Telur ekki viðeigandi að tjá sig um mál Maríu Sigrúnar Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 16:21 „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra, vildi ekki tjá sig um „svokallað Kveiksmál“ sem hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga. Að hennar mati er ekki viðeigandi fyrir ráðherra að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, út í það sem hún kallaði „furðumál“ Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu. „Hún var látin fara úr fréttaskýringaþætti RÚV þegar hún vann að innslagi um meinta gjafagjörninga Reykjavíkurborgar til olíufélaga. Eftir nokkurt þref og mikinn þrýsting sem auðvitað skapaðist við afhjúpun Maríu var fréttaskýring hennar loks spillt því að öðrum þætti á RÚV. Umfjöllunin var sláandi og landsmenn eiga auðvitað heimtingu á að fá að sjá hvernig var staðið að þessum samningum,“ sagði Diljá. „Ríkisútvarpið er auðvitað þjóðarmiðill. Það er lögbundið að miðlun hans byggist á fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu og það var bara mjög miður að sjá aðdragandann að þessu máli í Ríkisútvarpinu.” Diljá óskaði eftir að fá að heyra skoðun ráðherra málaflokksins á málinu. Hún bað sérstaklega um svar við því hvort málið hefði skaðað trúverðugleika RÚV Í ræðu sinni sagði Lilja þó að henni þætti það ekki tilhlýðilegt að hún færi að tjá sig um mál sem tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins með þessum hætti. „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja sem minntist á að traust til RÚV mældist býsna hátt. RÚV var til frekari umræðu á Alþingi í dag. Lilja var líka spurð út í kynhlutlausa íslensku sem hefur verið áberandi hjá RÚV. Lesa má um það nánar hér. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51 Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30 „Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, út í það sem hún kallaði „furðumál“ Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu. „Hún var látin fara úr fréttaskýringaþætti RÚV þegar hún vann að innslagi um meinta gjafagjörninga Reykjavíkurborgar til olíufélaga. Eftir nokkurt þref og mikinn þrýsting sem auðvitað skapaðist við afhjúpun Maríu var fréttaskýring hennar loks spillt því að öðrum þætti á RÚV. Umfjöllunin var sláandi og landsmenn eiga auðvitað heimtingu á að fá að sjá hvernig var staðið að þessum samningum,“ sagði Diljá. „Ríkisútvarpið er auðvitað þjóðarmiðill. Það er lögbundið að miðlun hans byggist á fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu og það var bara mjög miður að sjá aðdragandann að þessu máli í Ríkisútvarpinu.” Diljá óskaði eftir að fá að heyra skoðun ráðherra málaflokksins á málinu. Hún bað sérstaklega um svar við því hvort málið hefði skaðað trúverðugleika RÚV Í ræðu sinni sagði Lilja þó að henni þætti það ekki tilhlýðilegt að hún færi að tjá sig um mál sem tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins með þessum hætti. „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja sem minntist á að traust til RÚV mældist býsna hátt. RÚV var til frekari umræðu á Alþingi í dag. Lilja var líka spurð út í kynhlutlausa íslensku sem hefur verið áberandi hjá RÚV. Lesa má um það nánar hér.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51 Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30 „Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51
Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30
„Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29