„Þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 22:27 Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink FH vann eins marks sigur gegn Aftureldingu á útivelli 27-28 Staðan er jöfn 1-1 í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var afar ánægður með sigurinn. „Ég var gríðarlega ánægður með að við héldum plani og það var eitthvað sem við klikkuðum á í síðasta leik,“ sagði Einar Bragi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst þetta fara af stað eins og hver annar leikur í úrslitakeppninni. Það var spilað fast en það var enginn að fara á taugum þar sem við vorum með Ásbjörn [Friðriksson] á miðjunni og það var mikil ró þar.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik og Einar Bragi var ánægður með hvernig liðið lærði af síðasta leik. „Við lærðum af síðasta leik þar sem við vorum líka yfir í hálfleik. Við vorum rólegir, fórum í skipulagið og söfnuðum orku.“ Í seinni hálfleik kom kafli þar sem FH-ingar skoruðu ekki mark í tæplega tíu mínútur á meðan Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. „Það er mjög góð spurning og ég man eiginlega ekkert eftir því. Eina sem ég man að Aron Pálmarsson kom síðan inn á eftir þennan kafla og þá fór þetta aftur að ganga. Ætli það hafi ekki bara verið að hann hafi ekki verið inn á.“ Bæði lið létu finna fyrir sér og leikmenn beggja liða sýndu mikla hörku. Aðspurður hvort Mosfellingar hafi verið of fastir fyrir sagði Einar Bragi það af og frá. „Nei, ég elska þetta og þeir mega vera fastari næst og fara ennþá fastar í mig. Maður nærist á þessu drasli.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar, tók Einar Braga niður sem lenti á auglýsingaskilti en Einar var afar ánægður með að hafa unnið boltann. „Þetta var unninn bolti, djöfull elska ég það og hann lá þarna alveg eins og einhver tuska sem var frábært.“ Einar Bragi var afar ánægður með hvernig FH spilaði síðustu mínúturnar eftir að staðan var jöfn 25-25 og þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð. „Það mæðir mikið á Þorsteini [Leó Gunnarssyni] mig minnir að hann hafi sett boltann í stöngina og klikkaði síðan á dauðafæri. Hann verður þreyttur á sunnudaginn og hann verður þreyttur í þeim leikjum sem hann á eftir. Ef Afturelding ætlar bara að treysta á hann þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH var marki yfir. Stuðningsmenn Aftureldingar voru mjög ósáttir enda leikurinn gott sem búinn. Aðspurður hvort þetta hafi verið óvirðing var Einar Bragi ekki á því máli. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef bara gaman af þessu og þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu,“ sagði Einar Bragi léttur að lokum. FH Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
„Ég var gríðarlega ánægður með að við héldum plani og það var eitthvað sem við klikkuðum á í síðasta leik,“ sagði Einar Bragi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst þetta fara af stað eins og hver annar leikur í úrslitakeppninni. Það var spilað fast en það var enginn að fara á taugum þar sem við vorum með Ásbjörn [Friðriksson] á miðjunni og það var mikil ró þar.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik og Einar Bragi var ánægður með hvernig liðið lærði af síðasta leik. „Við lærðum af síðasta leik þar sem við vorum líka yfir í hálfleik. Við vorum rólegir, fórum í skipulagið og söfnuðum orku.“ Í seinni hálfleik kom kafli þar sem FH-ingar skoruðu ekki mark í tæplega tíu mínútur á meðan Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. „Það er mjög góð spurning og ég man eiginlega ekkert eftir því. Eina sem ég man að Aron Pálmarsson kom síðan inn á eftir þennan kafla og þá fór þetta aftur að ganga. Ætli það hafi ekki bara verið að hann hafi ekki verið inn á.“ Bæði lið létu finna fyrir sér og leikmenn beggja liða sýndu mikla hörku. Aðspurður hvort Mosfellingar hafi verið of fastir fyrir sagði Einar Bragi það af og frá. „Nei, ég elska þetta og þeir mega vera fastari næst og fara ennþá fastar í mig. Maður nærist á þessu drasli.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar, tók Einar Braga niður sem lenti á auglýsingaskilti en Einar var afar ánægður með að hafa unnið boltann. „Þetta var unninn bolti, djöfull elska ég það og hann lá þarna alveg eins og einhver tuska sem var frábært.“ Einar Bragi var afar ánægður með hvernig FH spilaði síðustu mínúturnar eftir að staðan var jöfn 25-25 og þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð. „Það mæðir mikið á Þorsteini [Leó Gunnarssyni] mig minnir að hann hafi sett boltann í stöngina og klikkaði síðan á dauðafæri. Hann verður þreyttur á sunnudaginn og hann verður þreyttur í þeim leikjum sem hann á eftir. Ef Afturelding ætlar bara að treysta á hann þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH var marki yfir. Stuðningsmenn Aftureldingar voru mjög ósáttir enda leikurinn gott sem búinn. Aðspurður hvort þetta hafi verið óvirðing var Einar Bragi ekki á því máli. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef bara gaman af þessu og þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu,“ sagði Einar Bragi léttur að lokum.
FH Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi