Guardiola um framtíðina: Nær því að hætta en vera áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 10:31 Pep Guardiola kyssir hér Englandsmeistaratitilinn sem Manchester City vann, fyrst allra félaga í sögunni, fjórða árið í röð. AP/Dave Thompson Pep Guardiola gerði Manchcester City að Englandsmeisturum fjórða árið í röð í gær og jafnfram í sjötta sinn á sjö árum. Hann ræddi framtíð sína hjá félaginu eftir 3-1 sigur á West Ham í lokaumferðinni. Guardiola er með samning hjá City til ársins 2025 og hann ætlar sér að efna hann. Aftur á móti ýjaði þessi 53 ára gamli Spánverji að því að hann gæti yfirgefið félagið eftir ár. „Staðan er núna sú að ég er nær því að hætta en vera áfram,“ sagði Guardiola. 🚨🔵 Pep Guardiola on his future with contract due to expire in June 2025: “The reality is I’m closer to leaving than staying”.“We have talked with the club and my feeling is that I want to stay now. I will stay next season”.“But during the season we will talk, we will see”. pic.twitter.com/UjIYLPDgb0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2024 „Ég hef rætt við klúbbinn og mín tilfinning er að ég vilji halda áfram í eitt ár. Ég verð því áfram á næsta tímabili og við munum svo ræða málin inn á tímabilinu. Þetta eru samt komin átta eða níu ár svo við verðum að sjá til,“ sagði Guardiola. Guardiola hefur alls unnið fimmtán stóra titla á átta árum sínum hjá Manchester City og þeir gætu orðið sextán með sigri á Manchester United í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. "Right now, I don't know what the motivation is for next season" 🤔Pep Guardiola discusses his future at Man City after winning the Premier League title yesterday 🔵 pic.twitter.com/HqYwFi80z8— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 20, 2024 Guardiola viðurkenndi samt að hann væri orðinn þreyttur og að hann þurfi að finna nýjan innblástur í sumar áður en nýtt tímabil byrjar í ágúst. „Ég er með samning og ég er hér enn þá. Stundum verð ég svolítið þreyttur en ég elska líka önnur móment. Við erum að að vinna leiki og leikmannahópurinn lítur vel út,“ sagði Guardiola. „Ég fór að hugsa um það að enginn hefur unnið fjögur ár í röð og af hverju reynum við ekki við það. Núna þegar þegar það er í höfn þá hugsa ég: Hvað er næst?,“ sagði Guardiola. ⭐️ Pep Guardiola is the 𝐟𝐢𝐫𝐬𝐭 𝐦𝐚𝐧𝐚𝐠𝐞𝐫 𝐞𝐯𝐞𝐫 to win four Premier League titles in a row, making history again…🏆 6 Premier League🏆 4 Club World Cup🏆 4 Carabao Cup 🏆 4 UEFA Super Cup🏆 3 Champions League🏆 3 La Liga🏆 3 Supercopa🏆 2 Copa del Rey🏆 3… pic.twitter.com/XzXteOScam— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Guardiola er með samning hjá City til ársins 2025 og hann ætlar sér að efna hann. Aftur á móti ýjaði þessi 53 ára gamli Spánverji að því að hann gæti yfirgefið félagið eftir ár. „Staðan er núna sú að ég er nær því að hætta en vera áfram,“ sagði Guardiola. 🚨🔵 Pep Guardiola on his future with contract due to expire in June 2025: “The reality is I’m closer to leaving than staying”.“We have talked with the club and my feeling is that I want to stay now. I will stay next season”.“But during the season we will talk, we will see”. pic.twitter.com/UjIYLPDgb0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2024 „Ég hef rætt við klúbbinn og mín tilfinning er að ég vilji halda áfram í eitt ár. Ég verð því áfram á næsta tímabili og við munum svo ræða málin inn á tímabilinu. Þetta eru samt komin átta eða níu ár svo við verðum að sjá til,“ sagði Guardiola. Guardiola hefur alls unnið fimmtán stóra titla á átta árum sínum hjá Manchester City og þeir gætu orðið sextán með sigri á Manchester United í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. "Right now, I don't know what the motivation is for next season" 🤔Pep Guardiola discusses his future at Man City after winning the Premier League title yesterday 🔵 pic.twitter.com/HqYwFi80z8— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 20, 2024 Guardiola viðurkenndi samt að hann væri orðinn þreyttur og að hann þurfi að finna nýjan innblástur í sumar áður en nýtt tímabil byrjar í ágúst. „Ég er með samning og ég er hér enn þá. Stundum verð ég svolítið þreyttur en ég elska líka önnur móment. Við erum að að vinna leiki og leikmannahópurinn lítur vel út,“ sagði Guardiola. „Ég fór að hugsa um það að enginn hefur unnið fjögur ár í röð og af hverju reynum við ekki við það. Núna þegar þegar það er í höfn þá hugsa ég: Hvað er næst?,“ sagði Guardiola. ⭐️ Pep Guardiola is the 𝐟𝐢𝐫𝐬𝐭 𝐦𝐚𝐧𝐚𝐠𝐞𝐫 𝐞𝐯𝐞𝐫 to win four Premier League titles in a row, making history again…🏆 6 Premier League🏆 4 Club World Cup🏆 4 Carabao Cup 🏆 4 UEFA Super Cup🏆 3 Champions League🏆 3 La Liga🏆 3 Supercopa🏆 2 Copa del Rey🏆 3… pic.twitter.com/XzXteOScam— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira