Viltu koma í ferðalag? Guðmundur Björnsson skrifar 15. maí 2024 17:00 Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein. Ferðamálafræði – fyrir hverja? Ef þú hefur áhuga á ferðamennsku og vilt skilja hvers vegna fólk ferðast og hvernig við getum byggt upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu, þá er ferðamálafræði fyrir þig. Námið hentar líka þeim sem vilja efla nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu, hafa gaman af því að skipuleggja og vilja vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins. Það er einnig frábær valkostur fyrir þá sem langar í krefjandi og skemmtilegt framtíðarstarf. Hvað lærir maður í ferðamálafræði? Námið er fjölbreytt og tengir saman náttúru- og umhverfisfræði, félagsvísindi, viðskiptafræði og skipulagsfræði. Mikilvægur hluti námsins er að skoða áhrif ferðamennsku á umhverfi, menningu og hagkerfi og samspil þeirra. Nemendur fá tækifæri til að vinna með fyrirtækjum og stoðkerfi ferðaþjónustunnar, með sérstaka áherslu á starfsþróun og möguleika til starfsþjálfunar. Nýsköpun og sjálfbærni í ferðaþjónustu Nýsköpun er lykillinn að því að þróa ferðaþjónustu sem er bæði arðbær og sjálfbær. Í náminu eru nemendur þjálfaðir í að nýta nýjustu tækni og hugmyndafræði til að þróa þjónustu sem uppfyllir þarfir ferðamanna á vistvænan hátt. Ferðamennska hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á umhverfi, og það er okkar hlutverk að lágmarka neikvæðu áhrifin með sjálfbærri þróun. Nemendur í ferðamálafræðum læra að greina áhrif ferðamennsku á umhverfi og þróa lausnir til að vernda náttúruna á sama tíma og við stuðlum að efnahagslegum og félagslegum ávinningi. Öryggismál í ferðaþjónustu Öryggi ferðamanna er grundvallaratriði í ferðaþjónustu. Því læra nemendur um mikilvægi öryggisáætlana, áhættumat og viðbragðsáætlanir í tilfelli neyðarástands. Kennsla í öryggismálum felur í sér þjálfun í viðbrögðum við náttúruhamförum, slysavörnum og heilsufarslegum áskorunum. Sérstök áhersla er lögð á gerð öryggisáætlana, öryggismenningu og öryggi í náttúruferðum, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að vernda bæði ferðamenn og náttúruna sjálfa. Þjálfun og framtíðarhorfur Nám í ferðamálafræðum undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustunni. Námið leggur áherslu á nýsköpun, þjónustuþróun og neytendavernd, sem eru lykilatriði í samkeppni innan ferðaþjónustunnar. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum en einnig í því að vinna með öðrum. Kennarar leggja mikið upp úr því að vera aðgengilegir og stuðningsríkir, sem stuðlar að góðu sambandi milli nemenda og kennara. Félagslífið innan deildarinnar er einnig öflugt, með fjölbreyttum viðburðum og starfsemi sem stuðlar að sterku samfélagi. Lokaorð Ferðamálafræði veitir nemendum dýrmæta þekkingu á nýsköpun, áhrifum ferðamennsku á umhverfi og sjálfbærni, og öryggismálum. Þetta nám undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf í ferðaþjónustunni þar sem þeir geta stuðlað að vistvænni og öruggari ferðaþjónustu á Íslandi og um allan heim. Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum málum að skoða þetta nám í HÍ nánar og taka þátt í þessu spennandi ferðalagi. Höfundur er kennari í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Sjá meira
Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein. Ferðamálafræði – fyrir hverja? Ef þú hefur áhuga á ferðamennsku og vilt skilja hvers vegna fólk ferðast og hvernig við getum byggt upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu, þá er ferðamálafræði fyrir þig. Námið hentar líka þeim sem vilja efla nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu, hafa gaman af því að skipuleggja og vilja vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins. Það er einnig frábær valkostur fyrir þá sem langar í krefjandi og skemmtilegt framtíðarstarf. Hvað lærir maður í ferðamálafræði? Námið er fjölbreytt og tengir saman náttúru- og umhverfisfræði, félagsvísindi, viðskiptafræði og skipulagsfræði. Mikilvægur hluti námsins er að skoða áhrif ferðamennsku á umhverfi, menningu og hagkerfi og samspil þeirra. Nemendur fá tækifæri til að vinna með fyrirtækjum og stoðkerfi ferðaþjónustunnar, með sérstaka áherslu á starfsþróun og möguleika til starfsþjálfunar. Nýsköpun og sjálfbærni í ferðaþjónustu Nýsköpun er lykillinn að því að þróa ferðaþjónustu sem er bæði arðbær og sjálfbær. Í náminu eru nemendur þjálfaðir í að nýta nýjustu tækni og hugmyndafræði til að þróa þjónustu sem uppfyllir þarfir ferðamanna á vistvænan hátt. Ferðamennska hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á umhverfi, og það er okkar hlutverk að lágmarka neikvæðu áhrifin með sjálfbærri þróun. Nemendur í ferðamálafræðum læra að greina áhrif ferðamennsku á umhverfi og þróa lausnir til að vernda náttúruna á sama tíma og við stuðlum að efnahagslegum og félagslegum ávinningi. Öryggismál í ferðaþjónustu Öryggi ferðamanna er grundvallaratriði í ferðaþjónustu. Því læra nemendur um mikilvægi öryggisáætlana, áhættumat og viðbragðsáætlanir í tilfelli neyðarástands. Kennsla í öryggismálum felur í sér þjálfun í viðbrögðum við náttúruhamförum, slysavörnum og heilsufarslegum áskorunum. Sérstök áhersla er lögð á gerð öryggisáætlana, öryggismenningu og öryggi í náttúruferðum, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að vernda bæði ferðamenn og náttúruna sjálfa. Þjálfun og framtíðarhorfur Nám í ferðamálafræðum undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustunni. Námið leggur áherslu á nýsköpun, þjónustuþróun og neytendavernd, sem eru lykilatriði í samkeppni innan ferðaþjónustunnar. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum en einnig í því að vinna með öðrum. Kennarar leggja mikið upp úr því að vera aðgengilegir og stuðningsríkir, sem stuðlar að góðu sambandi milli nemenda og kennara. Félagslífið innan deildarinnar er einnig öflugt, með fjölbreyttum viðburðum og starfsemi sem stuðlar að sterku samfélagi. Lokaorð Ferðamálafræði veitir nemendum dýrmæta þekkingu á nýsköpun, áhrifum ferðamennsku á umhverfi og sjálfbærni, og öryggismálum. Þetta nám undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf í ferðaþjónustunni þar sem þeir geta stuðlað að vistvænni og öruggari ferðaþjónustu á Íslandi og um allan heim. Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum málum að skoða þetta nám í HÍ nánar og taka þátt í þessu spennandi ferðalagi. Höfundur er kennari í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun