljum hafa að leiðarljósi. Það verður ekki betra og Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði, allan daginn. Höfundur er nemi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun