Höfða mál gegn hundrað lögregluþjónum vegna árásarinnar í Uvalde Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2024 21:00 Nokkrir af fjölskyldumeðlimum þeirra sem dóu í árásinni í Uvalde árið 2022. Þau tilkynnti samkomulag sem gert var við forsvarsmenn borgarinnar og að þau ætluðu að höfða mál gegn 92 lögregluþjónum. AP/Eric Gay Foreldrar og fjölskyldumeðlimir nítján af 21 sem skotin voru til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022, ætla að höfða mál gegn nærri því hundrað lögregluþjónum á vegum Texas-ríkis sem komu að viðbrögðum yfirvalda við árásinni. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í árásinni en viðbrögð lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum frá því árásin átti sér stað. Fjölskyldumeðlimirnir barnanna hafa einnig gert samkomulag við borgina þar sem þau fá tvær milljónir dala og forsvarsmenn borgarinnar hafa heitið því að bæta staðla og þjálfun lögreglunnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nærri því tvö ár eru liðin frá því táningur ruddist þungvopnaður inn í skólann Robb-skólann í Uvalde og skaut nítján börn og tvo kennara til bana. Ekki liggur fyrir hvort umræddir fjölskyldumeðlimir sem hafa höfðað mál séu eingöngu foreldrar barnanna sem dóu í árásinni eða hvort fjölskyldumeðlimir kennaranna koma einnig að málinu. Vel á fjórða hundruð lögregluþjóna, frá ýmsum löggæsluembættum, mættu á vettvang en biðu í rúmlega sjötíu mínútur áður en þeir réðust til atlögu gegn árásarmanninum. Á þeim tíma voru börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum tveimur þar sem árásarmaðurinn var að hringja í Neyðarlínuna og biðja um aðstoð. Þá birtu starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna skýrslu í janúar þar sem fram kom að fjöldi mistaka hefðu verið gerð af lögreglu í kjölfar árásarinnar. Fyrr á þessu ári var svokallaður ákærudómstóll skipaður í Texas, vegna rannsóknar sem endar mögulega á því að embættismenn og lögregluþjónar sem komu að viðbrögðunum við árásinni verði ákærðir. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Í lögsókn fjölskyldnanna segir að lögregluþjónar á vegum Texas-ríkis hafi ekki fylgt starfsreglum sínum vegna skotárása. Kennarar og nemendur hafi gert það, með því að læsa hurðum, slökkva ljós og fela sig og þess vegna hafi þau setið föst í skólanum að bíða eftir lögregluþjónum sem voru ekki á leiðinni. AP hefur eftir einum lögmanni fjölskyldnanna að lögregluþjónarnir hafi svikið fjölskyldurnar og fórnarlömb árásarmannsins. Ríkislögregla Texas hafi haft alla burði til að bregðast fljótt við en það hafi ekki verið gert. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Fjölskyldumeðlimirnir barnanna hafa einnig gert samkomulag við borgina þar sem þau fá tvær milljónir dala og forsvarsmenn borgarinnar hafa heitið því að bæta staðla og þjálfun lögreglunnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nærri því tvö ár eru liðin frá því táningur ruddist þungvopnaður inn í skólann Robb-skólann í Uvalde og skaut nítján börn og tvo kennara til bana. Ekki liggur fyrir hvort umræddir fjölskyldumeðlimir sem hafa höfðað mál séu eingöngu foreldrar barnanna sem dóu í árásinni eða hvort fjölskyldumeðlimir kennaranna koma einnig að málinu. Vel á fjórða hundruð lögregluþjóna, frá ýmsum löggæsluembættum, mættu á vettvang en biðu í rúmlega sjötíu mínútur áður en þeir réðust til atlögu gegn árásarmanninum. Á þeim tíma voru börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum tveimur þar sem árásarmaðurinn var að hringja í Neyðarlínuna og biðja um aðstoð. Þá birtu starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna skýrslu í janúar þar sem fram kom að fjöldi mistaka hefðu verið gerð af lögreglu í kjölfar árásarinnar. Fyrr á þessu ári var svokallaður ákærudómstóll skipaður í Texas, vegna rannsóknar sem endar mögulega á því að embættismenn og lögregluþjónar sem komu að viðbrögðunum við árásinni verði ákærðir. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Í lögsókn fjölskyldnanna segir að lögregluþjónar á vegum Texas-ríkis hafi ekki fylgt starfsreglum sínum vegna skotárása. Kennarar og nemendur hafi gert það, með því að læsa hurðum, slökkva ljós og fela sig og þess vegna hafi þau setið föst í skólanum að bíða eftir lögregluþjónum sem voru ekki á leiðinni. AP hefur eftir einum lögmanni fjölskyldnanna að lögregluþjónarnir hafi svikið fjölskyldurnar og fórnarlömb árásarmannsins. Ríkislögregla Texas hafi haft alla burði til að bregðast fljótt við en það hafi ekki verið gert.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira