Hver á að setja málið á dagskrá? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. maí 2024 19:00 Fróðleg grein birtist á Vísir.is fyrir helgi eftir Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmann Viðreisnar, í tilefni af degi Evrópusambandsins 9. maí. Á þeim degi árið 1950 var svonefnd Schuman-yfirlýsing flutt af þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem markaði upphaf þess sem við þekkjum sem Evrópusambandið í dag. Þar kom meðal annars fram að fyrst skrefið í þeim efnum væri að koma kola- og stálframleiðslu undir eina stjórn en lokaskrefið væri evrópskt sambandsríki. Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið minnast árlega dags sambandsins og þá um leið gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar en hafa hins vegar aldrei orð á lokamarkmiði samrunans innan þess. Á sama tíma eru skoðanasystkin þeirra á meginlandinu mun ófeimnari í þeim efnum. Til að mynda er þannig lögð áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að sambandsríki í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar Þýzkalands en hana mynda meðal annars þýzkir systurflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir meðal annars í greininni að setja eigi inngöngu í Evrópusambandið „á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna.“ Óneitanlega athyglisverð orð. Á sama tíma gerir hann að því skóna í greininni að meirihluti landsmanna vilji ganga í sambandið. Hvers vegna er málið þá ekki á dagskrá „af fullri alvöru“ í umræðu almennings svo notuð séu hans eigin orð? Hvað kemur í veg fyrir það? Mögulega er ástæða sú að í raun er í bezta falli fyrir að fara afar takmörkuðum áhuga á málinu. Hvað stjórnmálin varðar er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá á þeim vettvangi sem eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á málið. Það er til dæmis ekki hlutverk stjórnarflokkanna sem allir eru andvígir inngöngu í sambandið og voru ekki sízt kosnir út á þá stefnu. Samfylkingin hefur að vísu ekki breytt um stefnu en lagt málið til hliðar. Meðal annars í kjölfar þess stórjókst fylgi flokksins sem og andstaða við inngöngu í Evrópusambandið á meðal stuðningsmanna hans. Fylgi Viðreisnar, flokks Jóns Steindórs, mældist hins vegar á sama tíma einungis 7,5% í síðustu skoðanakönnun Gallups og á því róli hefur það verið undanfarin ár. Mun minna en í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu og við kjöraðstæður fyrir áróður flokksins fyrir inngöngu í Evrópusambandið, þó hann haldi að vísu engu vatni, auk þess sem hann situr einn að áherzlu á málið, stefnumál sem Jón Steindór virðist telja ávísun á mikinn fjölda atkvæða á meðal almennings. Hvað er þá eiginlega að Viðreisn? Væntanlega eitthvað verulega mikið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fróðleg grein birtist á Vísir.is fyrir helgi eftir Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmann Viðreisnar, í tilefni af degi Evrópusambandsins 9. maí. Á þeim degi árið 1950 var svonefnd Schuman-yfirlýsing flutt af þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem markaði upphaf þess sem við þekkjum sem Evrópusambandið í dag. Þar kom meðal annars fram að fyrst skrefið í þeim efnum væri að koma kola- og stálframleiðslu undir eina stjórn en lokaskrefið væri evrópskt sambandsríki. Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið minnast árlega dags sambandsins og þá um leið gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar en hafa hins vegar aldrei orð á lokamarkmiði samrunans innan þess. Á sama tíma eru skoðanasystkin þeirra á meginlandinu mun ófeimnari í þeim efnum. Til að mynda er þannig lögð áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að sambandsríki í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar Þýzkalands en hana mynda meðal annars þýzkir systurflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir meðal annars í greininni að setja eigi inngöngu í Evrópusambandið „á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna.“ Óneitanlega athyglisverð orð. Á sama tíma gerir hann að því skóna í greininni að meirihluti landsmanna vilji ganga í sambandið. Hvers vegna er málið þá ekki á dagskrá „af fullri alvöru“ í umræðu almennings svo notuð séu hans eigin orð? Hvað kemur í veg fyrir það? Mögulega er ástæða sú að í raun er í bezta falli fyrir að fara afar takmörkuðum áhuga á málinu. Hvað stjórnmálin varðar er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá á þeim vettvangi sem eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á málið. Það er til dæmis ekki hlutverk stjórnarflokkanna sem allir eru andvígir inngöngu í sambandið og voru ekki sízt kosnir út á þá stefnu. Samfylkingin hefur að vísu ekki breytt um stefnu en lagt málið til hliðar. Meðal annars í kjölfar þess stórjókst fylgi flokksins sem og andstaða við inngöngu í Evrópusambandið á meðal stuðningsmanna hans. Fylgi Viðreisnar, flokks Jóns Steindórs, mældist hins vegar á sama tíma einungis 7,5% í síðustu skoðanakönnun Gallups og á því róli hefur það verið undanfarin ár. Mun minna en í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu og við kjöraðstæður fyrir áróður flokksins fyrir inngöngu í Evrópusambandið, þó hann haldi að vísu engu vatni, auk þess sem hann situr einn að áherzlu á málið, stefnumál sem Jón Steindór virðist telja ávísun á mikinn fjölda atkvæða á meðal almennings. Hvað er þá eiginlega að Viðreisn? Væntanlega eitthvað verulega mikið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun