Nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslunni Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2024 09:23 Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, skrifar aðsenda grein ásamt öðrum bæjarfulltrúum D-listans. Vísir/Einar Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í Ölfusi, finnst leiðinlegt að fresta fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu íbúa um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast í dag. Hins vegar sé ekkert annað í stöðunni. Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar,forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, til bæjarstjórnarinnar er miðlægt í málinu, en þar lýsti hann áhyggjum sínum af því að starfsemi mölunarverksmiðju færi ekki saman við matvælaframleiðslu. Í aðsendri grein sem meirihlutinn í bæjarstjórninni birti á Vísi í dag segir að vinnubrögð First Water veki furðu, en að bréfið fylli málið engu að síður af vafa og óvissu. Það eru þau Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson sem skrifa greinina, en í henni er ákvörðunin um að fresta atkvæðagreiðslunni útskýrð. „Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu,“ segir í greininni. „Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna.“ Þar er einnig bent á að önnur landeldisfyrirtæki á svæðinu, Geo Salmo og Landeldisstöðin Þór, séu ekki mótfallin fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg þrátt fyrir að hún eigi að vera talsvert nær þeirra starfsemi. „Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli,“ segir í grein meirihlutans, en þar er jafnframt bent á að fyrirtækið búi yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hafi unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess. Sveitafélagið búi hins vegar ekki yfir þessum gögnum. Þá minnist meirihlutinn á hina svokölluðu rannsóknarreglu, að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin. „Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar.“ Greinarhöfundarnir segja stöðuna sem upp sé komin ömurlega, en að ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslunni hafi verið tekin með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. „Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja.“ Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Meirihlutinn segir að þeim hafi verið „nauðugur sá kostur“. Fram kemur í greininni að Elliða Vignissyni bæjarstjóra hafi verið falið að koma á fundi með fulltrúum First Water þar sem ætlast verði til þess að fyrirtækið styðji fullyrðingar sínar. Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem „Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju.“ Ölfus Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar,forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, til bæjarstjórnarinnar er miðlægt í málinu, en þar lýsti hann áhyggjum sínum af því að starfsemi mölunarverksmiðju færi ekki saman við matvælaframleiðslu. Í aðsendri grein sem meirihlutinn í bæjarstjórninni birti á Vísi í dag segir að vinnubrögð First Water veki furðu, en að bréfið fylli málið engu að síður af vafa og óvissu. Það eru þau Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson sem skrifa greinina, en í henni er ákvörðunin um að fresta atkvæðagreiðslunni útskýrð. „Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu,“ segir í greininni. „Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna.“ Þar er einnig bent á að önnur landeldisfyrirtæki á svæðinu, Geo Salmo og Landeldisstöðin Þór, séu ekki mótfallin fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg þrátt fyrir að hún eigi að vera talsvert nær þeirra starfsemi. „Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli,“ segir í grein meirihlutans, en þar er jafnframt bent á að fyrirtækið búi yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hafi unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess. Sveitafélagið búi hins vegar ekki yfir þessum gögnum. Þá minnist meirihlutinn á hina svokölluðu rannsóknarreglu, að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin. „Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar.“ Greinarhöfundarnir segja stöðuna sem upp sé komin ömurlega, en að ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslunni hafi verið tekin með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. „Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja.“ Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Meirihlutinn segir að þeim hafi verið „nauðugur sá kostur“. Fram kemur í greininni að Elliða Vignissyni bæjarstjóra hafi verið falið að koma á fundi með fulltrúum First Water þar sem ætlast verði til þess að fyrirtækið styðji fullyrðingar sínar. Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem „Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju.“
Ölfus Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira