Óheiðarleiki gagnvart öryrkjum Svanberg Hreinsson skrifar 22. maí 2024 07:00 Á hverju ári tala ráðherrar um hvað þeir hafa gert mikið fyrir öryrkja. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hafa verið sérstaklega virk í að syngja þetta falska lag. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ En hver er raunverulega staða öryrkja nú þegar Katrín Jakobsdóttir stígur frá embætti forsætisráðherra? Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða LAKARI en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja hér á landi horfa upp á kjör sín rýrna árlega. Hvað hafa þá ráðherrar átt við þegar þeir standa í pontu Alþingis til að monta sig um prósentuhækkanir til öryrkja og almannatryggingaþega? Þær prósentuhækkanir sem öryrkjar hafa fengið árlega frá þessari ríkisstjórn eru vísitöluhækkanir sem, samkvæmt lögum, verður að leggja fram. Vegna mikillar verðbólgu og húsnæðisbólu, sem hefur farið úr öllum böndum undir forystu þessarar ríkisstjórnar, hefur kaupmáttur fatlaðs fólks rýrnað. Ekki var hann mikill fyrir. Þetta sína tölurnar svart á hvítu. Þetta er raunveruleikinn. Næst þegar þið heyrið ráðherra þessarar ríkisstjórnar hrósa sjálfum sér fyrir þær kjarabætur sem öryrkjar hafa fengið undir þeirra forystu, munið að það er verið að reyna að blekkja ykkur. Staða öryrkja hefur versnað undanfarin ár, öryrkjar eru fátækari í dag en í fyrra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári tala ráðherrar um hvað þeir hafa gert mikið fyrir öryrkja. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hafa verið sérstaklega virk í að syngja þetta falska lag. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ En hver er raunverulega staða öryrkja nú þegar Katrín Jakobsdóttir stígur frá embætti forsætisráðherra? Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða LAKARI en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja hér á landi horfa upp á kjör sín rýrna árlega. Hvað hafa þá ráðherrar átt við þegar þeir standa í pontu Alþingis til að monta sig um prósentuhækkanir til öryrkja og almannatryggingaþega? Þær prósentuhækkanir sem öryrkjar hafa fengið árlega frá þessari ríkisstjórn eru vísitöluhækkanir sem, samkvæmt lögum, verður að leggja fram. Vegna mikillar verðbólgu og húsnæðisbólu, sem hefur farið úr öllum böndum undir forystu þessarar ríkisstjórnar, hefur kaupmáttur fatlaðs fólks rýrnað. Ekki var hann mikill fyrir. Þetta sína tölurnar svart á hvítu. Þetta er raunveruleikinn. Næst þegar þið heyrið ráðherra þessarar ríkisstjórnar hrósa sjálfum sér fyrir þær kjarabætur sem öryrkjar hafa fengið undir þeirra forystu, munið að það er verið að reyna að blekkja ykkur. Staða öryrkja hefur versnað undanfarin ár, öryrkjar eru fátækari í dag en í fyrra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun