Forsetinn sem sameinar Björk Baldursdóttir og Ingvi Stefánsson skrifa 21. maí 2024 20:30 Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi. Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmiðlar keppst við að kynna frambjóðendur til forseta fyrir þjóðinni ásamt því að gera grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum forseta lýðveldisins. Höllu Hrund Logadóttur og hennar fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar tíð og einungis af góðu. Hún hefur mörg undanfarin ár aðstoðað við sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður okkar og amma hennar ólust upp. Halla Hrund hefur birst á hverju vori og gengið vasklega í öll störf, hvort sem það er að gefa fénu, taka á móti lömbum eða færa frá, enda hefur hún mikla reynslu eftir að hafa verið í sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér er á ferðinni kraftmikil kona sem er annt um íslenska sögu og menningu, leggur rækt við upprunann og lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem nýtast í embætti forseta Íslands en fleira þarf vissulega að koma til. Forsetinn þarf að hafa þekkingu á stjórnskipun landsins. Hann þarf að hafa almenna haldgóða þekkingu á samfélaginu og málefnum líðandi stundar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst þarf forsetinn að vera sameiningartákn og hafa breiða skírskotun. Halla Hrund er eldklár, harðdugleg, vel menntuð og fylgin sér. Hún hefur fram til þessa verið við nám og störf í þremur heimsálfum og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði stjórnmálafræði og stjórnsýslu. Hún býr einnig yfir mikilli þekkingu á orku- og auðlindamálum en þau snúa einmitt að verðmætustu sameign okkar Íslendinga sem á sama tíma geymir okkar mikilvægustu og stærstu sóknarfæri. Hennar helstu kostir þegar kemur að hæfi hennar til að gegna embætti forseta Íslands eru þó ekki bundnir við það sem fólk lærir í skóla. Halla Hrund hefur alveg einstakan hæfileika til að virkja fólk til góðra verka og lyfta upp einstaklingum og verkefnum og magna þannig tækifæri. Hún hefur mikla persónu töfra, er í senn alþýðleg og alþjóðleg og hefur hæfileika til að sameina ólík sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með opinberum störfum Höllu Hrundar vita líka að henni farnast vel við krefjandi aðstæður. Skemmst er frá því að segja að við erum sannfærð um að Halla Hrund Logadóttir búi yfir menntun, reynslu, mannkostum og dómgreind sem þarf að prýða næsta forseta Íslands. Við erum stolt af því að vera í stuðningsliði Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna 1. júní 2024. Björk Baldursdóttir, bóndi Hjarðarholti, Laxárdal í Dölum.Ingvi Stefánsson, bóndi Teigi í Eyjafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi. Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmiðlar keppst við að kynna frambjóðendur til forseta fyrir þjóðinni ásamt því að gera grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum forseta lýðveldisins. Höllu Hrund Logadóttur og hennar fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar tíð og einungis af góðu. Hún hefur mörg undanfarin ár aðstoðað við sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður okkar og amma hennar ólust upp. Halla Hrund hefur birst á hverju vori og gengið vasklega í öll störf, hvort sem það er að gefa fénu, taka á móti lömbum eða færa frá, enda hefur hún mikla reynslu eftir að hafa verið í sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér er á ferðinni kraftmikil kona sem er annt um íslenska sögu og menningu, leggur rækt við upprunann og lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem nýtast í embætti forseta Íslands en fleira þarf vissulega að koma til. Forsetinn þarf að hafa þekkingu á stjórnskipun landsins. Hann þarf að hafa almenna haldgóða þekkingu á samfélaginu og málefnum líðandi stundar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst þarf forsetinn að vera sameiningartákn og hafa breiða skírskotun. Halla Hrund er eldklár, harðdugleg, vel menntuð og fylgin sér. Hún hefur fram til þessa verið við nám og störf í þremur heimsálfum og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði stjórnmálafræði og stjórnsýslu. Hún býr einnig yfir mikilli þekkingu á orku- og auðlindamálum en þau snúa einmitt að verðmætustu sameign okkar Íslendinga sem á sama tíma geymir okkar mikilvægustu og stærstu sóknarfæri. Hennar helstu kostir þegar kemur að hæfi hennar til að gegna embætti forseta Íslands eru þó ekki bundnir við það sem fólk lærir í skóla. Halla Hrund hefur alveg einstakan hæfileika til að virkja fólk til góðra verka og lyfta upp einstaklingum og verkefnum og magna þannig tækifæri. Hún hefur mikla persónu töfra, er í senn alþýðleg og alþjóðleg og hefur hæfileika til að sameina ólík sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með opinberum störfum Höllu Hrundar vita líka að henni farnast vel við krefjandi aðstæður. Skemmst er frá því að segja að við erum sannfærð um að Halla Hrund Logadóttir búi yfir menntun, reynslu, mannkostum og dómgreind sem þarf að prýða næsta forseta Íslands. Við erum stolt af því að vera í stuðningsliði Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna 1. júní 2024. Björk Baldursdóttir, bóndi Hjarðarholti, Laxárdal í Dölum.Ingvi Stefánsson, bóndi Teigi í Eyjafirði
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar