Anora hlaut Gullpálmann í ár Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. maí 2024 12:06 Frá vinstri standa Jacques Audiard, leikstjóri Emiliu Perez, Karla Sofia Gascon leikkonu, George Lucas sem hlaut heiðurspálma, Sean Baker sem vann gullpálmann í ár og Coralie Fargeat sem hlaut verðlaun fyrir besta handrit. AP/Andreea Alexandru Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs. Sean Baker er ekki nýgræðingur á hátíðinni en er meðal annars þekktur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni The Florida Project sem hlaut mikið lof árið 2017 og kvikmyndinni Red Rocket sem sömuleiðis hlaut góða dóma árið 2021. Kynlífsverkafólk spilar stóra rullu í öllum myndunum. Anora bar sigur úr býtum í keppninni um Gullpálmann en meðal keppenda voru frægir leikstjóra á borð við Francis Ford Coppola, sem sýndi mynd sína Megalopolis á hátíðinni, og David Cronenberg, sem sýndi mynd nýja mynd sína The Shrouds. Sigurinn tileinkaður kynlífsverkafólki Sigurinn tileinkaði Baker „öllu kynlífsverkafólki nútíðar, fortíðar og framtíðar“ þegar hann tók við verðlaununum. Hann þakkaði sérstaklega Mikey Madison, leikkonunni sem fer með aðalhlutverk myndarinnar, og Samantha Quan, eiginkonu hans og framleiðanda. Baker hefur tvisvar áður att kappi á hátíðinni.AP/Andrea Alexandru „Þetta hefur bókstaflega verið mitt eina markmið sem kvikmyndagerðarmaður síðastliðinn þrjátíu ár,“ segir Sean Baker. Greta Gerwig fór fyrir dómnefndinni að þessu sinni og jós yfir Anora lofi. Hún hrósaði myndinni sérstaklega fyrir mennskuna þegar hún tilkynnti hana sem sigurvegarann. „Hún fangaði hjörtu okkar og kemur okkur til að hlæja og brýtur svo í okkur hjörtun,“ segir Greta sem leikstýrði Óskarsverðlaunatilnefndum myndum á borð við Barbie og Ladybird. Heiðurspálmi fyrir George Lucas George Lucas, leikstjóri Stjörnustríðsmyndanna, hlaut einnig heiðursgullpálma á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Eftir myndblendi af fleygum augnablikum úr vinsælum myndum hans á borð við Stjörnustríð, American Graffiti og fleirum, og löng standandi fagnaðarlæti, tók hann við pálmanum frá vini sínum og álíka ástkærum bandarískum leikstjóra, Francis Ford Coppola. George Lucas með heiðursverðlaun sín.AP/Andreea Alexandru „Það er sannur heiður að vera hér og taka við verðlaununum frá miklum vini og bróður og kennara,“ segir Lucas. Fyrsta trans konan hreppti verðlaun Grand Prix-verðlaunin, þó næsthæstu á eftir gullpálmanum sjálfum, hlaut frumraun indverska leikstjórans Payal Kapadia sem ber nafnið All We Imagine As Light. Myndin fjallar um vináttu þriggja kvenna og var jafnframt fyrsta indverska kvikmyndin til að etja kappi á hátíðinni í þrjá áratugi. Payal Kapadia leikstjóri All We Imagine As Light tekur við verðlaununum ásamt aðalleikkonum myndarinnar Chhhayu Kadam, Divyu Prabha og Kani Kusruti.Andreea Alexandru Emelia Perez, mexíkósk söngleikjamynd um glæpaforingja sem undirgengst kynskipti fékk einnig mikið lof. Leikstjórinn hlaut dómnefndarverðlaunin svokölluðu og verðlaunin fyrir bestu leikkonu hreppti allur leikhópur myndarinnar sameiginlega. Karla Sofia Gascon er fyrsta trans konan til að hreppa verðlaunin. Hún tileinkaði verðlaunin öllum konum, trans og ekki, í heiminum. Kvikmyndahátíðin í Cannes Bíó og sjónvarp Hollywood Frakkland Tengdar fréttir Stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur fyrir Ljósbroti Kvikmyndahúsagestir stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur í gærkvöldi þegar Ljósbrot, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var frumsýnd á verðlaunahátíðinni í Cannes. 16. maí 2024 16:13 Elín Hall í rándýrum kjól á rauða dreglinum Leikonan Elín Sif Hall klæddist kjól frá franska hátískuhúsinu Chanel á rauða dreglinum á kvikmyndahátiðinni í Cannes í Frakklandi í gær. Kjóllinn er úr haust- og vetrarlínu Chanel og kostar á aðra milljón króna. 16. maí 2024 13:13 Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar. 15. maí 2024 10:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Sean Baker er ekki nýgræðingur á hátíðinni en er meðal annars þekktur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni The Florida Project sem hlaut mikið lof árið 2017 og kvikmyndinni Red Rocket sem sömuleiðis hlaut góða dóma árið 2021. Kynlífsverkafólk spilar stóra rullu í öllum myndunum. Anora bar sigur úr býtum í keppninni um Gullpálmann en meðal keppenda voru frægir leikstjóra á borð við Francis Ford Coppola, sem sýndi mynd sína Megalopolis á hátíðinni, og David Cronenberg, sem sýndi mynd nýja mynd sína The Shrouds. Sigurinn tileinkaður kynlífsverkafólki Sigurinn tileinkaði Baker „öllu kynlífsverkafólki nútíðar, fortíðar og framtíðar“ þegar hann tók við verðlaununum. Hann þakkaði sérstaklega Mikey Madison, leikkonunni sem fer með aðalhlutverk myndarinnar, og Samantha Quan, eiginkonu hans og framleiðanda. Baker hefur tvisvar áður att kappi á hátíðinni.AP/Andrea Alexandru „Þetta hefur bókstaflega verið mitt eina markmið sem kvikmyndagerðarmaður síðastliðinn þrjátíu ár,“ segir Sean Baker. Greta Gerwig fór fyrir dómnefndinni að þessu sinni og jós yfir Anora lofi. Hún hrósaði myndinni sérstaklega fyrir mennskuna þegar hún tilkynnti hana sem sigurvegarann. „Hún fangaði hjörtu okkar og kemur okkur til að hlæja og brýtur svo í okkur hjörtun,“ segir Greta sem leikstýrði Óskarsverðlaunatilnefndum myndum á borð við Barbie og Ladybird. Heiðurspálmi fyrir George Lucas George Lucas, leikstjóri Stjörnustríðsmyndanna, hlaut einnig heiðursgullpálma á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Eftir myndblendi af fleygum augnablikum úr vinsælum myndum hans á borð við Stjörnustríð, American Graffiti og fleirum, og löng standandi fagnaðarlæti, tók hann við pálmanum frá vini sínum og álíka ástkærum bandarískum leikstjóra, Francis Ford Coppola. George Lucas með heiðursverðlaun sín.AP/Andreea Alexandru „Það er sannur heiður að vera hér og taka við verðlaununum frá miklum vini og bróður og kennara,“ segir Lucas. Fyrsta trans konan hreppti verðlaun Grand Prix-verðlaunin, þó næsthæstu á eftir gullpálmanum sjálfum, hlaut frumraun indverska leikstjórans Payal Kapadia sem ber nafnið All We Imagine As Light. Myndin fjallar um vináttu þriggja kvenna og var jafnframt fyrsta indverska kvikmyndin til að etja kappi á hátíðinni í þrjá áratugi. Payal Kapadia leikstjóri All We Imagine As Light tekur við verðlaununum ásamt aðalleikkonum myndarinnar Chhhayu Kadam, Divyu Prabha og Kani Kusruti.Andreea Alexandru Emelia Perez, mexíkósk söngleikjamynd um glæpaforingja sem undirgengst kynskipti fékk einnig mikið lof. Leikstjórinn hlaut dómnefndarverðlaunin svokölluðu og verðlaunin fyrir bestu leikkonu hreppti allur leikhópur myndarinnar sameiginlega. Karla Sofia Gascon er fyrsta trans konan til að hreppa verðlaunin. Hún tileinkaði verðlaunin öllum konum, trans og ekki, í heiminum.
Kvikmyndahátíðin í Cannes Bíó og sjónvarp Hollywood Frakkland Tengdar fréttir Stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur fyrir Ljósbroti Kvikmyndahúsagestir stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur í gærkvöldi þegar Ljósbrot, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var frumsýnd á verðlaunahátíðinni í Cannes. 16. maí 2024 16:13 Elín Hall í rándýrum kjól á rauða dreglinum Leikonan Elín Sif Hall klæddist kjól frá franska hátískuhúsinu Chanel á rauða dreglinum á kvikmyndahátiðinni í Cannes í Frakklandi í gær. Kjóllinn er úr haust- og vetrarlínu Chanel og kostar á aðra milljón króna. 16. maí 2024 13:13 Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar. 15. maí 2024 10:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur fyrir Ljósbroti Kvikmyndahúsagestir stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur í gærkvöldi þegar Ljósbrot, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var frumsýnd á verðlaunahátíðinni í Cannes. 16. maí 2024 16:13
Elín Hall í rándýrum kjól á rauða dreglinum Leikonan Elín Sif Hall klæddist kjól frá franska hátískuhúsinu Chanel á rauða dreglinum á kvikmyndahátiðinni í Cannes í Frakklandi í gær. Kjóllinn er úr haust- og vetrarlínu Chanel og kostar á aðra milljón króna. 16. maí 2024 13:13
Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar. 15. maí 2024 10:00