Það skiptir máli hver er forseti landsins Unnar Geir Unnarsson skrifar 27. maí 2024 14:01 Forseti Íslands er fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar, manneskja sem við treystum til að tala máli þjóðarinnar allrar, ekki síst þeirra sem ekki hafa sterkustu röddina. Ég treysti Baldri Þórhallssyni algjörlega til að takast á við þetta vandasama og kröfuharða starf. Við öll hljótum að vilja búa í betri heimi, en ekkert gerist af sjálfu sér og ekki alltaf á torgum úti, heldur frekar þegar fólk hittist auglitis til auglitis og talar saman. Baldur Þórhallsson hefur vakið eftirtekt fyrir baráttu sína fyrir betra samfélagi og verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Skref fyrir skref með þolinmæði, sanngirni og réttsýni hefur Baldur náð árangri og tekið þátt í að móta betra samfélag fyrir öll. Fyrir það eiga Baldur og Felix báðir góðar þakkir skildar. Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim tækifærum sem smáríkið Ísland stendur frammi fyrir. Líklega er hann fremstur allra fræðimanna í dag þegar kemur að málefnum smáríkja. Það skiptir máli þegar tala þarf máli Íslands að þar fari manneskja sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur virðingar fræðasamfélagsins en nær til allra með einlægni og ástríðu fyrir málstaðnum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er harðduglegur maður, vel að máli farinn og gjafmildur á góð ráð og hlýju. Hann er einhver sem ég myndi vilja sjá standa við hliðina á forseta Íslands, rétt eins og ég hef fylgst með aðdáun á frú Elizu Reid vinna frábært starf síðustu átta árin. Baldur Þórhallsson býr tvímælalaust yfir þeim mannkostum og þekkingu sem forseti lýðveldisins þarf að hafa. Baldur er nógu fastur fyrir til að verja sjálfstæði embættisins, en hann býr einnig yfir þeirri reynslu og þroska til að hlusta á ólík sjónarmið og finna það sem sameinar okkur frekar en sundrar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson.Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands er fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar, manneskja sem við treystum til að tala máli þjóðarinnar allrar, ekki síst þeirra sem ekki hafa sterkustu röddina. Ég treysti Baldri Þórhallssyni algjörlega til að takast á við þetta vandasama og kröfuharða starf. Við öll hljótum að vilja búa í betri heimi, en ekkert gerist af sjálfu sér og ekki alltaf á torgum úti, heldur frekar þegar fólk hittist auglitis til auglitis og talar saman. Baldur Þórhallsson hefur vakið eftirtekt fyrir baráttu sína fyrir betra samfélagi og verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Skref fyrir skref með þolinmæði, sanngirni og réttsýni hefur Baldur náð árangri og tekið þátt í að móta betra samfélag fyrir öll. Fyrir það eiga Baldur og Felix báðir góðar þakkir skildar. Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim tækifærum sem smáríkið Ísland stendur frammi fyrir. Líklega er hann fremstur allra fræðimanna í dag þegar kemur að málefnum smáríkja. Það skiptir máli þegar tala þarf máli Íslands að þar fari manneskja sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur virðingar fræðasamfélagsins en nær til allra með einlægni og ástríðu fyrir málstaðnum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er harðduglegur maður, vel að máli farinn og gjafmildur á góð ráð og hlýju. Hann er einhver sem ég myndi vilja sjá standa við hliðina á forseta Íslands, rétt eins og ég hef fylgst með aðdáun á frú Elizu Reid vinna frábært starf síðustu átta árin. Baldur Þórhallsson býr tvímælalaust yfir þeim mannkostum og þekkingu sem forseti lýðveldisins þarf að hafa. Baldur er nógu fastur fyrir til að verja sjálfstæði embættisins, en hann býr einnig yfir þeirri reynslu og þroska til að hlusta á ólík sjónarmið og finna það sem sameinar okkur frekar en sundrar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson.Höfundur er kjósandi.
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar