Sameiningaraflið Katrín Jakobsdóttir Kári Bjarnason skrifar 25. maí 2024 13:00 Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum. Einn er sá kostur sem ég tel augljóslega bera af – fyrrverandi forsætisráðherra sem leiddi þjóð sína út úr ótraustu stjórnmálaástandi undangenginna ára með kosningar á færibandi; gegnum heimsfaraldur þar sem við þurftum svo nauðsynlega á að halda styrkri og staðfastri stjórn og til framtíðar sem, hvað varðar réttindi og tækifæri þegnanna, þykir öfundsverð meðal allra þjóða. Katrín var farsæll forsætisráðherra. Katrín getur orðið farsæll forseti. Henni er vel treystandi til að yfirgefa hlutverk stjórnmálamannsins og taka upp hlutverk sem hentar henni alls ekki síður. Sem afl til góðra verka, innblástur til bjartsýni og staðfastur leiðtogi fólksins í landinu á ögurstundu mun Katrín Jakobsdóttir verða sú sameining sem togar þjóðina áfram og upp. Katrín hefur sýnt það í störfum sínum að hún er réttsýn en stefnuföst, leiksvið hennar hefur verið hið alþjóðlega svið og þar þekkir hún persónulega leikendur dagsins. Hitt er þó mikilvægara að hún gerþekkir leikreglurnar og veit hvernig hún fær sem forseti þjóðar að koma sjónarmiðum og sérstöðu okkar á framfæri þegar á þarf að halda. Katrínu má einnig treysta til að þekkja mörk embættisins. Hún mun ekki láta eigin metnað eða viðhorf til mála tæla sig til að beita embætti forseta Íslands í eigin þágu – það hefur hún ljóslega sýnt í fyrri störfum sínum. Persónulega þykir mér mikilvægast að eignast forseta sem er óbilandi talsmaður íslenskrar tungu og íslenskrar menningar og þá sérstaklega íslenskrar bókmenningar. Þar er Katrín sem fædd í embætti forseta Íslands. Um leið og ég óska þess að þjóðin beri gæfu til að velja öflugasta frambjóðandann úr sterkum hópi hvet ég alla til að nýta kosningarétt sinn. Höfundur er forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum. Einn er sá kostur sem ég tel augljóslega bera af – fyrrverandi forsætisráðherra sem leiddi þjóð sína út úr ótraustu stjórnmálaástandi undangenginna ára með kosningar á færibandi; gegnum heimsfaraldur þar sem við þurftum svo nauðsynlega á að halda styrkri og staðfastri stjórn og til framtíðar sem, hvað varðar réttindi og tækifæri þegnanna, þykir öfundsverð meðal allra þjóða. Katrín var farsæll forsætisráðherra. Katrín getur orðið farsæll forseti. Henni er vel treystandi til að yfirgefa hlutverk stjórnmálamannsins og taka upp hlutverk sem hentar henni alls ekki síður. Sem afl til góðra verka, innblástur til bjartsýni og staðfastur leiðtogi fólksins í landinu á ögurstundu mun Katrín Jakobsdóttir verða sú sameining sem togar þjóðina áfram og upp. Katrín hefur sýnt það í störfum sínum að hún er réttsýn en stefnuföst, leiksvið hennar hefur verið hið alþjóðlega svið og þar þekkir hún persónulega leikendur dagsins. Hitt er þó mikilvægara að hún gerþekkir leikreglurnar og veit hvernig hún fær sem forseti þjóðar að koma sjónarmiðum og sérstöðu okkar á framfæri þegar á þarf að halda. Katrínu má einnig treysta til að þekkja mörk embættisins. Hún mun ekki láta eigin metnað eða viðhorf til mála tæla sig til að beita embætti forseta Íslands í eigin þágu – það hefur hún ljóslega sýnt í fyrri störfum sínum. Persónulega þykir mér mikilvægast að eignast forseta sem er óbilandi talsmaður íslenskrar tungu og íslenskrar menningar og þá sérstaklega íslenskrar bókmenningar. Þar er Katrín sem fædd í embætti forseta Íslands. Um leið og ég óska þess að þjóðin beri gæfu til að velja öflugasta frambjóðandann úr sterkum hópi hvet ég alla til að nýta kosningarétt sinn. Höfundur er forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun