Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. maí 2024 13:34 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play. Einar Árnason Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. Í gær birtist viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í flugfréttamiðlinum Flightglobal þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð félagsins í tengslum við stækkun flugflotans. Einari finnst þó ýmislegt hafa misfarist í túlkun blaðamannsins og sumt tekið of bókstaflega. „Það sem ég segi við hann er að við höfum gefið það út að við ætlum að tvöfalda flugflotann okkar á næstu fjórum til fimm árum og fara með þetta upp í átján til tuttugu vélar, og okkur finnst ekkert ótrúlegt - þó engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt - að tvær til þrjár þeirra verði staðsettar annars staðar en á Íslandi og fljúgi þá frekar til Íslands frekar en frá Íslandi. Við erum nú þegar með nokkur flug daglega, að jafnaði, til Spánar og til hinna ýmsu staða; Barcelona, Madrid, Alicante, Tenerife, Malaga, Mallorca, þetta er út um allt. Við erum þegar með nokkur flug á dag til Spánar og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við snúum þessu við og fljúgum frekar frá Spáni til Íslands.“ Ýmsir kostir geti verið fólgnir í því að hafa tvær til þrjár flugvélar á Spáni. „Þetta myndi þá hugsanlega þýða að við værum þá að fljúga frá þessum stöðum líka til annarra staða í Evrópu heldur en til Íslands en ennþá eru þetta nú bara svona fabúleringar um hvert vöxturinn gæti leitt okkur. Þetta hefði auðvitað ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram á Íslandi því auðvitað myndu vélar sem eru staðsettar á Spáni ekki fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar eða Íslands og Bandaríkjanna, þannig að þetta hefur ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram hér. Hún mun eftir sem áður vaxa en hluti af vexti félagsins kann að fara fram með þeim hætti að við staðsetjum vélar utan Íslands.“ Félagið sé íslenskt og verði með sínar höfuðstöðvar hér. „Kjarni félagsins er að fljúga með ferðamenn til og frá Íslandi og reyndar yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Það er kjarninn í starfseminni og þessu verður ekki sinnt öðruvísi en með því að aðalstarfsemin verði á Íslandi.“ Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í gær birtist viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í flugfréttamiðlinum Flightglobal þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð félagsins í tengslum við stækkun flugflotans. Einari finnst þó ýmislegt hafa misfarist í túlkun blaðamannsins og sumt tekið of bókstaflega. „Það sem ég segi við hann er að við höfum gefið það út að við ætlum að tvöfalda flugflotann okkar á næstu fjórum til fimm árum og fara með þetta upp í átján til tuttugu vélar, og okkur finnst ekkert ótrúlegt - þó engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt - að tvær til þrjár þeirra verði staðsettar annars staðar en á Íslandi og fljúgi þá frekar til Íslands frekar en frá Íslandi. Við erum nú þegar með nokkur flug daglega, að jafnaði, til Spánar og til hinna ýmsu staða; Barcelona, Madrid, Alicante, Tenerife, Malaga, Mallorca, þetta er út um allt. Við erum þegar með nokkur flug á dag til Spánar og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við snúum þessu við og fljúgum frekar frá Spáni til Íslands.“ Ýmsir kostir geti verið fólgnir í því að hafa tvær til þrjár flugvélar á Spáni. „Þetta myndi þá hugsanlega þýða að við værum þá að fljúga frá þessum stöðum líka til annarra staða í Evrópu heldur en til Íslands en ennþá eru þetta nú bara svona fabúleringar um hvert vöxturinn gæti leitt okkur. Þetta hefði auðvitað ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram á Íslandi því auðvitað myndu vélar sem eru staðsettar á Spáni ekki fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar eða Íslands og Bandaríkjanna, þannig að þetta hefur ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram hér. Hún mun eftir sem áður vaxa en hluti af vexti félagsins kann að fara fram með þeim hætti að við staðsetjum vélar utan Íslands.“ Félagið sé íslenskt og verði með sínar höfuðstöðvar hér. „Kjarni félagsins er að fljúga með ferðamenn til og frá Íslandi og reyndar yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Það er kjarninn í starfseminni og þessu verður ekki sinnt öðruvísi en með því að aðalstarfsemin verði á Íslandi.“
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00