Mesti stjórnmálamaðurinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. maí 2024 11:01 Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. Þannig er Baldur Þórhallsson til að mynda fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hins vegar er það alls ekki svo að Halla Hrund hafi sjálf aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi þó mikil áherzla sé greinilega lögð á það að draga upp þá mynd. Til að mynda hafa þannig bæði hún og Kristján eiginmaður hennar verið á meðal pistlahöfunda á vefritinu Deiglan sem haldið hefur verið úti um árabil af lykilfólki í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem lengi var kenndur við Geir Haarde, fyrrverandi formann flokksins. Tala út í eitt en segja ekki neitt Hins vegar fer fátt sennilega meira í taugarnar á kjósendum í fari ýmissra stjórnmálamanna en þegar þeir tala út í eitt en segja í raun ekki neitt. Koma sér hjá því að svara spurningum og fara þess í stað að ræða eitthvað allt annað sem hentar þeim betur. Að því leyti má færa gild rök fyrir því að Halla Hrund sé mesti stjórnmálamaðurinn af þeim sem gefið hafa kost á sér í forsetakosningunum. Í neikvæðum skilningi þess orðs. Meðal þess sem Halla Hrund hefur komið sér ítrekað hjá því að svara er hvort hún sé hlynnt eða andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá hefur hún enn fremur ítrekað reynt að koma sér hjá því að svara fyrir þá vægast sagt furðulegu stjórnsýslu að undirrita viljayfirlýsingu með loftlagsráðherra Argentínu, fyrrverandi skólasystur sína í Harvard-háskóla, án nokkurs eðlilegs samráðs við hérlend stjórnvöld. Þarf að geta sýnt tennurnar á móti Hitt er svo annað mál að reynsla af stjórnmálum, svo ekki sé talað um mikil reynsla í þeim efnum líkt og Katrín Jakobsdóttir býr yfir, getur reynzt afar dýrmæt í embætti forseta lýðveldisins. Forsetinn þarf þannig að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum við slíkar aðstæður. Þá kemur sér eðli málsins samkvæmt afar vel að vera vel veðraður í þeim efnum. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði seint vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn sýni tennurnar. Við þær aðstæður þarf forsetinn einfaldlega að geta sýnt tennurnar á móti. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. Þannig er Baldur Þórhallsson til að mynda fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hins vegar er það alls ekki svo að Halla Hrund hafi sjálf aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi þó mikil áherzla sé greinilega lögð á það að draga upp þá mynd. Til að mynda hafa þannig bæði hún og Kristján eiginmaður hennar verið á meðal pistlahöfunda á vefritinu Deiglan sem haldið hefur verið úti um árabil af lykilfólki í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem lengi var kenndur við Geir Haarde, fyrrverandi formann flokksins. Tala út í eitt en segja ekki neitt Hins vegar fer fátt sennilega meira í taugarnar á kjósendum í fari ýmissra stjórnmálamanna en þegar þeir tala út í eitt en segja í raun ekki neitt. Koma sér hjá því að svara spurningum og fara þess í stað að ræða eitthvað allt annað sem hentar þeim betur. Að því leyti má færa gild rök fyrir því að Halla Hrund sé mesti stjórnmálamaðurinn af þeim sem gefið hafa kost á sér í forsetakosningunum. Í neikvæðum skilningi þess orðs. Meðal þess sem Halla Hrund hefur komið sér ítrekað hjá því að svara er hvort hún sé hlynnt eða andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá hefur hún enn fremur ítrekað reynt að koma sér hjá því að svara fyrir þá vægast sagt furðulegu stjórnsýslu að undirrita viljayfirlýsingu með loftlagsráðherra Argentínu, fyrrverandi skólasystur sína í Harvard-háskóla, án nokkurs eðlilegs samráðs við hérlend stjórnvöld. Þarf að geta sýnt tennurnar á móti Hitt er svo annað mál að reynsla af stjórnmálum, svo ekki sé talað um mikil reynsla í þeim efnum líkt og Katrín Jakobsdóttir býr yfir, getur reynzt afar dýrmæt í embætti forseta lýðveldisins. Forsetinn þarf þannig að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum við slíkar aðstæður. Þá kemur sér eðli málsins samkvæmt afar vel að vera vel veðraður í þeim efnum. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði seint vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn sýni tennurnar. Við þær aðstæður þarf forsetinn einfaldlega að geta sýnt tennurnar á móti. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun