Kaupsamningum fjölgar en mikið ójafnvægi á leigumarkaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 06:50 Hafnarfjörður úr lofti. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði um 29 prósent frá fyrra ári og hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði hækkaði í öllum landshlutum í mars. Leigumarkaðurinn ber hins vegar merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar en athuganir benda til þess að um 1.500 til 2.000 manns séu í leit að húsnæði á vefnum myigloo.is á meðan aðeins um 500 til 800 samningar taka gildi í hverjum mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí. Þar segir að kaupsamningar í mars hafi verið 1.122, samanborið við 1.000 í febrúar en kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru samtals 2.673. Fjölgunin er áberandi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst á því svæði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%,“ segir í samantektinni. Samkvæmt HMS sendu 67 prósent fleiri einstaklingar inn umsókn um að minnsta kosti eina íbúð á leiguvefnum myigloo.is í apríl en á sama tíma í fyrra. Eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði virðist hafa aukist töluvert, þar sem fleiri keppast um hverja íbúð en áður. Ungum kaupendum fækkar Hvað varðar lánamarkaðinn hafi dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána en hafa beri í huga að um 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum komi til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. „Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag,“ segir í samantektinni. HMS segir aðila á byggingamarkaði í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Alls séu 6.954 íbúðir í byggingu um land allt, nálægt 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 25 prósent í nágrannasveitarfélögum. 78 prósent íbúða í byggingu séu í fjölbýlum og 22 prósent í sérbýlum. Í skýrslunni er einnig fjallað um unga kaupendur en þeim hefur fækkað samhliða versnandi lánaskilyrðum á húsnæðismarkaði. „Á höfuðborgarsvæðinu var hlutdeild ungra kaupenda 26,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi 2023 var hlutfallið 29%. Minni hlutdeild ungra kaupenda á svæðinu skýrist fyrst og fremst af færri kaupendum á aldrinum 18-25 ára, en hlutfall og fjöldi kaupenda á aldrinum 25-30 ára eykst milli ársfjórðunga. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins minnkar hlutdeild ungra kaupenda úr 29,2% í 23,6% milli ársfjórðunga,“ segir í samantektinni. „HMS hefur greint stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði eftir kynslóðum með því að bera saman umfang íbúðauppbyggingar og fjölda fólks á þrítugsaldri á síðustu fjórum áratugum.1 Samkvæmt þeirri greiningu var yngri hluti aldamótakynslóðarinnar svokölluðu langsamlega óheppnust, þar sem hún innihélt stóra árganga sem komust á þrítugsaldur árin 2008-2013 þegar fáar nýbyggingar komu á markað.“ Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Leigumarkaðurinn ber hins vegar merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar en athuganir benda til þess að um 1.500 til 2.000 manns séu í leit að húsnæði á vefnum myigloo.is á meðan aðeins um 500 til 800 samningar taka gildi í hverjum mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí. Þar segir að kaupsamningar í mars hafi verið 1.122, samanborið við 1.000 í febrúar en kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru samtals 2.673. Fjölgunin er áberandi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst á því svæði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%,“ segir í samantektinni. Samkvæmt HMS sendu 67 prósent fleiri einstaklingar inn umsókn um að minnsta kosti eina íbúð á leiguvefnum myigloo.is í apríl en á sama tíma í fyrra. Eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði virðist hafa aukist töluvert, þar sem fleiri keppast um hverja íbúð en áður. Ungum kaupendum fækkar Hvað varðar lánamarkaðinn hafi dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána en hafa beri í huga að um 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum komi til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. „Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag,“ segir í samantektinni. HMS segir aðila á byggingamarkaði í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Alls séu 6.954 íbúðir í byggingu um land allt, nálægt 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 25 prósent í nágrannasveitarfélögum. 78 prósent íbúða í byggingu séu í fjölbýlum og 22 prósent í sérbýlum. Í skýrslunni er einnig fjallað um unga kaupendur en þeim hefur fækkað samhliða versnandi lánaskilyrðum á húsnæðismarkaði. „Á höfuðborgarsvæðinu var hlutdeild ungra kaupenda 26,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi 2023 var hlutfallið 29%. Minni hlutdeild ungra kaupenda á svæðinu skýrist fyrst og fremst af færri kaupendum á aldrinum 18-25 ára, en hlutfall og fjöldi kaupenda á aldrinum 25-30 ára eykst milli ársfjórðunga. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins minnkar hlutdeild ungra kaupenda úr 29,2% í 23,6% milli ársfjórðunga,“ segir í samantektinni. „HMS hefur greint stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði eftir kynslóðum með því að bera saman umfang íbúðauppbyggingar og fjölda fólks á þrítugsaldri á síðustu fjórum áratugum.1 Samkvæmt þeirri greiningu var yngri hluti aldamótakynslóðarinnar svokölluðu langsamlega óheppnust, þar sem hún innihélt stóra árganga sem komust á þrítugsaldur árin 2008-2013 þegar fáar nýbyggingar komu á markað.“ Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Neytendur Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira