Albert gáttaður á Lárusi Orra: „Hvað meinarðu? Hvað er í gangi hérna?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 10:01 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason deila ekki alltaf sömu skoðunum á hlutunum. stöð 2 sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason eru ekki alltaf sammála og voru það svo sannarlega ekki þegar þeir fjölluðu um leik Víkings og FH í Bestu deild karla í Stúkunni á mánudaginn. Böðvar Böðvarsson braut ansi hressilega á Matthíasi Vilhjálmssyni í fyrri hálfleik og í þeim seinni fékk Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, svo sitt annað gula spjald fyrir brot. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, náði skemmtilegum myndum af broti Böðvars sem voru sýndar í Stúkunni. Kjartan Atli Kjartansson bað Lárus Orra og Albert svo um álit á brotinu. „Þetta leit ekki endilega illa út þegar maður sá þetta í vélunum en af þessum myndum að dæma lítur þetta mjög illa út,“ sagði Lárus Orri. Albert var á öndverðu meiði við félaga sinn í þessu máli. „Mér finnst persónulega ekkert að þessu. Ef þú myndir fá Arnar Gunnlaugsson [þjálfara Víkings] í viðtal er ég nokkuð viss um að hann myndi segja nákvæmlega það sama,“ sagði Albert. „Þetta er það sem allir hafa verið að kvarta yfir því að Víkingar hafi verið að gera; fara upp að línunni og mér finnst þetta sem FH-ingar hafa verið að gera núna, í þessum leik og líka í leikjunum í fyrra, sem er greinilega það sem Heimir [Guðjónsson, þjálfari FH] er að reyna að koma inn í liðið. Við heyrðum viðtal við Bödda á .net á laugardaginn þar sem hann talaði um að þeir vilja ná þessari línu, að spila fast, gróft og vera vondir en ekki fara yfir þessa línu. Mér finnst þetta akkúrat á því þaki. Hann er fantur og vondi kallinn í þessari deild og hann spilaði bara rétt þarna.“ Strákarnir fóru svo yfir rauða spjaldið sem Hansen fékk í leiknum í Víkinni sem heimamenn unnu, 2-0. „Er þetta annað gula spjald? Ég er ekki viss um það,“ sagði Lárus Orri. „Lárus, hvað meinarðu?“ sagði Albert hneykslaður. „Hvað er í gangi hérna? Horfðu á Nikolaj. Hann er að segja þér að þetta sé annað gult spjald, bara hvernig hann bregst við þessu.“ „Hann er skíthræddur um að vera rekinn út af. Hann fer ansi hart í boltann en þetta er ekki annað gult spjald,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - umræða um brotin í Víkinni „Var þetta meira rautt á Bödda en þetta sem seinna gula?“ spurði Albert Lárus Orra sem játti því. „Ég sagði þér að þessi Tenerife-ferð hefði verið eitthvað erfið,“ sagði Albert og hló. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Stúkan Tengdar fréttir „Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30 „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 „Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Böðvar Böðvarsson braut ansi hressilega á Matthíasi Vilhjálmssyni í fyrri hálfleik og í þeim seinni fékk Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, svo sitt annað gula spjald fyrir brot. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, náði skemmtilegum myndum af broti Böðvars sem voru sýndar í Stúkunni. Kjartan Atli Kjartansson bað Lárus Orra og Albert svo um álit á brotinu. „Þetta leit ekki endilega illa út þegar maður sá þetta í vélunum en af þessum myndum að dæma lítur þetta mjög illa út,“ sagði Lárus Orri. Albert var á öndverðu meiði við félaga sinn í þessu máli. „Mér finnst persónulega ekkert að þessu. Ef þú myndir fá Arnar Gunnlaugsson [þjálfara Víkings] í viðtal er ég nokkuð viss um að hann myndi segja nákvæmlega það sama,“ sagði Albert. „Þetta er það sem allir hafa verið að kvarta yfir því að Víkingar hafi verið að gera; fara upp að línunni og mér finnst þetta sem FH-ingar hafa verið að gera núna, í þessum leik og líka í leikjunum í fyrra, sem er greinilega það sem Heimir [Guðjónsson, þjálfari FH] er að reyna að koma inn í liðið. Við heyrðum viðtal við Bödda á .net á laugardaginn þar sem hann talaði um að þeir vilja ná þessari línu, að spila fast, gróft og vera vondir en ekki fara yfir þessa línu. Mér finnst þetta akkúrat á því þaki. Hann er fantur og vondi kallinn í þessari deild og hann spilaði bara rétt þarna.“ Strákarnir fóru svo yfir rauða spjaldið sem Hansen fékk í leiknum í Víkinni sem heimamenn unnu, 2-0. „Er þetta annað gula spjald? Ég er ekki viss um það,“ sagði Lárus Orri. „Lárus, hvað meinarðu?“ sagði Albert hneykslaður. „Hvað er í gangi hérna? Horfðu á Nikolaj. Hann er að segja þér að þetta sé annað gult spjald, bara hvernig hann bregst við þessu.“ „Hann er skíthræddur um að vera rekinn út af. Hann fer ansi hart í boltann en þetta er ekki annað gult spjald,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - umræða um brotin í Víkinni „Var þetta meira rautt á Bödda en þetta sem seinna gula?“ spurði Albert Lárus Orra sem játti því. „Ég sagði þér að þessi Tenerife-ferð hefði verið eitthvað erfið,“ sagði Albert og hló. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Stúkan Tengdar fréttir „Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30 „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 „Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32
„Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01