Góður málsvari íslenskrar menningar Kristín Huld Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2024 18:01 Ég hafði verið forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins í átta ár, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2009. Frá fyrsta degi sýndi hún málefnum fornleifa brennandi áhuga, rétt eins og öðrum sviðum menningarmála. Hún var sú fyrsta af ráðherrum málaflokksins sem þáði boð um að koma í heimsókn og kynna sér hvað starfsfólk Fornleifaverndarinnar var að fást við. Hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Hún var þægileg, áhugasöm og jákvæð. Ég var ekki alltaf sátt við niðurstöður ráðuneytisins en öll okkar samskipti voru hreinskiptin og fagleg. Katrín var afbragðsgóður ráðherra verndar og vörslu menningarminja. Undir hennar stjórn voru Þjóðminjalög endurskoðuð og ný, farsæl lög um menningarminjar voru sett árið 2012. Fornleifavernd ríkisins og húsafriðunarnefnd voru sameinaðar og Minjastofnun Íslands tók til starfa. Unnið var að fjölda spennandi verkefna í ráðherratíð Katrínar, sem hún tók þátt í. Meðal þeirra var evrópsk ráðstefna um nýtingu fjarkönnunar, svo sem gervihnatta við að skrá minjar. Tækni, sem sýnir m. a. minjar á sjávarbotni, í þéttvöxnum skógi og víðar sem önnur tækni nær ekki til. Katrín sló í gegn og var ljóst af umræðum næstu árin að ráðstefnugestir fylgdust með henni. Önnur áhugaverð verkefni frá þessum tíma voru samkeppni um bætta miðlun og aðgengi að minjunum í Stöng í Þjórsárdal og opnun minjagarðsins á Skriðuklaustri og undirritun verndaráætlunar minjanna. Hvaða umsögn, fær fyrrverandi ráðherra frá fyrrverandi forstöðumanni ? Katrín setur sig vel inn í málin. Það er gaman að ræða við hana. Hún hefur kímnigáfu. Hún er hlý og hefur mikla útgeislun. Hún er afburðagreind eins og alkunna er. Hún talar hin ýmsu tungumál, þeirra á meðal Norðurlandamálin, sem er nauðsynlegt fyrir forseta Íslands. Hún er vel tengd og nýtur virðingar erlendis. Núna þegar hún er hætt í stjórnmálum og gefur kost á sér sem forseti er enginn vafi í mínum huga að íslensk menning fær ekki betri vin í næsta forseta, jafnvel þótt margt ágætt fólk úr menningunni sé í framboði. Katrín fær atkvæðið mitt. Höfundur er með Phd. gráðu í fornleifafræði og fyrrverandi forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Minjastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ég hafði verið forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins í átta ár, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2009. Frá fyrsta degi sýndi hún málefnum fornleifa brennandi áhuga, rétt eins og öðrum sviðum menningarmála. Hún var sú fyrsta af ráðherrum málaflokksins sem þáði boð um að koma í heimsókn og kynna sér hvað starfsfólk Fornleifaverndarinnar var að fást við. Hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Hún var þægileg, áhugasöm og jákvæð. Ég var ekki alltaf sátt við niðurstöður ráðuneytisins en öll okkar samskipti voru hreinskiptin og fagleg. Katrín var afbragðsgóður ráðherra verndar og vörslu menningarminja. Undir hennar stjórn voru Þjóðminjalög endurskoðuð og ný, farsæl lög um menningarminjar voru sett árið 2012. Fornleifavernd ríkisins og húsafriðunarnefnd voru sameinaðar og Minjastofnun Íslands tók til starfa. Unnið var að fjölda spennandi verkefna í ráðherratíð Katrínar, sem hún tók þátt í. Meðal þeirra var evrópsk ráðstefna um nýtingu fjarkönnunar, svo sem gervihnatta við að skrá minjar. Tækni, sem sýnir m. a. minjar á sjávarbotni, í þéttvöxnum skógi og víðar sem önnur tækni nær ekki til. Katrín sló í gegn og var ljóst af umræðum næstu árin að ráðstefnugestir fylgdust með henni. Önnur áhugaverð verkefni frá þessum tíma voru samkeppni um bætta miðlun og aðgengi að minjunum í Stöng í Þjórsárdal og opnun minjagarðsins á Skriðuklaustri og undirritun verndaráætlunar minjanna. Hvaða umsögn, fær fyrrverandi ráðherra frá fyrrverandi forstöðumanni ? Katrín setur sig vel inn í málin. Það er gaman að ræða við hana. Hún hefur kímnigáfu. Hún er hlý og hefur mikla útgeislun. Hún er afburðagreind eins og alkunna er. Hún talar hin ýmsu tungumál, þeirra á meðal Norðurlandamálin, sem er nauðsynlegt fyrir forseta Íslands. Hún er vel tengd og nýtur virðingar erlendis. Núna þegar hún er hætt í stjórnmálum og gefur kost á sér sem forseti er enginn vafi í mínum huga að íslensk menning fær ekki betri vin í næsta forseta, jafnvel þótt margt ágætt fólk úr menningunni sé í framboði. Katrín fær atkvæðið mitt. Höfundur er með Phd. gráðu í fornleifafræði og fyrrverandi forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Minjastofnunar Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun