Munu kosningar bjarga Bretlandi? Guðmundur Einarsson skrifar 23. maí 2024 22:30 „1000 klukkustundir til að bjarga Bretlandi“ skrifaði Allister Heath, ritstjóri sunnudagsútgáfu íhaldsblaðsins Telegraph á vefsíðu útgáfunnar, þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að kosningar yrðu haldnar 4. júlí. Stundum er sagt að ein stærsta þraut breskra stjórnmálaleiðtoga sé að finna réttan tíma til efna til kosninga. Harold Wilson, formaður Verkamannaflokksins í 13 ár og forsætisráðherra í næstum átta ár þótti slyngur í þeim efnum. Eftir honum var líka haft að vika væri langur tími í pólitík. Undanfarnar vikur hafa verið óvenju langar hjá Rishi Sunak, því varla hefur liðið sá dagur að ekki kæmist upp um nýtt samsæri innan hans eigin flokks um að steypa honum og úrsagnir þingmanna úr flokknum hafa verið forsíðuefni hvað eftir annað. Og ákvörðun Sunaks um að slíta þingi er sannarlega hættuspil fyrir hann og flokk hans. Síðustu skoðanakannanir (BBC, 22 maí) benda nefnilega til stórsigurs Verkamannaflokksins. Hann gæti fengið 45% atkvæða, tvöfalt meir en Íhaldsflokkurinn sem fengi 23%. En það þýðir ekki að Verkamannaflokkurinn fengi tvöfalt fleiri þingmenn en andstæðingurinn. Hann fengi næstum sex sinnum fleiri en keppinauturinn. Í Bretlandi eru nefnilega svokölluð einmenningskjördæmi. Í hverju þeirra er einn frambjóðandi af hverjum lista. Listinn sem hlýtur flest atkvæði fær sinn mann kjörinn. Hinir listarnir fá engan mann úr því kjördæmi. Einu gildir hve margir greiddu öðrum flokkum atkvæði í kjördæminu. Þau falla öll dauð. Fyrstur kemur, fyrstur fær, hinir ekki neitt. Í þessu kerfi eru engin uppbótar- eða jöfnunarsæti. Á breska þinginu sitja 650 þingmenn. Með 45% fylgi fengi Verkamannaflokkurinn um 470 menn og þar með rífandi meirihluta, en Íhaldsflokkurinn með sín 23% einungis um 80 menn. Óreiða hjá íhaldinu Óvíst er hvort Sunak spurði utanríkisráðherrann sinn, David Cameron, ráða um kosningadaginn. Íhaldsflokkurinn hefur ríkt frá árinu 2010, þegar David Cameron batt endi á 13 ára valdatíð Verkamannaflokksins. Hann var forsætisráðherra til 2016 þegar hann ætlaði að þagga niður í andstæðingum ESB og boðaði til kosninga um Brexit. Hann tapaði og sagði af sér. Síðan Cameron hætti hefur formennska í Íhaldsflokknum verið eins og snúningshurðin í Kringlunni. Fólk stoppar þar stutt. Eftirmenn hans hafa verið margir og mislengi við völd, Theresa May í þrjú ár, Boris Johnson álíka lengi, Liz Truss í 50 daga og Rishi Sunak frá október 2022. Á því ári voru þrír forsætisráðherrar með lyklavöldin í Downingstræti 10. Íhaldsflokkurinn er nokkuð skekinn eftir þessi tíðu mannaskipti. Og líklega mun Rishi Sunak ekki ná að klára að taka upp úr flutningskössunum áður en hann þarf að flytja aftur. Vinstrið á villigötum? Verkamannaflokkurinn hefur líka þurft að taka róandi. Tony Blair var leiðtogi flokksins í 13 ár, frá 1994 til 2007, en þá tróð Gordon Brown sér í stólana hans, bæði á flokkskontórnum og í forsætisráðuneytinu. Þar með seig allt á ógæfuhliðina. Gordon Brown tapaði fyrir David Cameron í kosningunum 2010 og varð að segja af sér formennsku. Við tók Ed Miliband í tæp fimm ár. Þá kom röðin að Jeremy Corbyn í önnur fimm. Báðir töpuðu öllum kosningum sem hægt var að tapa og auðmýkingin varð alger 2019, þegar Jeremy Corbyn tapaði fyrir Boris Johnson. Útkoma Verkamannaflokksins var sú versta síðan fyrir seinni heimsstyrjöld, 1935. Nýr formaður, Keir Starmer, sem tók við taumunum í apríl 2020, virðist hafa stjórn á hlutunum. Hann er fyrrverandi ríkissaksóknari, les heima og mætir undirbúinn í tíma. Andstæðingarnir segja að hann sé ekki nægilega áheyrilegur og muni ekki standa sig gegn Sunak í sjónvarpinu. Stuðningsmennirnir segja hins vegar að mestu máli skipti að hann sé agaður og kunni sín mál eins og saksóknara sæmi og láti engan eiga inni hjá sér í kappræðum. Vopnin brýnd Allister Heath, ritstjórinn, sagði í greininni sinni á vefsíðu Telegraph að Sunak ætti á brattann að sækja og hefði engu að tapa. Hann yrði að skerpa línurnar milli sín og Starmers, leggja fram skýrar og róttækar tillögur og kynna þær á fagmannlegri hátt, en hann gerði þegar hann í „hundblautri ræðu“ boðaði til kosninga á hlaðinu framan við Downingstræti 10. Hann yrði að sýna eyðileggingarmátt hugsanlegrar ríkisstjórnar Verkamannaflokksins, sem myndi hækka skatta og gefa eftir í Brexit. Hann yrði að lofa að draga Bretland út úr Mannréttindasáttmála Evrópu og mæta mannréttindalögfræðingum með hörðu. Tillögur ritstjórans eru dæmi um harðnandi og óbilgjarnari framgang flokka á hægri vængnum í Evrópu. Þær mundu efna til enn meiri pólitísks ófriðar í landi sem hefur haft nóg af slíku og síður en svo bæta hag Breta. Starmer getur leyft sér að vænta sigurs, en hann er varkár. Hann er með ráðherraefnin sín tilbúin. Hann mun leggja sitt traust á að fólk vilji breytingar, ekki endilega með nýjum stefnumálum, heldur með stöðugleika í stjórnarháttum. Aldrei aftur þrjá forsætisráðherra á hálfu ári. Tími Starmers er kominn. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrrverandi alþingismaður með áhuga á breskri pólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
„1000 klukkustundir til að bjarga Bretlandi“ skrifaði Allister Heath, ritstjóri sunnudagsútgáfu íhaldsblaðsins Telegraph á vefsíðu útgáfunnar, þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að kosningar yrðu haldnar 4. júlí. Stundum er sagt að ein stærsta þraut breskra stjórnmálaleiðtoga sé að finna réttan tíma til efna til kosninga. Harold Wilson, formaður Verkamannaflokksins í 13 ár og forsætisráðherra í næstum átta ár þótti slyngur í þeim efnum. Eftir honum var líka haft að vika væri langur tími í pólitík. Undanfarnar vikur hafa verið óvenju langar hjá Rishi Sunak, því varla hefur liðið sá dagur að ekki kæmist upp um nýtt samsæri innan hans eigin flokks um að steypa honum og úrsagnir þingmanna úr flokknum hafa verið forsíðuefni hvað eftir annað. Og ákvörðun Sunaks um að slíta þingi er sannarlega hættuspil fyrir hann og flokk hans. Síðustu skoðanakannanir (BBC, 22 maí) benda nefnilega til stórsigurs Verkamannaflokksins. Hann gæti fengið 45% atkvæða, tvöfalt meir en Íhaldsflokkurinn sem fengi 23%. En það þýðir ekki að Verkamannaflokkurinn fengi tvöfalt fleiri þingmenn en andstæðingurinn. Hann fengi næstum sex sinnum fleiri en keppinauturinn. Í Bretlandi eru nefnilega svokölluð einmenningskjördæmi. Í hverju þeirra er einn frambjóðandi af hverjum lista. Listinn sem hlýtur flest atkvæði fær sinn mann kjörinn. Hinir listarnir fá engan mann úr því kjördæmi. Einu gildir hve margir greiddu öðrum flokkum atkvæði í kjördæminu. Þau falla öll dauð. Fyrstur kemur, fyrstur fær, hinir ekki neitt. Í þessu kerfi eru engin uppbótar- eða jöfnunarsæti. Á breska þinginu sitja 650 þingmenn. Með 45% fylgi fengi Verkamannaflokkurinn um 470 menn og þar með rífandi meirihluta, en Íhaldsflokkurinn með sín 23% einungis um 80 menn. Óreiða hjá íhaldinu Óvíst er hvort Sunak spurði utanríkisráðherrann sinn, David Cameron, ráða um kosningadaginn. Íhaldsflokkurinn hefur ríkt frá árinu 2010, þegar David Cameron batt endi á 13 ára valdatíð Verkamannaflokksins. Hann var forsætisráðherra til 2016 þegar hann ætlaði að þagga niður í andstæðingum ESB og boðaði til kosninga um Brexit. Hann tapaði og sagði af sér. Síðan Cameron hætti hefur formennska í Íhaldsflokknum verið eins og snúningshurðin í Kringlunni. Fólk stoppar þar stutt. Eftirmenn hans hafa verið margir og mislengi við völd, Theresa May í þrjú ár, Boris Johnson álíka lengi, Liz Truss í 50 daga og Rishi Sunak frá október 2022. Á því ári voru þrír forsætisráðherrar með lyklavöldin í Downingstræti 10. Íhaldsflokkurinn er nokkuð skekinn eftir þessi tíðu mannaskipti. Og líklega mun Rishi Sunak ekki ná að klára að taka upp úr flutningskössunum áður en hann þarf að flytja aftur. Vinstrið á villigötum? Verkamannaflokkurinn hefur líka þurft að taka róandi. Tony Blair var leiðtogi flokksins í 13 ár, frá 1994 til 2007, en þá tróð Gordon Brown sér í stólana hans, bæði á flokkskontórnum og í forsætisráðuneytinu. Þar með seig allt á ógæfuhliðina. Gordon Brown tapaði fyrir David Cameron í kosningunum 2010 og varð að segja af sér formennsku. Við tók Ed Miliband í tæp fimm ár. Þá kom röðin að Jeremy Corbyn í önnur fimm. Báðir töpuðu öllum kosningum sem hægt var að tapa og auðmýkingin varð alger 2019, þegar Jeremy Corbyn tapaði fyrir Boris Johnson. Útkoma Verkamannaflokksins var sú versta síðan fyrir seinni heimsstyrjöld, 1935. Nýr formaður, Keir Starmer, sem tók við taumunum í apríl 2020, virðist hafa stjórn á hlutunum. Hann er fyrrverandi ríkissaksóknari, les heima og mætir undirbúinn í tíma. Andstæðingarnir segja að hann sé ekki nægilega áheyrilegur og muni ekki standa sig gegn Sunak í sjónvarpinu. Stuðningsmennirnir segja hins vegar að mestu máli skipti að hann sé agaður og kunni sín mál eins og saksóknara sæmi og láti engan eiga inni hjá sér í kappræðum. Vopnin brýnd Allister Heath, ritstjórinn, sagði í greininni sinni á vefsíðu Telegraph að Sunak ætti á brattann að sækja og hefði engu að tapa. Hann yrði að skerpa línurnar milli sín og Starmers, leggja fram skýrar og róttækar tillögur og kynna þær á fagmannlegri hátt, en hann gerði þegar hann í „hundblautri ræðu“ boðaði til kosninga á hlaðinu framan við Downingstræti 10. Hann yrði að sýna eyðileggingarmátt hugsanlegrar ríkisstjórnar Verkamannaflokksins, sem myndi hækka skatta og gefa eftir í Brexit. Hann yrði að lofa að draga Bretland út úr Mannréttindasáttmála Evrópu og mæta mannréttindalögfræðingum með hörðu. Tillögur ritstjórans eru dæmi um harðnandi og óbilgjarnari framgang flokka á hægri vængnum í Evrópu. Þær mundu efna til enn meiri pólitísks ófriðar í landi sem hefur haft nóg af slíku og síður en svo bæta hag Breta. Starmer getur leyft sér að vænta sigurs, en hann er varkár. Hann er með ráðherraefnin sín tilbúin. Hann mun leggja sitt traust á að fólk vilji breytingar, ekki endilega með nýjum stefnumálum, heldur með stöðugleika í stjórnarháttum. Aldrei aftur þrjá forsætisráðherra á hálfu ári. Tími Starmers er kominn. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrrverandi alþingismaður með áhuga á breskri pólitík.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar