Þetta gerðist í lokaumferðinni í enska | City meistari og Jóhann Berg kvaddi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2024 17:15 Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley í dag. getty/Nathan Stirk Alls voru 37 mörk skoruð í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester City tryggði sér titilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Allir tíu leikirnir hófust á sama tíma, klukkan 15:00, og voru í beinni lýsingu hér á Vísi. Hana má nálgast neðst í fréttinni. Phil Foden skoraði tvö mörk þegar City sigraði West Ham United, 3-1, og tryggði sér titilinn. Rodri var einnig á skotskónum fyrir City en Mohammed Kudus skoraði mark West Ham með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hamrarnir enduðu í 9. sæti. David Moyes stýrði þeim í síðasta sinn í dag. Arsenal gerði sitt og vann Everton, 2-1. Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. Skytturnar enduðu í 2. sæti annað árið í röð en Everton varð að gera sér 15. sætið að góðu. Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar Liverpool bar sigurorð af Wolves, 2-0. Alexis Mac Allister og Jarrell Quansah skoruðu mörk Liverpool sem endaði í 3. sæti. Nelson Semedo var rekinn út af hjá Wolves sem lenti í 14. sæti. Manchester United vann 0-2 útisigur á Brighton. Diogo Dalot og Rasmus Højlund skoruðu mörk Rauðu djöflanna sem enduðu í 8. sæti og hafa ekki endað neðar í 34 ár. Roberto De Zerbi stýrði Brighton í síðasta sinn í dag en liðið lenti í 9. sæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-2. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik. Chris Wood skoraði bæði mörk Forest en Josh Cullen mark Burnley sem endaði í 19. sæti og féll. Forest lenti í 17. sæti og hélt sér uppi. Eftir erfitt gengi að undanförnu tryggði Tottenham sér 5. sæti deildarinnar með því að vinna fallið botnlið Sheffield United, 0-3. Dejan Kulusevski skoraði tvö mörk og Pedro Porro eitt. Moses Caicedo skoraði frá miðju þegar Chelsea vann Bournemouth, 2-1. Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð en liðið endaði í 6. sæti. Raheem Sterling var einnig á skotskónum fyrir Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark Benoits Badiashile. Bournemouth endaði í 12. sæti. Newcastle vann 2-4 sigur á Brentford og lenti í 7. sæti. Harvey Barnes, Jacob Murphy, Alexander Isak og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Skjóranna. Vitaly Janelt og Yoane Wissa voru á skotskónum hjá Brentford sem endaði í 16. sæti. Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu þegar Crystal Palace rústaði Aston Villa, 5-0. Eberechi Eze skoraði tvö mörk fyrir Palace sem endaði í 10. sæti eftir frábæran endasprett á tímabilinu. Strákarnir hans Olivers Glasner unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu. Villa endaði í 4. sætinu og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Raúl Jiménez skoraði tvívegis þegar Fulham lagði Luton Town að velli, 2-4. Amad Traoe og Harry Wilson skoruðu einnig fyrir Fulham sem endaði í 13. sæti. Carlton Morris (víti) og Alfie Doughty skoruðu fyrir Luton sem lenti í 18. sæti og féll.
Allir tíu leikirnir hófust á sama tíma, klukkan 15:00, og voru í beinni lýsingu hér á Vísi. Hana má nálgast neðst í fréttinni. Phil Foden skoraði tvö mörk þegar City sigraði West Ham United, 3-1, og tryggði sér titilinn. Rodri var einnig á skotskónum fyrir City en Mohammed Kudus skoraði mark West Ham með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hamrarnir enduðu í 9. sæti. David Moyes stýrði þeim í síðasta sinn í dag. Arsenal gerði sitt og vann Everton, 2-1. Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. Skytturnar enduðu í 2. sæti annað árið í röð en Everton varð að gera sér 15. sætið að góðu. Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar Liverpool bar sigurorð af Wolves, 2-0. Alexis Mac Allister og Jarrell Quansah skoruðu mörk Liverpool sem endaði í 3. sæti. Nelson Semedo var rekinn út af hjá Wolves sem lenti í 14. sæti. Manchester United vann 0-2 útisigur á Brighton. Diogo Dalot og Rasmus Højlund skoruðu mörk Rauðu djöflanna sem enduðu í 8. sæti og hafa ekki endað neðar í 34 ár. Roberto De Zerbi stýrði Brighton í síðasta sinn í dag en liðið lenti í 9. sæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-2. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik. Chris Wood skoraði bæði mörk Forest en Josh Cullen mark Burnley sem endaði í 19. sæti og féll. Forest lenti í 17. sæti og hélt sér uppi. Eftir erfitt gengi að undanförnu tryggði Tottenham sér 5. sæti deildarinnar með því að vinna fallið botnlið Sheffield United, 0-3. Dejan Kulusevski skoraði tvö mörk og Pedro Porro eitt. Moses Caicedo skoraði frá miðju þegar Chelsea vann Bournemouth, 2-1. Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð en liðið endaði í 6. sæti. Raheem Sterling var einnig á skotskónum fyrir Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark Benoits Badiashile. Bournemouth endaði í 12. sæti. Newcastle vann 2-4 sigur á Brentford og lenti í 7. sæti. Harvey Barnes, Jacob Murphy, Alexander Isak og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Skjóranna. Vitaly Janelt og Yoane Wissa voru á skotskónum hjá Brentford sem endaði í 16. sæti. Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu þegar Crystal Palace rústaði Aston Villa, 5-0. Eberechi Eze skoraði tvö mörk fyrir Palace sem endaði í 10. sæti eftir frábæran endasprett á tímabilinu. Strákarnir hans Olivers Glasner unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu. Villa endaði í 4. sætinu og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Raúl Jiménez skoraði tvívegis þegar Fulham lagði Luton Town að velli, 2-4. Amad Traoe og Harry Wilson skoruðu einnig fyrir Fulham sem endaði í 13. sæti. Carlton Morris (víti) og Alfie Doughty skoruðu fyrir Luton sem lenti í 18. sæti og féll.
Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira