Innherji

Greip til að­gerð­a og fram­seld­i vald til var­a­seðl­a­bank­a­stjór­a

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Ásgeir Jónsson sagði að það væri mikilvægt fyrir seðlabankastjóra að geta haldið „ákveðna fjarlægð“ því hann þurfi að geta rætt við banka um ýmis hagsmunamál á markaði og þá sé ekki heppilegt að vera „ofan í einstökum málum“.
Ásgeir Jónsson sagði að það væri mikilvægt fyrir seðlabankastjóra að geta haldið „ákveðna fjarlægð“ því hann þurfi að geta rætt við banka um ýmis hagsmunamál á markaði og þá sé ekki heppilegt að vera „ofan í einstökum málum“. Vísir/Arnar

Seðlabankastjóri sagðist hafa gripið til aðgerða í samræmi við orð hans fyrir um ári og framselt vald til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits. Á fundi með þingnefnd nefndi hann að það hafi tekið þrjú til fjögur að ná fram kostum sameiningar Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið.


Tengdar fréttir

AGS varar við hættu á pólitískum þrýstingi í fjár­mála­eftir­lits­nefnd

Nefndarseta fulltrúa frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans getur skapað hættu á pólitískum þrýstingi, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur gert athugasemdir við þá skipan mála í samskiptum sínum við stjórnvöld en sjóðurinn vinnur nú að viðamikilli úttekt á íslenska fjármálakerfinu. Skrifstofustjóri ráðuneytisins, sem er í nefndinni og sóttist eftir því að verða varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, dró umsókn sína til baka sama dag og ráðherra skipaði í embættið. 

„Mikilvægt að það sé skýr ábyrgðarkeðja til staðar,“ segir seðlabankastjóri

Seðlabankastjóri segir sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans hafa gengið mjög vel, betur en hann hefði þorað vona, og það hafi orðið „gríðarlegur ábati“ af því að samþætta starfsemi þessara tveggja stofnana. Núverandi fyrirkomulag fjármálaeftirlitsnefndar, sem varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits gegnir formennsku í og fer með víðtækt verksvið, sé hins vegar „mjög flókið“ og þarf að breyta til að ná betur fram þeim markmiðum sem lagt var upp með við sameiningu FME og Seðlabankans í ársbyrjun 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×