Holiday hetjan og Celtics einum leik frá því að sópa Pacers í sumarfrí Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. maí 2024 10:01 Jrue Holiday yfirsteig veikindi og reyndist hetja Celtics. Winslow Townson/Getty Images Boston Celtics tóku afgerandi 3-0 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA gegn Indiana Pacers með 114-111 sigri í nótt. Indiana Pacers voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum og héldu góðri forystu fram undir lok þriðja leikhluta. Þá rifu Celtics sig í gang eftir að hafa mest verið 18 stigum undir og tókst að minnka muninn í 9 stig áður en þriðji leikhlutinn var úti. Down 18 with 6 minutes to play in the 3rd quarter...Watch the @celtics storm back to pull out the road win and go up 3-0 in the East Finals ☘️ pic.twitter.com/IfaDIXvsW7— NBA (@NBA) May 26, 2024 Pacers virtust samt ætla að hafa þetta þrátt fyrir gott áhlaup Celtics. Heimamenn héldu þeim í hæfilegri fjarlægð, alveg þangað til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá tóku Celtics 12-4 áhlaup, frá 99-107 undir en jöfnuðu leikinn 111-111. Jrue Holiday var sá sem jafnaði metin með keyrslu á körfuna, fékk villu og setti niður aukaskotið til að hleypa Celtics yfir 112-111 þegar 39 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var að glíma við einhverja pest, missti af morgunæfingu liðsins og allt leit út fyrir að hann myndi ekkert spila í leiknum. En á ögurstundu steig hann upp fyrir Celtics. Hvorugu liði tókst að skora í næstu sókn, Pacers fengu það sem allir héldu að væri lokasóknin og tækifæri til að komast yfir, Andrew Nembhard keyrði upp völlinn en Jrue Holiday stal boltanum, sótti villu og innsiglaði sigur Celtics á síðustu sekúndum leiksins. Go-ahead bucket ✅Game-sealing steal ✅JRUE. HOLIDAY. 🫡 pic.twitter.com/41JuMVTkG8— NBA (@NBA) May 26, 2024 Ótrúlegur viðsnúningur og þrautseigja. Celtics í afar öruggri stöðu og geta sópað Pacers í sumarfrí með sigri í næsta leik. NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Indiana Pacers voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum og héldu góðri forystu fram undir lok þriðja leikhluta. Þá rifu Celtics sig í gang eftir að hafa mest verið 18 stigum undir og tókst að minnka muninn í 9 stig áður en þriðji leikhlutinn var úti. Down 18 with 6 minutes to play in the 3rd quarter...Watch the @celtics storm back to pull out the road win and go up 3-0 in the East Finals ☘️ pic.twitter.com/IfaDIXvsW7— NBA (@NBA) May 26, 2024 Pacers virtust samt ætla að hafa þetta þrátt fyrir gott áhlaup Celtics. Heimamenn héldu þeim í hæfilegri fjarlægð, alveg þangað til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá tóku Celtics 12-4 áhlaup, frá 99-107 undir en jöfnuðu leikinn 111-111. Jrue Holiday var sá sem jafnaði metin með keyrslu á körfuna, fékk villu og setti niður aukaskotið til að hleypa Celtics yfir 112-111 þegar 39 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var að glíma við einhverja pest, missti af morgunæfingu liðsins og allt leit út fyrir að hann myndi ekkert spila í leiknum. En á ögurstundu steig hann upp fyrir Celtics. Hvorugu liði tókst að skora í næstu sókn, Pacers fengu það sem allir héldu að væri lokasóknin og tækifæri til að komast yfir, Andrew Nembhard keyrði upp völlinn en Jrue Holiday stal boltanum, sótti villu og innsiglaði sigur Celtics á síðustu sekúndum leiksins. Go-ahead bucket ✅Game-sealing steal ✅JRUE. HOLIDAY. 🫡 pic.twitter.com/41JuMVTkG8— NBA (@NBA) May 26, 2024 Ótrúlegur viðsnúningur og þrautseigja. Celtics í afar öruggri stöðu og geta sópað Pacers í sumarfrí með sigri í næsta leik.
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“