Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 14:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir/Egill Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfus. Á aukafundi bæjarstjórnar í gær var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Hafði áhyggjur af staðsetningu Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti hann áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir fundinn í gær ekki hafa verið hitafund, hins vegar hafi ekki verið hægt að gera annað en að fresta atkvæðagreiðslunni. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem þetta félag setur bæjarfulltrúa í, af því að vilji allra er að vanda til verka,“ segir Elliði. „Það er ekki hægt að láta hjá líða eins og ekkert hafi í skorist en það er heldur ekki hægt að láta órökstuddar fullyrðingar stærsta félags staðarins lifa óhaggaðar,“ segir Elliði. Boða First Water á fund Bæjarstjórnin hefur óskað eftir fundi með First Water þar sem fyrirtækið er beðið um að rökstyðja þær fullyrðingar sem ritaðar voru í bréfinu. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ segir Elliði. Upplýsingarnar séu ekki nýjar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir ákvörðun meirihlutans vera furðulega. „Sveitarfélagið boðaði til bindandi íbúakosningar og þessi gögn sem komu fram í þessu bréfi, þetta var í raun ekki nýtt því þessi sjónarmið höfðu algjörlega verið á lofti áður. Margir höfðu bent á að þetta fer ekki saman, það er að segja umhverfisvænn matvælaiðnaður og risavaxin grjótmulningsverksmiðja. Þannig að eins og við hörfum á þetta þá eru þetta ekki nýjar upplýsingar og alls engin ástæða til þess að fyrirhuguðum boðuðum kosningum verði frestað,“ segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar Ölfus Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfus. Á aukafundi bæjarstjórnar í gær var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Hafði áhyggjur af staðsetningu Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti hann áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir fundinn í gær ekki hafa verið hitafund, hins vegar hafi ekki verið hægt að gera annað en að fresta atkvæðagreiðslunni. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem þetta félag setur bæjarfulltrúa í, af því að vilji allra er að vanda til verka,“ segir Elliði. „Það er ekki hægt að láta hjá líða eins og ekkert hafi í skorist en það er heldur ekki hægt að láta órökstuddar fullyrðingar stærsta félags staðarins lifa óhaggaðar,“ segir Elliði. Boða First Water á fund Bæjarstjórnin hefur óskað eftir fundi með First Water þar sem fyrirtækið er beðið um að rökstyðja þær fullyrðingar sem ritaðar voru í bréfinu. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ segir Elliði. Upplýsingarnar séu ekki nýjar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir ákvörðun meirihlutans vera furðulega. „Sveitarfélagið boðaði til bindandi íbúakosningar og þessi gögn sem komu fram í þessu bréfi, þetta var í raun ekki nýtt því þessi sjónarmið höfðu algjörlega verið á lofti áður. Margir höfðu bent á að þetta fer ekki saman, það er að segja umhverfisvænn matvælaiðnaður og risavaxin grjótmulningsverksmiðja. Þannig að eins og við hörfum á þetta þá eru þetta ekki nýjar upplýsingar og alls engin ástæða til þess að fyrirhuguðum boðuðum kosningum verði frestað,“ segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar
Ölfus Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent