Jón Gnarr fyrir dýraverndina Árni Stefán Árnason skrifar 15. maí 2024 14:00 Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis. Faðir minn var mikill áhugamaður um bindindi. Álíka mikill áhugamaður og ég er um dýravernd. Ég á fjölda bréfa sem faðir minn skrifaði til frambjóðenda fyrir kosningar þar sem hann spyr þá um áherslur þeirra í bindindismálum. Þetta er heiðarleg og einlæg spurning, sem er vitnisburður um mann sem vildi standa vörð um lýðheilsu á Íslandi. Aldrei fékk hann nein svör. Frambjóðendur þorðu ekki að stíga út fyrir rammann gegn þessum mesta vágesti mannkyns. Ég hef haft sama hátt á varðandi komandi forsetakosningar. Ég hef margoft spurt frambjóðendur m.a. í vísiskoðun um afstöðu þeirra til dýraverndar. Engin hefur hugrekki til að svara. Engu að síður ,,baða" margir þeirra sig nú í nýfæddum lömbum íklæddir lopapeysum. Ekki veit ég hvaða skilaboð þeir eru að reyna að senda. Hvað koma nýfædd lömb sem enda í sláturhúsi í haust kosningabarráttu við? Ég hef því reynt að hlera þá afstöðu með öðrum hætti og hlustað á næstum hvert einasta viðtal við frambjóðendur í miðlum, nú síðast Gnarr. Viðtalið við Jón Gnarr hjá Stöð2 var einlægt og heiðarlegt og það stóð upp úr hvernig hann talaði af eigin frumkvæði um hundinn sinn Klaka, tilfinningar sínar og virðingu gagnvart dýrum. Það dugði mér til að taka endanlega ákvörðun í komandi forsetakosningum þó Jón Gnarr sé á meðal þeirra sem hafa ekki svarað mér, jafnvel þó ég hafi sent honum þessa spurningu í beina útsendingu í kosningamiðstöð hans. Ég tel að það sé borin von að hjakka áfram í sama farinu að spyrja frambjóðendur um afstöðu þeirra til dýravernda og hvernig þeir myndu beita sér í henni. Þeir virðast ekki hafa hugrekki til að svara því. Áhersla á vernd hinna allra minnstu í samfélagi okkar virðist ekki vera þeim hugleikin. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis. Faðir minn var mikill áhugamaður um bindindi. Álíka mikill áhugamaður og ég er um dýravernd. Ég á fjölda bréfa sem faðir minn skrifaði til frambjóðenda fyrir kosningar þar sem hann spyr þá um áherslur þeirra í bindindismálum. Þetta er heiðarleg og einlæg spurning, sem er vitnisburður um mann sem vildi standa vörð um lýðheilsu á Íslandi. Aldrei fékk hann nein svör. Frambjóðendur þorðu ekki að stíga út fyrir rammann gegn þessum mesta vágesti mannkyns. Ég hef haft sama hátt á varðandi komandi forsetakosningar. Ég hef margoft spurt frambjóðendur m.a. í vísiskoðun um afstöðu þeirra til dýraverndar. Engin hefur hugrekki til að svara. Engu að síður ,,baða" margir þeirra sig nú í nýfæddum lömbum íklæddir lopapeysum. Ekki veit ég hvaða skilaboð þeir eru að reyna að senda. Hvað koma nýfædd lömb sem enda í sláturhúsi í haust kosningabarráttu við? Ég hef því reynt að hlera þá afstöðu með öðrum hætti og hlustað á næstum hvert einasta viðtal við frambjóðendur í miðlum, nú síðast Gnarr. Viðtalið við Jón Gnarr hjá Stöð2 var einlægt og heiðarlegt og það stóð upp úr hvernig hann talaði af eigin frumkvæði um hundinn sinn Klaka, tilfinningar sínar og virðingu gagnvart dýrum. Það dugði mér til að taka endanlega ákvörðun í komandi forsetakosningum þó Jón Gnarr sé á meðal þeirra sem hafa ekki svarað mér, jafnvel þó ég hafi sent honum þessa spurningu í beina útsendingu í kosningamiðstöð hans. Ég tel að það sé borin von að hjakka áfram í sama farinu að spyrja frambjóðendur um afstöðu þeirra til dýravernda og hvernig þeir myndu beita sér í henni. Þeir virðast ekki hafa hugrekki til að svara því. Áhersla á vernd hinna allra minnstu í samfélagi okkar virðist ekki vera þeim hugleikin. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun