Erlent

Lætur lík­­lega reyna aftur á þungunar­rofs­frum­varpið

Árni Sæberg skrifar
Ströng lög gilda um þungunarrof í Færeyjum.
Ströng lög gilda um þungunarrof í Færeyjum. Vísir/Vilhelm

Dómsmálaráðherra Færeyja segir vel koma til greina að hann leggi frumvarp um þungunarrof, sem var fellt á jöfnu á dögunum, aftur fyrir færeyska þingið. Færeyingar búa við ströngustu þungunarrofslöggjöf Norðurlandanna.

Núgildandi lög um þungunarrof í Færeyjum eru frá 1956. Þau kveða á um að kona þurfi að uppfylla ýmis skilyrði svo rjúfa megi meðgöngu, svo sem að henni hafi verið nauðgað eða heilsu hennar sé ógnað.

Frumvarp Bjarna Kárasonar Petersen, dómsmálaráðherra Færeyja, myndi heimila þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu. Það eru sömu tímamörk og gilda í Danmörku en þar í landi er unnið að því að rýmka rétt til þungunarrofs fram í átjándu viku. Hér á landi er þungunarrof heimilt til loka 22. viku meðgöngu.

Í frétt Kringvarpsins er haft eftir Petersen að það sé alls ekki ósennilegt að hann leggi frumvarpið aftur fyrir í næstu þinglotu, sem kennd er við Ólafsvöku.


Tengdar fréttir

Færeyingar felldu frumvarp um fóstureyðingar

Frumvarp þess efnis að heimila ætti þungunarrof fram að 12. viku var fellt á færeyska þinginu á miðvikudaginn. Málið féll á jöfnu, en atkvæðagreiðslan fór 15 -15. Á þinginu sitja 33.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×