Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi Árni Sæberg skrifar 27. maí 2024 14:07 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 21. maí, segir að málið hafi verið höfðað með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir umferðarlagabrot, með því að aka undir áhrifum amfetamíns og kannabiss og svipt ökuréttindum. Hins vegar fyrir skjala-og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerki, sem tilheyrði bíl af gerðinni Toyota Corolla, á aðra bifreið og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Sjötta skiptið Í dóminum segir að Andrea Kristín hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi hún nú í sjötta sinn, eftir að hún varð fullra átján ára og innan ítrekunartíma gerst sek um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða áfengis og í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti. Áralangur brotaferill Sem áður segir hefur Andrea Kristín ítrekað verið dæmd til fangelsisvistar. Hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð Andrea slæma stelpa í fjölmiðlaumfjöllun um glæpaferil hennar. Þekktust er hún fyrir að hafa hlotið fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir hrottalega líkamsárás árið 2011. Í dómi héraðsdóms er farið ítarlega yfir dómasögu Andreu Kristínar hvað umferðarlagabrot varðar. Þar segir að hún hafi síðast verið dæmd í sex mánaða fangelsi árið 2021 og þar áður í tveggja ára og átta mánaða fangelsi árið 2022. Henni hafi verið veitt reynslulausn á afplánun 595 daga eftirstöðva refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár frá 27. desember 2022. Með broti því sem Andrea Kristín er nú sakfelld fyrir hafi hún rofið skilorð reynslulausnarinnar sem henni var veitt og hún því dæmd upp og refsing hennar ákveðin í einu lagi. Mátu sakhæfi Í dóminum segir að við meðferð málsins hafi verið dómkvaddir tveir matsmenn, geðlæknir og bæklunarlæknir, til að leggja mat á sakhæfi Andreu Kristínar og andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Í niðurstöðu þeirra hafi komið fram að Andrea Kristín uppfyllti ekki skilyrði hegningarlaga um ósakhæfi, og hefði sennilega aldrei gert. Varðandi það hvort fangelsisvist myndi bera árangur í tilfelli Andreu Kristínar hafi læknarnir talið ljóst að fangelsisrefsing hafi litlu breytt fyrir hana. Aðalvandamál hennar nú virðist vera að hún fái mjög lítinn félagslegan stuðning og meðan svo sé sé nánast einsýnt að hún geti ekki þrifist utan fangelsisins í langan tíma í senn. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til sakarefnis og dómvenju væri refsing Andreu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 600 þúsund krónur, og 1,2 milljónir króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Umferð Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 21. maí, segir að málið hafi verið höfðað með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir umferðarlagabrot, með því að aka undir áhrifum amfetamíns og kannabiss og svipt ökuréttindum. Hins vegar fyrir skjala-og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerki, sem tilheyrði bíl af gerðinni Toyota Corolla, á aðra bifreið og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Sjötta skiptið Í dóminum segir að Andrea Kristín hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi hún nú í sjötta sinn, eftir að hún varð fullra átján ára og innan ítrekunartíma gerst sek um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða áfengis og í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti. Áralangur brotaferill Sem áður segir hefur Andrea Kristín ítrekað verið dæmd til fangelsisvistar. Hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð Andrea slæma stelpa í fjölmiðlaumfjöllun um glæpaferil hennar. Þekktust er hún fyrir að hafa hlotið fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir hrottalega líkamsárás árið 2011. Í dómi héraðsdóms er farið ítarlega yfir dómasögu Andreu Kristínar hvað umferðarlagabrot varðar. Þar segir að hún hafi síðast verið dæmd í sex mánaða fangelsi árið 2021 og þar áður í tveggja ára og átta mánaða fangelsi árið 2022. Henni hafi verið veitt reynslulausn á afplánun 595 daga eftirstöðva refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár frá 27. desember 2022. Með broti því sem Andrea Kristín er nú sakfelld fyrir hafi hún rofið skilorð reynslulausnarinnar sem henni var veitt og hún því dæmd upp og refsing hennar ákveðin í einu lagi. Mátu sakhæfi Í dóminum segir að við meðferð málsins hafi verið dómkvaddir tveir matsmenn, geðlæknir og bæklunarlæknir, til að leggja mat á sakhæfi Andreu Kristínar og andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Í niðurstöðu þeirra hafi komið fram að Andrea Kristín uppfyllti ekki skilyrði hegningarlaga um ósakhæfi, og hefði sennilega aldrei gert. Varðandi það hvort fangelsisvist myndi bera árangur í tilfelli Andreu Kristínar hafi læknarnir talið ljóst að fangelsisrefsing hafi litlu breytt fyrir hana. Aðalvandamál hennar nú virðist vera að hún fái mjög lítinn félagslegan stuðning og meðan svo sé sé nánast einsýnt að hún geti ekki þrifist utan fangelsisins í langan tíma í senn. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til sakarefnis og dómvenju væri refsing Andreu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 600 þúsund krónur, og 1,2 milljónir króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Umferð Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira