Hulda eða Stoltenberg? Ögmundur Jónasson skrifar 21. maí 2024 10:01 Í umræðuþætti sex frambjóðenda í forsetakosningunum á Stöð 2 kom til umræðu hvort Ísland gæti tekið afstöðu sem hlutlaust ríki verandi í NATÓ. Þetta var rætt í kjölfar þess að vopnasendingar og kaup íslenska ríkisins á hergögnum til Úkraínu höfðu komið til tals í þættinum. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi frambjóðandi, sagði að menn yrðu að skilja að sem aðildarríki í NATÓ væri Ísland ekki hlutlaust og varðandi kaup á vopnum hefði Ísland áður sett peninga í «sjóði» í svipuðum tilgangi, það er að segja ætlaða til vígbúnaðar. (Rétt er að taka fram að hér er um að ræða framlag til hernaðarins í Úkraínu því að Íslendingar hafa ekki áður að því að best er vitað beinlínis greitt fyrir vígtól í hernaði.) Ræða þurfi um stefnubreytingu Frambjóðendur sem fram komu í umræðuþættinum gagnrýndu sumir vopnasendingarnar, aðrir vildu aðrar áherslur í stuðningi Íslands. Arnar Þór Jónsson sagði að grundvallarstefnubreytingu á borð við vopnakaupin hefði þurft að byggja á opinni lýðræðislegri umræðu og að ætti hún sér ekki stað bæri forseta að vekja athygli á því í ríkisráði. Halla Hrund Logadóttir sagði að framlag Íslendinga ætti að vera á sviði mannúðarmála en ekki fara til vopnakaupa og nafna hennar Tómasdóttir var á svipaðri skoðun en Baldur Þórhallsson sagði að Íslendingar ættu að leita «eftir undanþágu» innan NATÓ varðandi vopnakaup. Jón Gnarr sagðist ekki vita nóg um þessi vopnakaup til að geta rætt um þau af þekkingu og viti á þessu stigi. Vankunnátta eða annarlegur erindrekstur Ekki stóð á viðbrögðum. Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, skrifaði grein á visi.is þar sem hann sakaði þá sem höfðu leyft sér að gagnrýna þessi vopnakaup um vankunnáttu og að engu líkara væri en sum þeirra væru málpípur Kremlar!Í fáum orðum sagt heldur prófessorinn því fram að eftir að Íslendingar gerðu herverndarsamning við Bandaríkin árið 1941 og urðu stofnaðilar að NATÓ 1949 (og undirrituðu «varnarsamning» við BNA 1951 mætti bæta við), þá sé tómt mál að tala um hlutleysi Íslands og að sjálfsögðu leggi þeir af mörkum í samræmi við óskir þeirra sem aðstoð beinist að hverju sinni, með öðrum orðum, sé óskað eftir vopnum þá hljóti það að vera tekið til greina. Þetta var inntakið. Þjóðin aldrei spurð En svo birtist önnur grein sem andsvar við skrifum prófessorsins eftir Tjörva Schiöth, sagnfræðing, einnig á vísi.is.Þar kveður við gerólíkan tón. Tjörvi minnir á að alla þá samninga sem lagaprófessorinn vísi til, hafi íslensk stjórnvöld gert án þess að áður hafi verið leitað til þjóðarinnar og fengið umboð hennar. Þjóðin, íslenskur almenningur, hafi með öðrum orðum aldrei undirgengist skuldbindingar um að fylgja annarri stefnu en þeirri sem sé lýðræðislega ákveðin. Og í stað þess að vísa í framangreinda samninga birtir Tjörvi fyrsta erindið úr ljóði Huldu frá lýðveldisstofnuninni árið 1944 til áréttingar á því sem hann telur vera í þeim anda sem þjóðin hafi alltaf viljað: Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Erindin eru fleiri og eru áherslur í síðari erindum hinar sömu um að hafna vopnavaldi og mæra friðinn: Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? ... og … öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í ... Þetta ljóð var annað tveggja sem varð hlutskarpast í samkeppni við lýðveldistökuna 1944, hitt var Land míns föður eftir Jóhannes úr Kötlum. Boðskapur þessara ljóða, um að herleysi og höfnun á vígbúnaði verði okkur meira en draumur, var vissulega aldrei borinn undir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. En hvað ljóð Huldu áhrærir, spyr Tjörvi Schiöth í grein sinni hvort það geti verið að þær friðaráherslur sem þar birtist og Íslendingar hafi viljað í heiðri hafa, séu fyrir bí. Sjálfsvitund Íslendinga Hvílíkur barnaskapur, þykist ég vita að einhver segi, halda menn virkilega að sjálfstæði og öryggi verði best tryggt með hughrifum í skáldskap af þessu tagi? Svar okkar margra er hins vegar einmitt á þá lund sem sagnfræðingurinn ber fram í grein sinni um sjálfsvitund þjóðarinnar, að aðkoma Íslands að stríði og friði eigi að vera úr þessari átt í stað þess að leggjast á sveif með þeim sem telja að með vopnum verði friður best tryggður eins og óneitanlega hefur verið gert af Íslands hálfu á undanförnum árum. Varðberg uppfræðir með ríkisstyrk Fleiri hafa kvatt sér hljóðs í þessari umræðu síðustu daga. Í þættinum Vikulokin á Rás eitt Ríkisútvarpsins síðastliðinn laugardag var mættur fyrrnefndur prófessor frá Bifröst sem upplýsti að í bígerð væri að kenna varnarmálafræði á Bifröst. Formaður Varðbergs, hins gamalgróna Natóvinafélags Íslands, hafði einnig verið kallaður til umræðunnar en sem kunnugt er, en samt ótrúlega lítið rætt um, hefur ríkisstjórnin gert samning við félagið um að það taki að sér fyrir skattfé að efla skilning á hernaðarbandalaginu NATÓ. Svo var þarna líka formaður Viðreisnar, mikil áhugakona um aukin framlög til hermála. Eins og búast mátti við var umræðan í þættinum vægast sagt einhliða og auk þess morandi í staðreyndavillum. Nóg um það að sinni en almennt vil ég segja að hvað varðar hlutleysisáherslur Íslands finnst mér Tjörvi Schiöth hafa mikið til síns máls. Ekki í okkar nafni Þegar kemur að afstöðu til grunngilda sem okkur þykja mestu máli skipta – hvernig talað er fyrir okkar hönd út á við og hvað við gerum í reynd, hvort við tökum þátt í hernaði, hvort við kaupum byssukúlur til manndrápa, þá á þjóðin rétt á því að hafa hönd í bagga og taka ekki við hverju sem er. Þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland styddi innrásina í Írak árið 2003, sem þátttakandi í «samstöðu viljugra ríkja» eftir að bandarísk yfirvöld höfðu vélað ýmsar ríkisstjórnir þar á meðal þá íslensku til fylgilags við sig með upplognum málaltilbúnaði, þá kom almenningur saman á útifundum þúsundum saman undir ákallinu, EKKI Í OKKAR NAFNI! Mismunandi áherslur innan NATÓ Þá er þess einnig að minnast að afstaða innan NATÓ hefur ekki alltaf verið jafn herská af hálfu allra aðildarríkjanna og neituðu sum aðildarríkjanna til dæmis að veita árásarflugvélum á leið til Íraks heimild til að fara um lofthelgi sína. Hvers vegna? Ég get mér þess til að vitað hafi verið um gríðarlega andstöðu við hernaðinn af hálfu almennings! Sums staðar eins og á Spáni mældist hún 90% í skoðanakönnunum og annars staðar svo mikil, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi, að stjórnvöld hreinlega voguðu sér lengi vel ekki að aðhafast neitt til stuðnings innrásinni. Það gekk því ekki að ráðast á Írak undir merkjum NATÓ og það var aðeins síðar að bandalagið sem slíkt kom að verki þar. Árás NATÓ herja á Líbíu árið 2011 var í trássi við opinbera andstöðu tveggja NATÓ ríkja, Þýskalands og Tyrklands og gagnrýni barst víðar að. Og hvað Úkraínu áhrærir þá má nefna að tyrknesk yfirvöld gengu fram fyrir skjöldu skömmu eftir innrás Rússa og voru ásamt Ísrael komin langt með að tryggja friðarsamninga þegar bresk og bandarísk stjórnvöld, félagar Tyrkja í NATÓ, eyðilögðu þá tilraun illu heilli. Getum gerst málsvarar friðarsjónarmiða Við erum í NATÓ og höfum samkvæmt textanum sem undirritaður var 1949 skuldbindingar sem vissulega eru takmarkandi - og mjög afgerandi ef um er að ræða árás á eitthvert aðildarríkjanna - en það er ekki þar með sagt að við getum ekki haft okkar eigin skoðun og gerst málsvarar annarra sjónarmiða en þeir hafa í frammi sem stýra hernaðarbandalaginu eins og framangreind dæmi og mörg fleiri sýna. Það hefur hins vegar alls ekki verið gert undanfarin ár. Þegar Katrín Jakobsdóttir segir að hún og íslensk stjórnvöld hafi talað fyrir friði þá er það einfaldlega ekki rétt þegar raunverulega hefur á það reynt. Þetta er því beinlínis ósatt nema að friðurinn sé skilgreindur samkvæmt formúlum Varðbergs, því fleiri vopn, því stærrra NATÓ, því fleiri herstöðvar, þeim mun meiri friður. Allt þetta hefur ríkisstjórn Íslands stutt heima og heiman, að ekki sé minnst á að nýta formennsku sína í Evrópuráðinu til að hafa forgöngu um að leggja hald á rússneskar eignir til að fjármagna stríðsskaðabætur, öðru megin víglínunnar. Enda hefur þessu ráðslagi verið líkt við hina vanhugsuðu Versalasamninga frá lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri sem nærðu óvild og hatur með illum afleiðingum eins og margir þekkja. Ríkisstjórn Íslands hefur ekki stutt friðarumleitanir í Úkraínu Á sama tíma og allir vita, sem á annað borð vilja vita, að leiðin til að ná friðarsamkomulagi er að Úkraína fallist á að fylgja hlutleysisstefnu og gera það sem vísir menn bentu á af hálfu stórveldanna við fall Sovétríkjanna, að í stað þess að færa vopnin nær hvert öðru bæri herveldum að stækka vopnlaus og friðlýst svæði sín á milli. Þetta hafa ráðamenn Íslands ekki stutt heldur beinlínis talað fyrir því að aðild Úkraínu að NATÓ yrði flýtt – nákvæmlega það sagði Katrín Jakobsdóttir, þá forsætisráðherra, við fréttamenn í tengslum við fund í Helsinki síðastliðið haust. Við erum ófá í landinu sem höfum mótmælt þessari stefnu, haft af henni þungar áhyggjur og látið þær reglulega í ljós, en aldrei hefur mátt sjá þess minnsta vott að á þessar raddir hafi verið hlustað. Aldrei. Og nú þegar við fáum það í andlitið að Ísland hafi beitt sér fyrir friðsamlegum niðurstöðum þá verður hreinlega ekki orða bundist. Ræða þarf málin heiðarlega og gangast við eigin orðum og stefnu Mér finnst það að mörgu leyti gott að þessi mál séu tekin til umræðu í tengslum við þessar forsetakosningar því umræðan gæti hjálpað okkur fram á veginn. En þá þarf líka að gera þá kröfu til frambjóðenda að þeir segi satt og rétt frá og hlaupi ekki frá fyrri stefnu og yfirlýsingum sem þeim finnast óþægilegar nú þegar leita þarf eftir stuðningi almennings. Baldur Þórhallsson kannast til dæmis ekki við að hafa viljað stofna íslenskan her – ekki stóran – en her engu að síður vildi hann. Allt er þetta skjalfest og aðgengilegt á netinu. Að skipta um skoðun er í besta lagi mín vegna. Og aldrei of seint. Það eiga menn að geta gert, hvort sem það er Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson eða aðrir, en þá verða þau að gangast við fyrri skoðunum og gera heiðarlega grein fyrir sinnaskiptum sínum. Tvöfeldnin er nefnilega verst og á ekki heima á Bessastöðum. Þótt forsetinn ráði ekki eins miklu og margir ætla – og ég tel að hann eigi ekki að ráða mjög miklu – þá á hann að vera tákngervingur heiðarleika og sannsögli. Mér þykir jafnvel meira vert um þessi gildi en skoðanir frambjóðenda á einstökum málum! Íslandssögunni breytt Mér varð hugsað til þess þegar ég hlustaði á styrkhafann frá Varðbergi, prófessorinn frá Bifröst og formann Viðreisnar ræðast við í útvarpinu, að ef framhald verður á því að aðeins þessar raddir fái að heyrast í þjóðmálaumræðunni, Hulda hlegin út af borðinu og látin falla í gleymskunnar dá, þá breytist eitthvað mikið, Íslandssögunni verður breytt og að vissu leyti hefur henni verið breytt. Það verður því miður að segjast eins og er. Þessi útvarpsþáttur hefði aldrei getað orðið til fyrir aldarfjórðungi. Aldrei. Og aldrei fyrr hefði Varðberg fengið skattfé til að mennta þjóðina um stríð og frið. Aldrei. Hvers vegna ekki? Hvert skal horft frá Bessastöðum? Vegna þess að þá hefðu verið nægilega margir til þess að sjá og viðurkenna að um væri að ræða ríkisstyrktan einhliða áróður. Það er allt annars eðlis en að Varðberg og Herstöðvarandstæðingar takist á og komi gagnstæðum sjónarmiðum sínum á framfæri. En því miður þá er þetta Ísland í dag og í boði ríkisstjórnar landsins. En gleymum því þó ekki að morgundagurinn getur orðið annar ef við viljum hafa það svo. Sjálfur er ég þannig stemmdur að líta svo á að áhrifavaldur á Bessastöðum eigi fremur að horfa til Huldu skáldkonu en Stoltenbergs Natóforstjóra. En umfram allt þarf forseti Íslands að vera sannsögull. Ögmundur Jónasson, áhugamaður um alþjóðastjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í umræðuþætti sex frambjóðenda í forsetakosningunum á Stöð 2 kom til umræðu hvort Ísland gæti tekið afstöðu sem hlutlaust ríki verandi í NATÓ. Þetta var rætt í kjölfar þess að vopnasendingar og kaup íslenska ríkisins á hergögnum til Úkraínu höfðu komið til tals í þættinum. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi frambjóðandi, sagði að menn yrðu að skilja að sem aðildarríki í NATÓ væri Ísland ekki hlutlaust og varðandi kaup á vopnum hefði Ísland áður sett peninga í «sjóði» í svipuðum tilgangi, það er að segja ætlaða til vígbúnaðar. (Rétt er að taka fram að hér er um að ræða framlag til hernaðarins í Úkraínu því að Íslendingar hafa ekki áður að því að best er vitað beinlínis greitt fyrir vígtól í hernaði.) Ræða þurfi um stefnubreytingu Frambjóðendur sem fram komu í umræðuþættinum gagnrýndu sumir vopnasendingarnar, aðrir vildu aðrar áherslur í stuðningi Íslands. Arnar Þór Jónsson sagði að grundvallarstefnubreytingu á borð við vopnakaupin hefði þurft að byggja á opinni lýðræðislegri umræðu og að ætti hún sér ekki stað bæri forseta að vekja athygli á því í ríkisráði. Halla Hrund Logadóttir sagði að framlag Íslendinga ætti að vera á sviði mannúðarmála en ekki fara til vopnakaupa og nafna hennar Tómasdóttir var á svipaðri skoðun en Baldur Þórhallsson sagði að Íslendingar ættu að leita «eftir undanþágu» innan NATÓ varðandi vopnakaup. Jón Gnarr sagðist ekki vita nóg um þessi vopnakaup til að geta rætt um þau af þekkingu og viti á þessu stigi. Vankunnátta eða annarlegur erindrekstur Ekki stóð á viðbrögðum. Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, skrifaði grein á visi.is þar sem hann sakaði þá sem höfðu leyft sér að gagnrýna þessi vopnakaup um vankunnáttu og að engu líkara væri en sum þeirra væru málpípur Kremlar!Í fáum orðum sagt heldur prófessorinn því fram að eftir að Íslendingar gerðu herverndarsamning við Bandaríkin árið 1941 og urðu stofnaðilar að NATÓ 1949 (og undirrituðu «varnarsamning» við BNA 1951 mætti bæta við), þá sé tómt mál að tala um hlutleysi Íslands og að sjálfsögðu leggi þeir af mörkum í samræmi við óskir þeirra sem aðstoð beinist að hverju sinni, með öðrum orðum, sé óskað eftir vopnum þá hljóti það að vera tekið til greina. Þetta var inntakið. Þjóðin aldrei spurð En svo birtist önnur grein sem andsvar við skrifum prófessorsins eftir Tjörva Schiöth, sagnfræðing, einnig á vísi.is.Þar kveður við gerólíkan tón. Tjörvi minnir á að alla þá samninga sem lagaprófessorinn vísi til, hafi íslensk stjórnvöld gert án þess að áður hafi verið leitað til þjóðarinnar og fengið umboð hennar. Þjóðin, íslenskur almenningur, hafi með öðrum orðum aldrei undirgengist skuldbindingar um að fylgja annarri stefnu en þeirri sem sé lýðræðislega ákveðin. Og í stað þess að vísa í framangreinda samninga birtir Tjörvi fyrsta erindið úr ljóði Huldu frá lýðveldisstofnuninni árið 1944 til áréttingar á því sem hann telur vera í þeim anda sem þjóðin hafi alltaf viljað: Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Erindin eru fleiri og eru áherslur í síðari erindum hinar sömu um að hafna vopnavaldi og mæra friðinn: Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? ... og … öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í ... Þetta ljóð var annað tveggja sem varð hlutskarpast í samkeppni við lýðveldistökuna 1944, hitt var Land míns föður eftir Jóhannes úr Kötlum. Boðskapur þessara ljóða, um að herleysi og höfnun á vígbúnaði verði okkur meira en draumur, var vissulega aldrei borinn undir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. En hvað ljóð Huldu áhrærir, spyr Tjörvi Schiöth í grein sinni hvort það geti verið að þær friðaráherslur sem þar birtist og Íslendingar hafi viljað í heiðri hafa, séu fyrir bí. Sjálfsvitund Íslendinga Hvílíkur barnaskapur, þykist ég vita að einhver segi, halda menn virkilega að sjálfstæði og öryggi verði best tryggt með hughrifum í skáldskap af þessu tagi? Svar okkar margra er hins vegar einmitt á þá lund sem sagnfræðingurinn ber fram í grein sinni um sjálfsvitund þjóðarinnar, að aðkoma Íslands að stríði og friði eigi að vera úr þessari átt í stað þess að leggjast á sveif með þeim sem telja að með vopnum verði friður best tryggður eins og óneitanlega hefur verið gert af Íslands hálfu á undanförnum árum. Varðberg uppfræðir með ríkisstyrk Fleiri hafa kvatt sér hljóðs í þessari umræðu síðustu daga. Í þættinum Vikulokin á Rás eitt Ríkisútvarpsins síðastliðinn laugardag var mættur fyrrnefndur prófessor frá Bifröst sem upplýsti að í bígerð væri að kenna varnarmálafræði á Bifröst. Formaður Varðbergs, hins gamalgróna Natóvinafélags Íslands, hafði einnig verið kallaður til umræðunnar en sem kunnugt er, en samt ótrúlega lítið rætt um, hefur ríkisstjórnin gert samning við félagið um að það taki að sér fyrir skattfé að efla skilning á hernaðarbandalaginu NATÓ. Svo var þarna líka formaður Viðreisnar, mikil áhugakona um aukin framlög til hermála. Eins og búast mátti við var umræðan í þættinum vægast sagt einhliða og auk þess morandi í staðreyndavillum. Nóg um það að sinni en almennt vil ég segja að hvað varðar hlutleysisáherslur Íslands finnst mér Tjörvi Schiöth hafa mikið til síns máls. Ekki í okkar nafni Þegar kemur að afstöðu til grunngilda sem okkur þykja mestu máli skipta – hvernig talað er fyrir okkar hönd út á við og hvað við gerum í reynd, hvort við tökum þátt í hernaði, hvort við kaupum byssukúlur til manndrápa, þá á þjóðin rétt á því að hafa hönd í bagga og taka ekki við hverju sem er. Þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland styddi innrásina í Írak árið 2003, sem þátttakandi í «samstöðu viljugra ríkja» eftir að bandarísk yfirvöld höfðu vélað ýmsar ríkisstjórnir þar á meðal þá íslensku til fylgilags við sig með upplognum málaltilbúnaði, þá kom almenningur saman á útifundum þúsundum saman undir ákallinu, EKKI Í OKKAR NAFNI! Mismunandi áherslur innan NATÓ Þá er þess einnig að minnast að afstaða innan NATÓ hefur ekki alltaf verið jafn herská af hálfu allra aðildarríkjanna og neituðu sum aðildarríkjanna til dæmis að veita árásarflugvélum á leið til Íraks heimild til að fara um lofthelgi sína. Hvers vegna? Ég get mér þess til að vitað hafi verið um gríðarlega andstöðu við hernaðinn af hálfu almennings! Sums staðar eins og á Spáni mældist hún 90% í skoðanakönnunum og annars staðar svo mikil, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi, að stjórnvöld hreinlega voguðu sér lengi vel ekki að aðhafast neitt til stuðnings innrásinni. Það gekk því ekki að ráðast á Írak undir merkjum NATÓ og það var aðeins síðar að bandalagið sem slíkt kom að verki þar. Árás NATÓ herja á Líbíu árið 2011 var í trássi við opinbera andstöðu tveggja NATÓ ríkja, Þýskalands og Tyrklands og gagnrýni barst víðar að. Og hvað Úkraínu áhrærir þá má nefna að tyrknesk yfirvöld gengu fram fyrir skjöldu skömmu eftir innrás Rússa og voru ásamt Ísrael komin langt með að tryggja friðarsamninga þegar bresk og bandarísk stjórnvöld, félagar Tyrkja í NATÓ, eyðilögðu þá tilraun illu heilli. Getum gerst málsvarar friðarsjónarmiða Við erum í NATÓ og höfum samkvæmt textanum sem undirritaður var 1949 skuldbindingar sem vissulega eru takmarkandi - og mjög afgerandi ef um er að ræða árás á eitthvert aðildarríkjanna - en það er ekki þar með sagt að við getum ekki haft okkar eigin skoðun og gerst málsvarar annarra sjónarmiða en þeir hafa í frammi sem stýra hernaðarbandalaginu eins og framangreind dæmi og mörg fleiri sýna. Það hefur hins vegar alls ekki verið gert undanfarin ár. Þegar Katrín Jakobsdóttir segir að hún og íslensk stjórnvöld hafi talað fyrir friði þá er það einfaldlega ekki rétt þegar raunverulega hefur á það reynt. Þetta er því beinlínis ósatt nema að friðurinn sé skilgreindur samkvæmt formúlum Varðbergs, því fleiri vopn, því stærrra NATÓ, því fleiri herstöðvar, þeim mun meiri friður. Allt þetta hefur ríkisstjórn Íslands stutt heima og heiman, að ekki sé minnst á að nýta formennsku sína í Evrópuráðinu til að hafa forgöngu um að leggja hald á rússneskar eignir til að fjármagna stríðsskaðabætur, öðru megin víglínunnar. Enda hefur þessu ráðslagi verið líkt við hina vanhugsuðu Versalasamninga frá lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri sem nærðu óvild og hatur með illum afleiðingum eins og margir þekkja. Ríkisstjórn Íslands hefur ekki stutt friðarumleitanir í Úkraínu Á sama tíma og allir vita, sem á annað borð vilja vita, að leiðin til að ná friðarsamkomulagi er að Úkraína fallist á að fylgja hlutleysisstefnu og gera það sem vísir menn bentu á af hálfu stórveldanna við fall Sovétríkjanna, að í stað þess að færa vopnin nær hvert öðru bæri herveldum að stækka vopnlaus og friðlýst svæði sín á milli. Þetta hafa ráðamenn Íslands ekki stutt heldur beinlínis talað fyrir því að aðild Úkraínu að NATÓ yrði flýtt – nákvæmlega það sagði Katrín Jakobsdóttir, þá forsætisráðherra, við fréttamenn í tengslum við fund í Helsinki síðastliðið haust. Við erum ófá í landinu sem höfum mótmælt þessari stefnu, haft af henni þungar áhyggjur og látið þær reglulega í ljós, en aldrei hefur mátt sjá þess minnsta vott að á þessar raddir hafi verið hlustað. Aldrei. Og nú þegar við fáum það í andlitið að Ísland hafi beitt sér fyrir friðsamlegum niðurstöðum þá verður hreinlega ekki orða bundist. Ræða þarf málin heiðarlega og gangast við eigin orðum og stefnu Mér finnst það að mörgu leyti gott að þessi mál séu tekin til umræðu í tengslum við þessar forsetakosningar því umræðan gæti hjálpað okkur fram á veginn. En þá þarf líka að gera þá kröfu til frambjóðenda að þeir segi satt og rétt frá og hlaupi ekki frá fyrri stefnu og yfirlýsingum sem þeim finnast óþægilegar nú þegar leita þarf eftir stuðningi almennings. Baldur Þórhallsson kannast til dæmis ekki við að hafa viljað stofna íslenskan her – ekki stóran – en her engu að síður vildi hann. Allt er þetta skjalfest og aðgengilegt á netinu. Að skipta um skoðun er í besta lagi mín vegna. Og aldrei of seint. Það eiga menn að geta gert, hvort sem það er Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson eða aðrir, en þá verða þau að gangast við fyrri skoðunum og gera heiðarlega grein fyrir sinnaskiptum sínum. Tvöfeldnin er nefnilega verst og á ekki heima á Bessastöðum. Þótt forsetinn ráði ekki eins miklu og margir ætla – og ég tel að hann eigi ekki að ráða mjög miklu – þá á hann að vera tákngervingur heiðarleika og sannsögli. Mér þykir jafnvel meira vert um þessi gildi en skoðanir frambjóðenda á einstökum málum! Íslandssögunni breytt Mér varð hugsað til þess þegar ég hlustaði á styrkhafann frá Varðbergi, prófessorinn frá Bifröst og formann Viðreisnar ræðast við í útvarpinu, að ef framhald verður á því að aðeins þessar raddir fái að heyrast í þjóðmálaumræðunni, Hulda hlegin út af borðinu og látin falla í gleymskunnar dá, þá breytist eitthvað mikið, Íslandssögunni verður breytt og að vissu leyti hefur henni verið breytt. Það verður því miður að segjast eins og er. Þessi útvarpsþáttur hefði aldrei getað orðið til fyrir aldarfjórðungi. Aldrei. Og aldrei fyrr hefði Varðberg fengið skattfé til að mennta þjóðina um stríð og frið. Aldrei. Hvers vegna ekki? Hvert skal horft frá Bessastöðum? Vegna þess að þá hefðu verið nægilega margir til þess að sjá og viðurkenna að um væri að ræða ríkisstyrktan einhliða áróður. Það er allt annars eðlis en að Varðberg og Herstöðvarandstæðingar takist á og komi gagnstæðum sjónarmiðum sínum á framfæri. En því miður þá er þetta Ísland í dag og í boði ríkisstjórnar landsins. En gleymum því þó ekki að morgundagurinn getur orðið annar ef við viljum hafa það svo. Sjálfur er ég þannig stemmdur að líta svo á að áhrifavaldur á Bessastöðum eigi fremur að horfa til Huldu skáldkonu en Stoltenbergs Natóforstjóra. En umfram allt þarf forseti Íslands að vera sannsögull. Ögmundur Jónasson, áhugamaður um alþjóðastjórnmál.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar