„Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2024 13:50 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. Rætt var um möguleikann á að leyfa dánaraðstoð hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Læknafélag Íslands hefur lagst gegn slíkum hugmyndum. Formaður félagsins segir að dánaraðstoð myndi breyta hlutverki lækna verulega. „Auðvitað er réttur hvers og eins hvort hann vill lifa eða deyja. En það er spurning, er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig? Það er stóra spurningin. Svo er það líka þessi umræða, hvert er hlutverk lækna? Og það að leyfa dánaraðstoð er auðvitað grundvallarbreyting á hlutverki lækna,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Öll verk lækna beinist að því að viðhalda lífi eða líkna fólk sem þjáist. „En að á virkan hátt deyða, hefur ekki verið hluti af okkar verkahring, nema í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. Þannig að þetta er grundvallarbreyting á okkar hlutverki, og mjög mikilvægt að allar svona breytingar séu gerðar í víðtækri sátt við læknastéttina að mínu mati. Vegna þess að þetta snýst ekki bara um réttindi einstaklingsins til að deyja. Þetta snýst um annan aðila sem á þá að framkvæma þennan verknað, veita þessa aðstoð.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr smiðju Viðreisnar, þar sem lagt er til að dánaraðstoð verði heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Steinunn gagnrýnir skort á samráði við lækna. Það var ekkert rætt við okkur, sem mér finnst mjög merkilegt, vegna þess að í þessu frumvarpi kemur fram mjög nákvæmlega hvernig læknar eiga að deyða sjúklinga. Og maður hugsar: Getur maður lagt svona fram án þess einu sinni að ræða við samtök lækna? Mér finnst það áhugavert, því eins og ég segi þá vissum við ekki að þetta væri á leiðinni,“ sagði Steinunn. Rétturinn til að biðja um ekki það sama og rétturinn til að fá Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi, segist skilja afstöðu læknafélagsins að einhverju leyti. „En það var eins með presta. Þið munið eftir því þegar þetta frumvarp var samþykkt um giftingar samkynhneigðra. Þá voru prestar lengi vel á móti, og á einhverjum tímapunkti þá tók Alþingi af skarið, sagði „Við komumst ekki lengra“, og í raun samþykkti frumvarp með þeim skilyrðum að prestar gátu neitað,“ sagði Ingrid. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki lagðar skyldur á lækna að framkvæma dánaraðstoð, séu þeir mótfallnir því á siðferðislegum eða trúarlegum grundvelli. „Þess vegna er alltaf sagt til dæmis í Hollandi, að þú átt ekki rétt á dánaraðstoð. Þú átt rétt á að biðja um dánaraðstoð.Það er ekki það sama.“ Dánaraðstoð Alþingi Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Rætt var um möguleikann á að leyfa dánaraðstoð hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Læknafélag Íslands hefur lagst gegn slíkum hugmyndum. Formaður félagsins segir að dánaraðstoð myndi breyta hlutverki lækna verulega. „Auðvitað er réttur hvers og eins hvort hann vill lifa eða deyja. En það er spurning, er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig? Það er stóra spurningin. Svo er það líka þessi umræða, hvert er hlutverk lækna? Og það að leyfa dánaraðstoð er auðvitað grundvallarbreyting á hlutverki lækna,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Öll verk lækna beinist að því að viðhalda lífi eða líkna fólk sem þjáist. „En að á virkan hátt deyða, hefur ekki verið hluti af okkar verkahring, nema í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. Þannig að þetta er grundvallarbreyting á okkar hlutverki, og mjög mikilvægt að allar svona breytingar séu gerðar í víðtækri sátt við læknastéttina að mínu mati. Vegna þess að þetta snýst ekki bara um réttindi einstaklingsins til að deyja. Þetta snýst um annan aðila sem á þá að framkvæma þennan verknað, veita þessa aðstoð.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr smiðju Viðreisnar, þar sem lagt er til að dánaraðstoð verði heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Steinunn gagnrýnir skort á samráði við lækna. Það var ekkert rætt við okkur, sem mér finnst mjög merkilegt, vegna þess að í þessu frumvarpi kemur fram mjög nákvæmlega hvernig læknar eiga að deyða sjúklinga. Og maður hugsar: Getur maður lagt svona fram án þess einu sinni að ræða við samtök lækna? Mér finnst það áhugavert, því eins og ég segi þá vissum við ekki að þetta væri á leiðinni,“ sagði Steinunn. Rétturinn til að biðja um ekki það sama og rétturinn til að fá Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi, segist skilja afstöðu læknafélagsins að einhverju leyti. „En það var eins með presta. Þið munið eftir því þegar þetta frumvarp var samþykkt um giftingar samkynhneigðra. Þá voru prestar lengi vel á móti, og á einhverjum tímapunkti þá tók Alþingi af skarið, sagði „Við komumst ekki lengra“, og í raun samþykkti frumvarp með þeim skilyrðum að prestar gátu neitað,“ sagði Ingrid. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki lagðar skyldur á lækna að framkvæma dánaraðstoð, séu þeir mótfallnir því á siðferðislegum eða trúarlegum grundvelli. „Þess vegna er alltaf sagt til dæmis í Hollandi, að þú átt ekki rétt á dánaraðstoð. Þú átt rétt á að biðja um dánaraðstoð.Það er ekki það sama.“
Dánaraðstoð Alþingi Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent