Örlög Luton ráðin og allir nýliðarnir falla Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 16:16 Leikmenn Luton hafa spjarað sig mun betur en margir héldu, sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni, en vonbrigðin voru mikil eftir tapið í dag. Getty/Richard Pelham Luton er svo gott sem fallið og fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þar með lokið, eftir að liðið tapaði 3-1 fyrir West Ham í dag. Sex leikjum var að ljúka og ljóst að allir þrír nýliðarnir í deildinni kveðja hana um næstu helgi. Luton er ekki formlega fallið en þarf að vinna Fulham í lokaumferðinni, treysta á að Nottingham Forest tapi síðustu tveimur leikjum sínum, og síðast en ekki síst vinna upp 13 marka forskot Forest í markatölu. Luton komst reyndar yfir á London-leikvanginum í dag, með skallamarki Albert Sambi Lokonga, en í seinni hálfleik skoruðu James Ward-Prowse, Tomas Soucek og George Earthy og tryggðu Hömrunum langþráðan sigur. Burnley féll eftir 2-1 tap gegn Tottenham, eins og fjallað hefur verið um. Sheffield United var þegar fallið og tapaði 1-0 fyrir Everton á útivelli, þar sem Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Sheffield sló óvinsælt met en liðið hefur fengið á sig 101 mark í deildinni á þessari leiktíð, fleiri en nokkurt lið hefur gert í sögu úrvalsdeildarinnar. Sheffield United have set the record for most goals conceded in a Premier League season 😬#EVESHU pic.twitter.com/n0YydEybBF— BBC Sport (@BBCSport) May 11, 2024 Newcastle varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við Brighton í baráttunni um Evrópusæti, þar sem Sean Longstaff jafnaði metin rétt fyrir hálfleik eftir að Joel Veltman hafði komið Brighton yfir. Newcastle er með 57 stig í 6. sæti, þremur stigum fyrir ofan Chelsea og Manchester United sem nú eiga leik til góða. Crystal Palace vann 3-1 sigur á Wolves og Brentford hafði betur gegn Bournemouth á útivelli, 2-1. Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Luton er ekki formlega fallið en þarf að vinna Fulham í lokaumferðinni, treysta á að Nottingham Forest tapi síðustu tveimur leikjum sínum, og síðast en ekki síst vinna upp 13 marka forskot Forest í markatölu. Luton komst reyndar yfir á London-leikvanginum í dag, með skallamarki Albert Sambi Lokonga, en í seinni hálfleik skoruðu James Ward-Prowse, Tomas Soucek og George Earthy og tryggðu Hömrunum langþráðan sigur. Burnley féll eftir 2-1 tap gegn Tottenham, eins og fjallað hefur verið um. Sheffield United var þegar fallið og tapaði 1-0 fyrir Everton á útivelli, þar sem Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Sheffield sló óvinsælt met en liðið hefur fengið á sig 101 mark í deildinni á þessari leiktíð, fleiri en nokkurt lið hefur gert í sögu úrvalsdeildarinnar. Sheffield United have set the record for most goals conceded in a Premier League season 😬#EVESHU pic.twitter.com/n0YydEybBF— BBC Sport (@BBCSport) May 11, 2024 Newcastle varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við Brighton í baráttunni um Evrópusæti, þar sem Sean Longstaff jafnaði metin rétt fyrir hálfleik eftir að Joel Veltman hafði komið Brighton yfir. Newcastle er með 57 stig í 6. sæti, þremur stigum fyrir ofan Chelsea og Manchester United sem nú eiga leik til góða. Crystal Palace vann 3-1 sigur á Wolves og Brentford hafði betur gegn Bournemouth á útivelli, 2-1.
Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti