Skoðun

Ég kýs Helgu Þórisdóttur

Gerður Rún Guðlaugsdóttir skrifar

Það eru kosningar framundan og margir eru um hituna. Margir eru þekktir en aðrir minna þekktir, þar á meðal Helga Þórisdóttir. Hún þurfti að hefja kosningabaráttuna með því að kynna sig fyrir landi og þjóð og fyrir hvað hennar framboð stendur.

Ég vann með Helgu í tæpan áratug og kynntist henni bæði sem stjórnanda og sem vin. Helga hefur mikla leiðtogahæfileika og ég tel að hún uppfylli allar þær kröfur sem forseti þarf að hafa til að geta sinnt þessu veigamikla embætti. Hún hefur mikla og víðfeðma þekkingu, er vel máli farin, skarpgreind og mannvinur. Störf Helgu hjá Persónuvernd og margra áratuga reynsla hennar í störfum innan stjórnsýslunnar myndu án efa nýtast henni í embætti forseta.

Ég get hiklaust mælt með Helgu sem frambjóðanda til forseta Íslands.

Höfundur er hjúkrunarfræðingur.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×