Í dag er dagur líffjölbreytileika Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 22. maí 2024 08:00 Til hamingju með daginn! Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé horft til fjölda tegunda en ríkt þegar að við horfum á breytileika vistkerfa. Það ríkidæmi ber að vernda. Helstu ógnir við líffjölbreytileika eru eyðing og breyting búsvæða, ágengar tegundir, ofnýting auðlinda, mengun og loftslagsbreytingar. Aichi-markmiðunum sem voru sett fram 2010 var ætlað að vera rammi utan um starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffjölbreytileika. Aichi-markmiðin náðust ekki og árangurinn er metinn slakur. Í skýrslu milliríkjanefndar um líffjölbreytileika (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, IPBES) frá 2019 kemur meðal annars fram að hlutfalls villtra tegunda hefur minnkað, tegundum í útrýmingarhættu fjölgað, samdráttur orðið í lífmassa og vistkerfi hnignað. Þessari neikvæðu vegferð er gefinn lítill gaumur þó á tyllidögum sé talað um mikilvægi líffjölbreytileika enda stóla samfélög fólks og þar með hagkerfin á þjónustu vistkerfa. Nú á áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt er tilvalið að nýta tækifæri til að snúa blaðinu við og setja þessa mikilvægu auðlind í forgang. Vitundarvakning um líffjölbreytileika á Íslandi, (Biological Diversity of Iceland, BIODICE) er til fyrirmyndar en meira þarf ef duga skal. Stofnun líffjölbreytileikaráðs væri tilvalin afmælisgjöf til þjóðarinnar. Líffjölbreytileikaráð sem væri sjálfstætt starfandi og hvers hlutverk væri að hlúa sérstaklega að líffjölbreytileika og endurheimt. Ráðinu bæri að veita stjórnvöldum sérstaka ráðgjöf, sjá um fræðslu, hlúa að markmiðum og eftirfylgni sem og að tryggja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar. Í dag er tyllidagur líffjölbreytileika, með stofnum líffjölbreytileikaráðs eru meiri líkur á að allir dagar verðir tyllidagar. Höfundar eru: Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé horft til fjölda tegunda en ríkt þegar að við horfum á breytileika vistkerfa. Það ríkidæmi ber að vernda. Helstu ógnir við líffjölbreytileika eru eyðing og breyting búsvæða, ágengar tegundir, ofnýting auðlinda, mengun og loftslagsbreytingar. Aichi-markmiðunum sem voru sett fram 2010 var ætlað að vera rammi utan um starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffjölbreytileika. Aichi-markmiðin náðust ekki og árangurinn er metinn slakur. Í skýrslu milliríkjanefndar um líffjölbreytileika (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, IPBES) frá 2019 kemur meðal annars fram að hlutfalls villtra tegunda hefur minnkað, tegundum í útrýmingarhættu fjölgað, samdráttur orðið í lífmassa og vistkerfi hnignað. Þessari neikvæðu vegferð er gefinn lítill gaumur þó á tyllidögum sé talað um mikilvægi líffjölbreytileika enda stóla samfélög fólks og þar með hagkerfin á þjónustu vistkerfa. Nú á áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt er tilvalið að nýta tækifæri til að snúa blaðinu við og setja þessa mikilvægu auðlind í forgang. Vitundarvakning um líffjölbreytileika á Íslandi, (Biological Diversity of Iceland, BIODICE) er til fyrirmyndar en meira þarf ef duga skal. Stofnun líffjölbreytileikaráðs væri tilvalin afmælisgjöf til þjóðarinnar. Líffjölbreytileikaráð sem væri sjálfstætt starfandi og hvers hlutverk væri að hlúa sérstaklega að líffjölbreytileika og endurheimt. Ráðinu bæri að veita stjórnvöldum sérstaka ráðgjöf, sjá um fræðslu, hlúa að markmiðum og eftirfylgni sem og að tryggja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar. Í dag er tyllidagur líffjölbreytileika, með stofnum líffjölbreytileikaráðs eru meiri líkur á að allir dagar verðir tyllidagar. Höfundar eru: Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar