Kunnuglegir kappar í liði ársins í NBA og gott fyrir budduna hjá sumum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2024 19:32 Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets fengu báðir frábæra kosningu í úrvalslið eitt á þessu NBA tímabili. Getty/Ron Jenkins Úrvalslið NBA deildarinnar í körfubolta er næstum því óbreytt frá því í fyrra. Fjórir leikmenn sem voru valdir í ár, voru líka valdir í fyrra. Úrvalsliðin þrjú hafa verið tilkynnt. Nýi leikmaðurinn í úrvalsliði eitt á milli ára er Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, sem var enn fremur valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár. Jokic kom inn í liðið fyrir Joel Embiid sem var einmitt valinn mikilvægastur í fyrra. Luka Doncic (Dallas Mavericks) og Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) voru tilnefndir með Jokic sem mikilvægustu leikmenn tímabilsins og eru að sjálfsögðu líka í úrvalsliðinu. Hinir tveir í úrvalsliði eitt voru Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks) og Jayson Tatum (Boston Celtics). Introducing this season's All-NBA First Team 🥇 pic.twitter.com/wKSXYzkv0V— ESPN (@espn) May 22, 2024 Antetokounmpo er sjötta árið í röð í úrvalsliði eitt, Doncic er þar fimmta árið í röð, Tatum þriðja árið í röð og þetta er annað árið í röð hjá Gilgeous-Alexander. Gilgeous-Alexander og Jokic voru þeir einu sem voru í úrvalsliði eitt hjá öllum sem kusu en Doncic var í öllum nema einu. Doncic er aðeins sjá þriðji í sögunni til að komast fimm sinnum í úrvalslið eitt fyrir 26 ára afmælið en hinir eru Tim Duncan og Kevin Durant. Þetta val er líka mjög gott fyrir budduna hjá bæði Doncic og Gilgeous-Alexander. Þeir eiga nú rétt á súpersamningi sem þeir mega skrifa undir árið 2025. 🔥 THE 2023-24 KIA ALL-NBA SECOND TEAM 🔥▪️ Jalen Brunson▪️ Anthony Davis▪️ Kevin Durant▪️ Anthony Edwards ▪️ Kawhi Leonard@Kia | #NBAAwards https://t.co/JFuWxvISVh pic.twitter.com/v6gEpOcsFw— NBA (@NBA) May 23, 2024 Doncic getur þá skrifað undir fimm ára samning sem færir honum um 346 milljónir dollara, 48 milljarða íslenskra króna, en Gilgeous-Alexander getur skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum um 294 milljónir dollara, meira en fjörutíu milljarða í íslenskum krónum. Í úrvalsliði tvö eru Jalen Brunson (New York Knicks), Anthony Davis (Los Angeles Lakers), Kevin Durant (Phoenix Suns), Anthony Edwards (Minnesota Timberwolves) og Kawhi Leonard (Los Angeles Clippers). Í úrvalsliði þrjú eru Devin Booker (Phoenix Suns), Stephen Curry (Golden State Warriors), Tyrese Haliburton (Indiana Pacers), LeBron James (Los Angeles Lakers) og Domantas Sabonis (Sacramento Kings). LeBron James er í tuttugasta skipti í úrvalsliði sem er bæting á eigin meti en næstir eru Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant og Tim Duncan með fimmtán skipti í úrvalsliði tímabils. James varð líka sá elsti, 39 ára, til að komast í úrvalslið deildarinnar en James á sjálfur metið yfir að vera sá yngsti frá 2004-05 tímabilinu. Youngest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2005 • 20 y/o)Oldest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2024 • 39 y/o) pic.twitter.com/Wf1tetwnEx— StatMamba (@StatMamba) May 23, 2024 NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Nýi leikmaðurinn í úrvalsliði eitt á milli ára er Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, sem var enn fremur valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár. Jokic kom inn í liðið fyrir Joel Embiid sem var einmitt valinn mikilvægastur í fyrra. Luka Doncic (Dallas Mavericks) og Shai Gilgeous-Alexander (Oklahoma City Thunder) voru tilnefndir með Jokic sem mikilvægustu leikmenn tímabilsins og eru að sjálfsögðu líka í úrvalsliðinu. Hinir tveir í úrvalsliði eitt voru Giannis Antetokounmpo (Milwaukee Bucks) og Jayson Tatum (Boston Celtics). Introducing this season's All-NBA First Team 🥇 pic.twitter.com/wKSXYzkv0V— ESPN (@espn) May 22, 2024 Antetokounmpo er sjötta árið í röð í úrvalsliði eitt, Doncic er þar fimmta árið í röð, Tatum þriðja árið í röð og þetta er annað árið í röð hjá Gilgeous-Alexander. Gilgeous-Alexander og Jokic voru þeir einu sem voru í úrvalsliði eitt hjá öllum sem kusu en Doncic var í öllum nema einu. Doncic er aðeins sjá þriðji í sögunni til að komast fimm sinnum í úrvalslið eitt fyrir 26 ára afmælið en hinir eru Tim Duncan og Kevin Durant. Þetta val er líka mjög gott fyrir budduna hjá bæði Doncic og Gilgeous-Alexander. Þeir eiga nú rétt á súpersamningi sem þeir mega skrifa undir árið 2025. 🔥 THE 2023-24 KIA ALL-NBA SECOND TEAM 🔥▪️ Jalen Brunson▪️ Anthony Davis▪️ Kevin Durant▪️ Anthony Edwards ▪️ Kawhi Leonard@Kia | #NBAAwards https://t.co/JFuWxvISVh pic.twitter.com/v6gEpOcsFw— NBA (@NBA) May 23, 2024 Doncic getur þá skrifað undir fimm ára samning sem færir honum um 346 milljónir dollara, 48 milljarða íslenskra króna, en Gilgeous-Alexander getur skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum um 294 milljónir dollara, meira en fjörutíu milljarða í íslenskum krónum. Í úrvalsliði tvö eru Jalen Brunson (New York Knicks), Anthony Davis (Los Angeles Lakers), Kevin Durant (Phoenix Suns), Anthony Edwards (Minnesota Timberwolves) og Kawhi Leonard (Los Angeles Clippers). Í úrvalsliði þrjú eru Devin Booker (Phoenix Suns), Stephen Curry (Golden State Warriors), Tyrese Haliburton (Indiana Pacers), LeBron James (Los Angeles Lakers) og Domantas Sabonis (Sacramento Kings). LeBron James er í tuttugasta skipti í úrvalsliði sem er bæting á eigin meti en næstir eru Kareem Abdul-Jabbar, Kobe Bryant og Tim Duncan með fimmtán skipti í úrvalsliði tímabils. James varð líka sá elsti, 39 ára, til að komast í úrvalslið deildarinnar en James á sjálfur metið yfir að vera sá yngsti frá 2004-05 tímabilinu. Youngest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2005 • 20 y/o)Oldest player to make an All-NBA team:— LeBron James (2024 • 39 y/o) pic.twitter.com/Wf1tetwnEx— StatMamba (@StatMamba) May 23, 2024
NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum