Sterk, rökföst og réttsýn rödd Jakob S. Jónsson og skrifa 13. maí 2024 19:31 Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta. Vissulega yrðu þessir frambjóðendur mjög mismunandi forsetar, en enginn þeirra hefur komið þannig fyrir að ég gæti ekki með nokkru móti hugsað mér viðkomandi í húsbónda- eða húsfreyjuhlutverki á Bessastöðum. Ég þarf ekki að telja upp kosti – þeir eru öllum augljósir, sem vilja sjá. Þó hafa örlögin hagað því svo til að ég hef unnið með einum þessara frambjóðenda í ærið vandasömu starfi – í stjórn flokksráði pólítískra samtaka, þar sem reyndi á lipurð, sanngirni og þá list sem margir segja að við Íslendingar kunnum einna síst, sem er að hlusta og láta sjá svo ekki verði um villst að mótrök hafi raunveruleg áhrif á umræðuna og niðurstöðu hennar. Ég hef séð Katrínu Jakobsdóttur sem leiðtoga í stjórnarandstöðu og standa sig vel sem slíkur. Ég hef líka séð og heyrt Katrínu Jakobsdóttur skipta um skoðun, segja að nú sé kominn tími til að láta á reyna að hafa áhrif í samsteypustjórn – jafnvel þótt um samstarf yrði að ræða með gerólíkum stjórnmálaflokkum. Og vissulega hefur á samstarfið reynt á undanförnum sjö árum. Allt hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig og það þarf að hafa mikið við til að annars vegar viðurkenna hið fjölskipaða stjórnvald okkar Íslendinga og hins vegar að horfa á bak mikilvægum baráttumálum í óseðjandi hít samstarfsflokkanna. En – ýmislegt hefur áunnist. Öðru hefur verið forðað frá ósigri; þannig er eðli samstarfs sem byggir á málamiðlunum og er sérstök list útaf fyrir sig, sem fáir kunna betur en Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það fært henni virðingu meðal þjóðarleiðtoga, sem á eftir að færa henni ómælda forgjöf í embætti forseta, fari svo að hún beri sigur af hólmi í þeirri kosningu sem framundan er. Þar mun hún vekja athygli sem sá þjóðhöfðingi sem hlustar – og sem slíkur verður hún einnig sá þjóðhöfðingi sem hlustað er á. Hún yrði sterk, rökföst og réttsýn rödd Íslands á alþjóðavettvangi sem og heimafyrir. Höfundur er leiðsögumaður og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta. Vissulega yrðu þessir frambjóðendur mjög mismunandi forsetar, en enginn þeirra hefur komið þannig fyrir að ég gæti ekki með nokkru móti hugsað mér viðkomandi í húsbónda- eða húsfreyjuhlutverki á Bessastöðum. Ég þarf ekki að telja upp kosti – þeir eru öllum augljósir, sem vilja sjá. Þó hafa örlögin hagað því svo til að ég hef unnið með einum þessara frambjóðenda í ærið vandasömu starfi – í stjórn flokksráði pólítískra samtaka, þar sem reyndi á lipurð, sanngirni og þá list sem margir segja að við Íslendingar kunnum einna síst, sem er að hlusta og láta sjá svo ekki verði um villst að mótrök hafi raunveruleg áhrif á umræðuna og niðurstöðu hennar. Ég hef séð Katrínu Jakobsdóttur sem leiðtoga í stjórnarandstöðu og standa sig vel sem slíkur. Ég hef líka séð og heyrt Katrínu Jakobsdóttur skipta um skoðun, segja að nú sé kominn tími til að láta á reyna að hafa áhrif í samsteypustjórn – jafnvel þótt um samstarf yrði að ræða með gerólíkum stjórnmálaflokkum. Og vissulega hefur á samstarfið reynt á undanförnum sjö árum. Allt hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig og það þarf að hafa mikið við til að annars vegar viðurkenna hið fjölskipaða stjórnvald okkar Íslendinga og hins vegar að horfa á bak mikilvægum baráttumálum í óseðjandi hít samstarfsflokkanna. En – ýmislegt hefur áunnist. Öðru hefur verið forðað frá ósigri; þannig er eðli samstarfs sem byggir á málamiðlunum og er sérstök list útaf fyrir sig, sem fáir kunna betur en Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það fært henni virðingu meðal þjóðarleiðtoga, sem á eftir að færa henni ómælda forgjöf í embætti forseta, fari svo að hún beri sigur af hólmi í þeirri kosningu sem framundan er. Þar mun hún vekja athygli sem sá þjóðhöfðingi sem hlustar – og sem slíkur verður hún einnig sá þjóðhöfðingi sem hlustað er á. Hún yrði sterk, rökföst og réttsýn rödd Íslands á alþjóðavettvangi sem og heimafyrir. Höfundur er leiðsögumaður og leikstjóri.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun