Mikill meirihluti hlynntur dánaraðstoð Árni Sæberg skrifar 15. maí 2024 18:40 Mikill meirihluti vill að læknum verði heimilað að aðstoða fólk við að binda enda á jarðvist þess. Getty/tofumax Um 77 prósent þjóðarinnar eru hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent eru andvíg. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 30. apríl til 5. maí. Í könnuninni voru eftirfarandi tvær spurningar um dánaraðstoð lagðar fyrir: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Með dánaraðstoð er átt við að hjálpa einstaklingi að binda enda á líf sitt með mannúðlegum hætti á grundvelli yfirlýsts samþykkis hans. Hversu sammála eða ósammála ertu því að það eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar? Í tilkynningu Prósents segir að um 77 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent séu hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent séu andvíg. Prósent Þá segir að ekki sé marktækur munur á afstöðu karla og kvenna, höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar eða ólíkra tekjuhópa. Píratar mest hlynntir en Vinstri græn síst Þegar niðurstöður séu skoðaðar eftir fylgi flokka megi sjá að kjósendur Pírata eru marktækt hlynntari því að leyfa dánaraðstoð en kjósendur allra annarra flokka nema tveggja, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Kjósendur Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – Grænt Framboð séu marktækt andvígari en kjósendur annarra flokka. Konur vilja frekar þjóðaratkvæðagreiðslu en karlar Hvað seinni spurninguna varðar segir að um 62 prósent séu sammála því að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar, um 21 prósent séu hvorki sammála né ósammála og um 17 prósent séu ósammála. Marktækur munur sé á afstöðu kynja. Konur séu að jafnaði frekar sammála því að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar samanborið við karla, það er 65 prósent kvenna á móti 59 prósentum karla. Loks segir að könnunin hafi verið netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið hafi talið 2.500 og fjöldi svara 1.253. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 30. apríl til 5. maí. Í könnuninni voru eftirfarandi tvær spurningar um dánaraðstoð lagðar fyrir: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Með dánaraðstoð er átt við að hjálpa einstaklingi að binda enda á líf sitt með mannúðlegum hætti á grundvelli yfirlýsts samþykkis hans. Hversu sammála eða ósammála ertu því að það eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar? Í tilkynningu Prósents segir að um 77 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent séu hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent séu andvíg. Prósent Þá segir að ekki sé marktækur munur á afstöðu karla og kvenna, höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar eða ólíkra tekjuhópa. Píratar mest hlynntir en Vinstri græn síst Þegar niðurstöður séu skoðaðar eftir fylgi flokka megi sjá að kjósendur Pírata eru marktækt hlynntari því að leyfa dánaraðstoð en kjósendur allra annarra flokka nema tveggja, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Kjósendur Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – Grænt Framboð séu marktækt andvígari en kjósendur annarra flokka. Konur vilja frekar þjóðaratkvæðagreiðslu en karlar Hvað seinni spurninguna varðar segir að um 62 prósent séu sammála því að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar, um 21 prósent séu hvorki sammála né ósammála og um 17 prósent séu ósammála. Marktækur munur sé á afstöðu kynja. Konur séu að jafnaði frekar sammála því að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar samanborið við karla, það er 65 prósent kvenna á móti 59 prósentum karla. Loks segir að könnunin hafi verið netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið hafi talið 2.500 og fjöldi svara 1.253.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50